Farþegar Primera Air leita réttar síns Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air á Shannon-flugvelli. Vísir Farþegarnir sem voru í vél Primera Air á leið frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þeirra seinkunar sem varð á fluginu. Frá því farþegarnir lögðu af stað frá Tenerife og voru lentir á Keflavíkurflugvelli liðu um 26 klukkutímar en ef allt eðlilegt á ekki að taka nema um rúmlega fimm stundir að fara þessa leið með flugvél. Um 150 Íslendingar voru í vélinni sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli að kvöldi sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina.Eiginleg töf 8 klukkustundir Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn eftir og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef:A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra.B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar.C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi:A) 250 evrur, um 36 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri.B) 400 evrur, tæpar 58 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar.C) 600 evrur, tæpar 87 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið.Primera Air með málið í skoðun ásamt Samgöngustofu Ljóst er að umrætt flug frá Tenerife til Keflavíkur ætti að falla undir C-lið þar sem um fjögur þúsund kílómetrar eru þar á milli og að um átta klukkustunda eiginleg seinkun var á fluginu. Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Primera Air, segir flugfélagið vera að skoða málið í samstarfi við Samgöngustofu, hvort þessi umrædda seinkun falli undir þessa reglugerð. Í framhaldi af þeirri skoðun verður brugðist við eins og vera ber. Inni á vef Samgöngustofu má lesa nánar um réttindi farþega hér. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Farþegarnir sem voru í vél Primera Air á leið frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þeirra seinkunar sem varð á fluginu. Frá því farþegarnir lögðu af stað frá Tenerife og voru lentir á Keflavíkurflugvelli liðu um 26 klukkutímar en ef allt eðlilegt á ekki að taka nema um rúmlega fimm stundir að fara þessa leið með flugvél. Um 150 Íslendingar voru í vélinni sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli að kvöldi sunnudagsins 26. ágúst síðastliðinn. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina.Eiginleg töf 8 klukkustundir Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn eftir og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef:A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra.B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar.C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi:A) 250 evrur, um 36 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri.B) 400 evrur, tæpar 58 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar.C) 600 evrur, tæpar 87 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið.Primera Air með málið í skoðun ásamt Samgöngustofu Ljóst er að umrætt flug frá Tenerife til Keflavíkur ætti að falla undir C-lið þar sem um fjögur þúsund kílómetrar eru þar á milli og að um átta klukkustunda eiginleg seinkun var á fluginu. Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Primera Air, segir flugfélagið vera að skoða málið í samstarfi við Samgöngustofu, hvort þessi umrædda seinkun falli undir þessa reglugerð. Í framhaldi af þeirri skoðun verður brugðist við eins og vera ber. Inni á vef Samgöngustofu má lesa nánar um réttindi farþega hér.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51