Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2015 19:00 Frá vinstri: Donnie Nelson, Benedikt Guðmundsson, Jón Arnór Stefánsson og Don Nelson, þjálfari Dallas Mavericks, á góðri stundu í Dallas í október 2003. Mynd/Benedikt Guðmundsson „Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. Jón Arnór fékk boð um að spila með Dallas Mavericks í sumardeildinni í NBA sumarið 2003, þá á nítjánda aldursári. Benedikt segir það hafa verið fyrsta áfangann í NBA-ferlinu. Þá hafi hann verið alveg í skýjunum með árangur Jóns Arnórs. Benedikt rifjar upp að þetta sumar hafi hann vakað á nóttunni til að fylgjast með Jóni. „Hann var að standa sig rosalega vel. Hann segir Donnie Nelson, framkvæmdastjóra hjá félaginu, haft mikla trú á Jóni og séð mikið í honum. Svo hafi hann farið í æfingabúðir þar sem altaf var verið að skera niður og alltaf lifði Jón Arnór af niðurskurðinn.Jón Arnór í búningi Dallas Mavericks. Aðeins tveir Íslendingar hafa verið á mála hjá NBA-liði. Hinn er Pétur Guðmundsson sem lék meðal annars með L.A. Lakers.Fylgdist með Jóni í tvær vikur ytra „Að lokum var þetta orðið val á milli hans og eins annars,“ segir Benedikt. Hann var svo á fundi hjá körfuknattleiksdeild Fjölnis í Grafarvogi þegar síminn hringdi. „Hann hringir og segir mér að hann sé kominn með fimm ára samning. Maður var náttúrulega bara á losti inni á þessum fundi,“ segir Benedikt. Jón hafi beðið hann um að láta föður sinn vita og svo fór að þátttaka hans á umræddum fundi varð ekki nein. Benedikt komst að samkomulagi við stjórn Fjölnis að fá að halda utan skömmu eftir að deildin byrjaði hér heima. Tveggja vikna frí var í 1. deild karla og Benedikt flaug út til Jóns Arnórs. „Ég er svo ánægður að ég fór út á undirbúningstímabilinu í stað þess að bíða eftir að tímabilið byrjaði. Hefði ég farið seinna hefði ég sennilega ekkert séð hann spila. Þarna sá ég hann í æfingaleikjum, í búningnum á móti liðum eins og Chicago Bulls og fleirum. Þó þetta væri undirbúningstímabil voru allar stjörnurnar með,“ segir Benedikt. Hann segir Jón ekki alltaf hafa spilað mikið, rokkað á milli 5-15 mínútna og líklega einu sinni hafi hann spilað 20 mínútur. „Hann var alltaf að setja einhver stig, taka fráköst og gefa stoðsendingar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að Dallas var með hörkulið og Jón, nítján ára, kannski ekki tilbúinn í 10-15 mínútur í NBA-deildinni á þeim tíma. Hann var ári eða tveimur yngri en nýliðarnir sem koma úr háskólaboltanum. En hugsaður til framtíðar.Jón Arnór í leik með Dynamot St. Pétursborg.Erfitt að fá enga leiki Jóni hafði verið tilkynnt að hann fengi ekkert að spila um veturinn. Hann segir þó í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag að hann sé keppnismaður og hafi lagt sig svo mikið fram að vonbrigðin hafi verið mikil þegar það reyndist raunin. Fyrir utan að fá ekkert að spila voru engar almennilegar æfingar með liðinu. Jón æfði mikið einn með þjálfara.„Þegar þú ert tvítugur er svo erfitt að vera bara að æfa,“ segir Benedikt. Liðin í NBA-deildinni spila stundum leiki dag eftir dag og æfingar á milli leikja lítið annað en endurheimt og skotæfingar. Þótt Jón væri á fimm ára samningi, væri hugsaður til framtíðar og allt væri til alls hvað varðaði aðbúnað og fínheit óskaði Jón eftir því að fá að yfirgefa félagið. Hann fékk tilboð frá Rússlandi sem hann stökk á.Benedikt og Jón Arnór fögnuðu saman Íslandsmeistaratitli með KR vorið 2009.Vísir/VilhelmVerður alltaf toppurinn á ferlinum „Það eru ekki margir sem hefðu haft sjálfstraustið til að gera þetta,“ segir Benedikt. Hann flaug með Jóni í einkaflugvél Dallas Mavericks úti, eftir æfingar buðu næringarfræðingar upp á hlaðborð af frábærum mat, klefarnir voru stórkostlegir og því um hreint og beint stjörnulíf að ræða. „Þegar þú ert búinn að vera þarna í x-langan tíma þá kemstu yfir glansinn,“ segir Benedikt sem þjálfar í dag Þór á Akureyri. Áður hefur hann t.d. þjálfað karlalið Þórs í Þorlákshöfn, KR, Fjölni og Grindavík. Hann er mjög stoltur þegar hann rifjar upp þennan tíma. „Ég er miklu meiri yngri flokka þjálfari en meistaraflokks þjálfari. Mitt markmið var alltaf að búa til leikmenn. Það er svo gaman að vinna með ungum strákum,“ segir Benedikt sem hefur alltaf þjálfað yngri flokka samhliða meistaraflokksþjálfun. Að ungur leikmaður sem Benedikt hafi fengið samning í NBA fer ofarlega á ferilskrána. „Þetta var fimm ára samningur. Það verður alltaf toppurinn á mínum ferli og það sem hefur veitt mér mesta ánægju!“ segir Benedikt.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá frá blaðamannafundi hjá körfuknattleikssambandinu eftir að Jón Arnór samdi til fimm ára við Dallas Mavericks. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. Jón Arnór fékk boð um að spila með Dallas Mavericks í sumardeildinni í NBA sumarið 2003, þá á nítjánda aldursári. Benedikt segir það hafa verið fyrsta áfangann í NBA-ferlinu. Þá hafi hann verið alveg í skýjunum með árangur Jóns Arnórs. Benedikt rifjar upp að þetta sumar hafi hann vakað á nóttunni til að fylgjast með Jóni. „Hann var að standa sig rosalega vel. Hann segir Donnie Nelson, framkvæmdastjóra hjá félaginu, haft mikla trú á Jóni og séð mikið í honum. Svo hafi hann farið í æfingabúðir þar sem altaf var verið að skera niður og alltaf lifði Jón Arnór af niðurskurðinn.Jón Arnór í búningi Dallas Mavericks. Aðeins tveir Íslendingar hafa verið á mála hjá NBA-liði. Hinn er Pétur Guðmundsson sem lék meðal annars með L.A. Lakers.Fylgdist með Jóni í tvær vikur ytra „Að lokum var þetta orðið val á milli hans og eins annars,“ segir Benedikt. Hann var svo á fundi hjá körfuknattleiksdeild Fjölnis í Grafarvogi þegar síminn hringdi. „Hann hringir og segir mér að hann sé kominn með fimm ára samning. Maður var náttúrulega bara á losti inni á þessum fundi,“ segir Benedikt. Jón hafi beðið hann um að láta föður sinn vita og svo fór að þátttaka hans á umræddum fundi varð ekki nein. Benedikt komst að samkomulagi við stjórn Fjölnis að fá að halda utan skömmu eftir að deildin byrjaði hér heima. Tveggja vikna frí var í 1. deild karla og Benedikt flaug út til Jóns Arnórs. „Ég er svo ánægður að ég fór út á undirbúningstímabilinu í stað þess að bíða eftir að tímabilið byrjaði. Hefði ég farið seinna hefði ég sennilega ekkert séð hann spila. Þarna sá ég hann í æfingaleikjum, í búningnum á móti liðum eins og Chicago Bulls og fleirum. Þó þetta væri undirbúningstímabil voru allar stjörnurnar með,“ segir Benedikt. Hann segir Jón ekki alltaf hafa spilað mikið, rokkað á milli 5-15 mínútna og líklega einu sinni hafi hann spilað 20 mínútur. „Hann var alltaf að setja einhver stig, taka fráköst og gefa stoðsendingar,“ segir Benedikt. Hann minnir á að Dallas var með hörkulið og Jón, nítján ára, kannski ekki tilbúinn í 10-15 mínútur í NBA-deildinni á þeim tíma. Hann var ári eða tveimur yngri en nýliðarnir sem koma úr háskólaboltanum. En hugsaður til framtíðar.Jón Arnór í leik með Dynamot St. Pétursborg.Erfitt að fá enga leiki Jóni hafði verið tilkynnt að hann fengi ekkert að spila um veturinn. Hann segir þó í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag að hann sé keppnismaður og hafi lagt sig svo mikið fram að vonbrigðin hafi verið mikil þegar það reyndist raunin. Fyrir utan að fá ekkert að spila voru engar almennilegar æfingar með liðinu. Jón æfði mikið einn með þjálfara.„Þegar þú ert tvítugur er svo erfitt að vera bara að æfa,“ segir Benedikt. Liðin í NBA-deildinni spila stundum leiki dag eftir dag og æfingar á milli leikja lítið annað en endurheimt og skotæfingar. Þótt Jón væri á fimm ára samningi, væri hugsaður til framtíðar og allt væri til alls hvað varðaði aðbúnað og fínheit óskaði Jón eftir því að fá að yfirgefa félagið. Hann fékk tilboð frá Rússlandi sem hann stökk á.Benedikt og Jón Arnór fögnuðu saman Íslandsmeistaratitli með KR vorið 2009.Vísir/VilhelmVerður alltaf toppurinn á ferlinum „Það eru ekki margir sem hefðu haft sjálfstraustið til að gera þetta,“ segir Benedikt. Hann flaug með Jóni í einkaflugvél Dallas Mavericks úti, eftir æfingar buðu næringarfræðingar upp á hlaðborð af frábærum mat, klefarnir voru stórkostlegir og því um hreint og beint stjörnulíf að ræða. „Þegar þú ert búinn að vera þarna í x-langan tíma þá kemstu yfir glansinn,“ segir Benedikt sem þjálfar í dag Þór á Akureyri. Áður hefur hann t.d. þjálfað karlalið Þórs í Þorlákshöfn, KR, Fjölni og Grindavík. Hann er mjög stoltur þegar hann rifjar upp þennan tíma. „Ég er miklu meiri yngri flokka þjálfari en meistaraflokks þjálfari. Mitt markmið var alltaf að búa til leikmenn. Það er svo gaman að vinna með ungum strákum,“ segir Benedikt sem hefur alltaf þjálfað yngri flokka samhliða meistaraflokksþjálfun. Að ungur leikmaður sem Benedikt hafi fengið samning í NBA fer ofarlega á ferilskrána. „Þetta var fimm ára samningur. Það verður alltaf toppurinn á mínum ferli og það sem hefur veitt mér mesta ánægju!“ segir Benedikt.Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá frá blaðamannafundi hjá körfuknattleikssambandinu eftir að Jón Arnór samdi til fimm ára við Dallas Mavericks.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Hvað er málið með þennan númer átta?“ Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í Berlín hefur vakið mikla athygli að sögn Jóns Arnórs Stefánssonar. 18. september 2015 23:10
Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00