Dönsk yfirvöld milli steins og sleggju í flóttamannamálinu þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 8. september 2015 13:27 Angela Merkel og Lars Lökke Rasmussen. vísir/afp Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira