Velur bók fram yfir símann sigga dögg skrifar 4. september 2015 10:15 Bergrún Íris rithöfundur Vísir/Anton og einkasafn Bergrún Íris Sævarsdóttir er myndskreytir og rithöfundur. Hún hefur samið og myndskreytt tvær fallegar barnabækur með undirtón sem hvert barn getur tekið til sín og túlkað á sinn hátt. Hún er hógvær en ákveðin og það er þessi ákveðni, framreidd með blíðu og brosi, sem getur komið mikilvægum skilaboðum til þeirra sem allra minnst mega sín; barnanna. Á yfirborðinu fjalla bækurnar um veðurfar og árstíðir, vind og sumar, en margt má lesa á milli línanna og í teikningarnar. „Mér finnst myndirnar geta sagt enn dýpri sögu en orðin og því skipta teikningarnar svo miklu máli, ég vil að börn geti tengt bæði við söguna og myndirnar og túlkað út frá sínum eigin heimi. Það er það sem opnar samræðurnar. Eins er mikilvægt að foreldrar séu góð fyrirmynd þegar kemur að lestri barna,“ segir Bergrún sem berst fyrir íslenskum barnabókmenntum. „Að skrifa og myndskreyta barnabækur á okkar litla landi, á þessu litla markaðssvæði, er ekki eitthvað sem borgar reikningana og þess vegna vil ég ekki vita hversu mörg eintök hafa selst. Ef gróði væri hvatinn væri ég löngu búin að gefa drauminn upp á bátinn. Það að halda úti fjölbreyttri bókaútgáfu á íslensku er magnað afrek og mikið hark, sérstaklega þegar fólk hefur val á milli þess að kaupa vandaðar íslenskar barnabækur eða ódýrari þýddar bækur þaktar glimmeri,“ segir Bergrún. „Eftir virðisaukaskattshækkunina á bækur er slagurinn orðinn enn erfiðari en íslensku bækurnar standa þetta af sér. Ég hef trú á þeim.“ Bækur eru ástríða hennar í lífinu, bæði sem starf, áhugamál og uppeldisaðferð.Vísir/Anton og Bergrún ÍrisLeggðu frá þér símann Í ágústmánuði blés Bergrún Íris til lestrarátaks innan heimila landsins. Þetta gerir hún af mörgum ástæðum, ekki síst vegna umræðunnar um læsi. „Læsi er margs konar, ekki bara að geta lesið „Ási sá sól“ heldur að geta skilið texta og lagt í hann merkingu. Það er líka til menningarlæsi og tilfinningalæsi. Þannig að þegar við tölum um læsi þá erum við að tala um margt og við þurfum að vera sterkar fyrirmyndir þegar kemur að lestri, við fullorðna fólkið þurfum að velja bókina fram yfir símann eða spjaldtölvuna og við þurfum að kaupa bækur og gefa þær í gjafir. Ég gerist sjálf sek um að grípa allt of oft í snjallsímann þessa fáu klukkutíma sem ég fæ með fjölskyldunni yfir daginn. Ég ákvað því að fara í átak og taka alltaf upp bók í staðinn fyrir símann,“ segir Bergrún Íris. Ákalli hennar um lestrarátak hefur verið vel tekið á Facebook en markmiðið er að fólk taki sér mánaðarátak til að breyta venjum og minnka tækninotkun. Á síðunni deilir fólk gjarnan ábendingum um uppáhaldsbækurnar sínar, ræðir læsi og deilir áhugaverðum greinum.Darri Freyr og Hrannar ÞórVísir/EinkasafnOkkar eigin Ósló Bergrún Íris býr á fallegu heimili í Hafnarfirði með manni sínum, Andra Ómarssyni, tómstunda- og félagsmálafræðingi, og saman eiga þau tvo drengi, Darra Frey, sex ára, og Hrannar Þór, rúmlega sjö mánaða. Ástin hæfði þau Bergrúnu og Andra á unga aldri en það var á ungmennamóti í Ósló þar sem Bergrún tók eftir sætum strák og varð skotin. „Þetta var svo fyndið að við skyldum hittast þarna því ég var nýbúin að sverja af mér karlmenn, nennti ekki svona strákastússi, og svo erum við þarna og ég sé Andra og hann bara var svo sætur og skemmtilegur og þannig var það bara,“ segir Bergrún með glampa í augum. „Þrettán árum seinna erum við hér en ég benti honum á í byrjun sambandsins að mér fyndist ekki taka því að byrja með honum nema við yrðum saman í allavega eitt ár, ekkert minna dugði, og hann bara jánkaði því,“ segir Bergrún og skellir upp úr.Viltu vera vinur minn?Vísir/EinkasafnViltu vera vinur minn? Nýjasta bók Bergrúnar ber hinn einlæga titil „Viltu vera vinur minn?“ er væntanleg fyrir jólin og segir frá einmana kanínu í vinaleit. „Sagan varð til þegar ég sótti sumarskóla í barnabókagerð í Cambridge. Kanínan mín hefur svo beðið spök ofan í skúffu eftir rétta tækifærinu og rétta útgefandanum. Ég er virkilega ánægð með útkomuna en sumar bækur eru eins og ostar eða vín, þær þurfa að gerjast og þroskast með höfundinum áður en tímabært er að bera þær á borð fyrir aðra. Mér þykir ofsalega vænt um söguna, og kanínuna mína, og vona og veit að litlir lesendur geta lært heilmikið af vinaleit kanínunnar. Ég þarf að fá ákveðna fjarlægð frá þessari sögu áður en ég get byrjað á þeirri næstu. Kannski verður næsta bókin mín fyrir eldri lesendur. Ætli ég sé ekki alltaf að skrifa fyrir frumburðinn og bækurnar fylgja líklega þroska hans og aldri. Nú er hann að byrja í grunnskóla og farinn að lesa langar og flóknar sögur, mamman verður að halda í við áhugasvið hans og lestrarþorsta.“Bergrún ásamt foreldrum sínumFjallkonan kallar Hún segist ekki vera ljóðskáld, eða vill ekki láta titla sig það en sagan segir annað. „Ég hef oft sett saman einhver kvæði og smá stúfa hér og þar en skáld, æ ég veit ekki. Ég fer að geta gengist við því að vera rithöfundur, svona rétt svo, en skáld, ég læt það vera.“ Þrátt fyrir þessa hógværð þá samdi Bergrún áhrifamikið ljóð um íslensku fjallkonuna, Á annarri öld, sem var lesið af 100 konum í þjóðbúningum við hátíðarhöld á sjálfan 17. júní í Hafnarfirði. „Þetta kom til út af 100 ára kosningarétti kvenna og þarna hafði #freethenipple verið í gangi og öll opnunin með kynferðisofbeldi og það rann upp fyrir mér að þó margt hafi áunnist og beri að þakka þeim sem ruddu veginn fyrir það að þá eigum við enn þó nokkuð í land,“ segir Bergrún sem neitar ekki að hafa klökknað þegar hún sá konur í fullum skrúða lesa ljóðið hennar. Hvort sem hún vill láta titla sig það eða ekki þá má bæta „ljóðskáld“ á metorðalistann hennar. Okkar kona er með margt á teikniborðinu og vissara að fylgjast vel með henni í framtíðinni og muna næst þegar þú ætlar að teygja þig eftir símanum að teygja þig frekar eftir bók eftir íslenskan rithöfund.hjónakornin, Andri og Bergrún á þjóðhátíðardaginn 17.júní 2015Vísir/EinkasafnÁ annarri öldÞú gekkst um þessar götur á annarri öldvannst baki brotnu langt fram á kvöldsaumaðir, skúraðir, stagaðir í,fæddir og klæddir og fékkst aldrei frí.Yfir þvottinum bograðir buguð og sveitt,hendurnar lúnar og augun svo þreytt.Fjórtán fæddust börnin og fimm þeirra jörðuð,leið þín var sorg og sárindum vörðuð.En börnin voru klædd, snyrt og strokinog alltaf stóðstu keik og aldrei hokinhárið greitt upp og pilsið sett í pressu,ekki mátti mæt’ of seint í vikulega messu,og þar sastu þögul og hlustaðir ákarl tala um karla, heilaga þrjá.Og engu betri voru bækurnar heimaþví aðeins þær afrek karlanna geymaog sjaldan var kvennanna skrifuð saga þær sátu hvork’ á þingi né lærðu til laga,og höfðu ekki atkvæði til þess að ráðahvaða þingmenn þær vildu hvetja til dáða.Og engin mátti kona setja sitt marká þingið, þó ekki skorti þær kjark.Þú sást ekki fyrir hvað verða vildi,það þurft’ ekki til þess sverð og skildiog ekki krafðist það stórra fórna að stíga fram og landinu stjórna,því enn voru börnin strokin og klæddþó mamma fær’ á fundi og þjóðmálin rædd,og enginn þessum konum réttinn gafþær tók’ann með valdi, valdinu af.Þú gekkst um þessar götur á annarri öldnú viljum við jafnrétti, virðingu og völd. Heilsa Tengdar fréttir Sígildir tónar Bergrún Íris Sævarsdóttir er rithöfundur sem segist elska klassíska tónlist, sérstaklega á meðan hún myndskreytir barnabækur og semur sínar eigin sögur, ljóð og söngtexta. 28. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
Bergrún Íris Sævarsdóttir er myndskreytir og rithöfundur. Hún hefur samið og myndskreytt tvær fallegar barnabækur með undirtón sem hvert barn getur tekið til sín og túlkað á sinn hátt. Hún er hógvær en ákveðin og það er þessi ákveðni, framreidd með blíðu og brosi, sem getur komið mikilvægum skilaboðum til þeirra sem allra minnst mega sín; barnanna. Á yfirborðinu fjalla bækurnar um veðurfar og árstíðir, vind og sumar, en margt má lesa á milli línanna og í teikningarnar. „Mér finnst myndirnar geta sagt enn dýpri sögu en orðin og því skipta teikningarnar svo miklu máli, ég vil að börn geti tengt bæði við söguna og myndirnar og túlkað út frá sínum eigin heimi. Það er það sem opnar samræðurnar. Eins er mikilvægt að foreldrar séu góð fyrirmynd þegar kemur að lestri barna,“ segir Bergrún sem berst fyrir íslenskum barnabókmenntum. „Að skrifa og myndskreyta barnabækur á okkar litla landi, á þessu litla markaðssvæði, er ekki eitthvað sem borgar reikningana og þess vegna vil ég ekki vita hversu mörg eintök hafa selst. Ef gróði væri hvatinn væri ég löngu búin að gefa drauminn upp á bátinn. Það að halda úti fjölbreyttri bókaútgáfu á íslensku er magnað afrek og mikið hark, sérstaklega þegar fólk hefur val á milli þess að kaupa vandaðar íslenskar barnabækur eða ódýrari þýddar bækur þaktar glimmeri,“ segir Bergrún. „Eftir virðisaukaskattshækkunina á bækur er slagurinn orðinn enn erfiðari en íslensku bækurnar standa þetta af sér. Ég hef trú á þeim.“ Bækur eru ástríða hennar í lífinu, bæði sem starf, áhugamál og uppeldisaðferð.Vísir/Anton og Bergrún ÍrisLeggðu frá þér símann Í ágústmánuði blés Bergrún Íris til lestrarátaks innan heimila landsins. Þetta gerir hún af mörgum ástæðum, ekki síst vegna umræðunnar um læsi. „Læsi er margs konar, ekki bara að geta lesið „Ási sá sól“ heldur að geta skilið texta og lagt í hann merkingu. Það er líka til menningarlæsi og tilfinningalæsi. Þannig að þegar við tölum um læsi þá erum við að tala um margt og við þurfum að vera sterkar fyrirmyndir þegar kemur að lestri, við fullorðna fólkið þurfum að velja bókina fram yfir símann eða spjaldtölvuna og við þurfum að kaupa bækur og gefa þær í gjafir. Ég gerist sjálf sek um að grípa allt of oft í snjallsímann þessa fáu klukkutíma sem ég fæ með fjölskyldunni yfir daginn. Ég ákvað því að fara í átak og taka alltaf upp bók í staðinn fyrir símann,“ segir Bergrún Íris. Ákalli hennar um lestrarátak hefur verið vel tekið á Facebook en markmiðið er að fólk taki sér mánaðarátak til að breyta venjum og minnka tækninotkun. Á síðunni deilir fólk gjarnan ábendingum um uppáhaldsbækurnar sínar, ræðir læsi og deilir áhugaverðum greinum.Darri Freyr og Hrannar ÞórVísir/EinkasafnOkkar eigin Ósló Bergrún Íris býr á fallegu heimili í Hafnarfirði með manni sínum, Andra Ómarssyni, tómstunda- og félagsmálafræðingi, og saman eiga þau tvo drengi, Darra Frey, sex ára, og Hrannar Þór, rúmlega sjö mánaða. Ástin hæfði þau Bergrúnu og Andra á unga aldri en það var á ungmennamóti í Ósló þar sem Bergrún tók eftir sætum strák og varð skotin. „Þetta var svo fyndið að við skyldum hittast þarna því ég var nýbúin að sverja af mér karlmenn, nennti ekki svona strákastússi, og svo erum við þarna og ég sé Andra og hann bara var svo sætur og skemmtilegur og þannig var það bara,“ segir Bergrún með glampa í augum. „Þrettán árum seinna erum við hér en ég benti honum á í byrjun sambandsins að mér fyndist ekki taka því að byrja með honum nema við yrðum saman í allavega eitt ár, ekkert minna dugði, og hann bara jánkaði því,“ segir Bergrún og skellir upp úr.Viltu vera vinur minn?Vísir/EinkasafnViltu vera vinur minn? Nýjasta bók Bergrúnar ber hinn einlæga titil „Viltu vera vinur minn?“ er væntanleg fyrir jólin og segir frá einmana kanínu í vinaleit. „Sagan varð til þegar ég sótti sumarskóla í barnabókagerð í Cambridge. Kanínan mín hefur svo beðið spök ofan í skúffu eftir rétta tækifærinu og rétta útgefandanum. Ég er virkilega ánægð með útkomuna en sumar bækur eru eins og ostar eða vín, þær þurfa að gerjast og þroskast með höfundinum áður en tímabært er að bera þær á borð fyrir aðra. Mér þykir ofsalega vænt um söguna, og kanínuna mína, og vona og veit að litlir lesendur geta lært heilmikið af vinaleit kanínunnar. Ég þarf að fá ákveðna fjarlægð frá þessari sögu áður en ég get byrjað á þeirri næstu. Kannski verður næsta bókin mín fyrir eldri lesendur. Ætli ég sé ekki alltaf að skrifa fyrir frumburðinn og bækurnar fylgja líklega þroska hans og aldri. Nú er hann að byrja í grunnskóla og farinn að lesa langar og flóknar sögur, mamman verður að halda í við áhugasvið hans og lestrarþorsta.“Bergrún ásamt foreldrum sínumFjallkonan kallar Hún segist ekki vera ljóðskáld, eða vill ekki láta titla sig það en sagan segir annað. „Ég hef oft sett saman einhver kvæði og smá stúfa hér og þar en skáld, æ ég veit ekki. Ég fer að geta gengist við því að vera rithöfundur, svona rétt svo, en skáld, ég læt það vera.“ Þrátt fyrir þessa hógværð þá samdi Bergrún áhrifamikið ljóð um íslensku fjallkonuna, Á annarri öld, sem var lesið af 100 konum í þjóðbúningum við hátíðarhöld á sjálfan 17. júní í Hafnarfirði. „Þetta kom til út af 100 ára kosningarétti kvenna og þarna hafði #freethenipple verið í gangi og öll opnunin með kynferðisofbeldi og það rann upp fyrir mér að þó margt hafi áunnist og beri að þakka þeim sem ruddu veginn fyrir það að þá eigum við enn þó nokkuð í land,“ segir Bergrún sem neitar ekki að hafa klökknað þegar hún sá konur í fullum skrúða lesa ljóðið hennar. Hvort sem hún vill láta titla sig það eða ekki þá má bæta „ljóðskáld“ á metorðalistann hennar. Okkar kona er með margt á teikniborðinu og vissara að fylgjast vel með henni í framtíðinni og muna næst þegar þú ætlar að teygja þig eftir símanum að teygja þig frekar eftir bók eftir íslenskan rithöfund.hjónakornin, Andri og Bergrún á þjóðhátíðardaginn 17.júní 2015Vísir/EinkasafnÁ annarri öldÞú gekkst um þessar götur á annarri öldvannst baki brotnu langt fram á kvöldsaumaðir, skúraðir, stagaðir í,fæddir og klæddir og fékkst aldrei frí.Yfir þvottinum bograðir buguð og sveitt,hendurnar lúnar og augun svo þreytt.Fjórtán fæddust börnin og fimm þeirra jörðuð,leið þín var sorg og sárindum vörðuð.En börnin voru klædd, snyrt og strokinog alltaf stóðstu keik og aldrei hokinhárið greitt upp og pilsið sett í pressu,ekki mátti mæt’ of seint í vikulega messu,og þar sastu þögul og hlustaðir ákarl tala um karla, heilaga þrjá.Og engu betri voru bækurnar heimaþví aðeins þær afrek karlanna geymaog sjaldan var kvennanna skrifuð saga þær sátu hvork’ á þingi né lærðu til laga,og höfðu ekki atkvæði til þess að ráðahvaða þingmenn þær vildu hvetja til dáða.Og engin mátti kona setja sitt marká þingið, þó ekki skorti þær kjark.Þú sást ekki fyrir hvað verða vildi,það þurft’ ekki til þess sverð og skildiog ekki krafðist það stórra fórna að stíga fram og landinu stjórna,því enn voru börnin strokin og klæddþó mamma fær’ á fundi og þjóðmálin rædd,og enginn þessum konum réttinn gafþær tók’ann með valdi, valdinu af.Þú gekkst um þessar götur á annarri öldnú viljum við jafnrétti, virðingu og völd.
Heilsa Tengdar fréttir Sígildir tónar Bergrún Íris Sævarsdóttir er rithöfundur sem segist elska klassíska tónlist, sérstaklega á meðan hún myndskreytir barnabækur og semur sínar eigin sögur, ljóð og söngtexta. 28. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
Sígildir tónar Bergrún Íris Sævarsdóttir er rithöfundur sem segist elska klassíska tónlist, sérstaklega á meðan hún myndskreytir barnabækur og semur sínar eigin sögur, ljóð og söngtexta. 28. ágúst 2015 10:00