Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 24-20 | Grótta með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 19. september 2015 15:00 Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu. vísir/valli Íslandsmeistarar Gróttu hefja titilvörn sína vel en í dag unnu Seltirningar annan sigur sinn í fyrstu tveimur umferðunum þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Hertz-höllina. Lokatölur 24-20, Gróttu í vil. Þessi sömu lið mættust í lokaúrslitunum í fyrra þar sem Grótta hafði betur í fjórum leikjum. Stjarnan átti því harma að hefna. Það er ekki hægt að segja að úrslitaliðin frá því í fyrra hafi boðið upp á merkilegan handbolta í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur beggja liða var slakur en Gróttukonur nýttu hraðaupphlaupin hins vegar vel en fimm af tíu mörkum liðsins í fyrri hálfleik komu eftir hraðar sóknir. Grótta var með undirtökin allt frá byrjun, ekki síst fyrir tilstuðlan Írisar Bjarkar Símonardóttur sem varði 16 af þeim 20 skotum sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Það gerir 80% hlutfallsmarkvörslu sem er náttúrulega út úr kortinu. Þá varði vörn Gróttu nokkur skot til viðbótar frá leikmönnum Stjörnunnar en sóknarleikur liðsins í fyrri hálfleik var ekki boðlegur. Gestunum gekk ekkert að opna Gróttuvörnina og flestar sóknirnar enduðu annað hvort á töpuðum bolta eða þvinguðu skoti sem Íris varði. Ráðleysið var algjört og lausnirnar engar. Grótta skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og var með 2-4 marka forystu framan af fyrri hálfleik. Munurinn hefði þó getað verið meiri en sóknarleikur Gróttu var sem áður sagði ekkert sérstakur og þá töpuðu Íslandsmeistararnir alltof mörgum boltum. Stjarnan náði að minnka muninn í 5-3 á 18. mínútu en þá kom flottur kafli hjá heimakonum sem unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með sex marka forystu inn í hálfleikinn, 10-4. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og Stjörnukonur fóru loks að finna leiðina framhjá vörn Gróttu og Írisi. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn á 5-2 kafla og minnkaði muninn í þrjú mörk, 12-9. Tveimur til fjórum mörkum munaði á liðunum næstu mínútur en eftir að Helena Rut Örvarsdóttir minnkaði muninn í þrjú mörk, 19-16, þegar 10 mínútur voru eftir skildu leiðir á ný. Allur vindur virtist úr Stjörnuliðinu og heimakonur gengu á lagið. Grótta skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni úr 19-16 í 24-16 og úrslitin þar með ráðin. Stjarnan skoraði fjögur síðustu mörk leiksins en það breytti engu um úrslitin. Fjögurra marka sigur Gróttu staðreynd, 24-20. Sunna María Einarsdóttir átti frábæran leik í liði Gróttu og skoraði 10 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Unnur Ómarsdóttir kom næst með fimm mörk og þá var Þórey Anna Ásgeirsdóttir öflug á lokakaflanum en hún skoraði þrjú af sex síðustu mörkum Gróttu í leiknum. Íris endaði með 22 skot varin, flest þeirra í fyrri hálfleik eins og áður var um getið. Stefanía Theodórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk, öll í seinni hálfleik, en hún nýtti færin sín afbragðsvel. Helena Rut kom næst með sex mörk. Florentina Stanciu varði 13 skot í markinu en hún hefur oft spilað betur en í dag.Sunna María: Miklu betra en í fyrsta leiknum "Þetta er mjög góð byrjun á laugardeginum, eigum við ekki að segja það," sagði Sunna María Einarsdóttir sem var markahæst í liði Gróttu sem vann fjögurra marka sigur, 24-20, á Stjörnunni í dag. Sunna skoraði 10 mörk í dag, þar af fimm úr vítaköstum, og var auk þess öflug í vörninni. Varnarleikur Gróttu í fyrri hálfleik var magnaður en Stjörnunni tókst aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Grótta leiddi með sex mörkum í hálfleik, 10-4, en Sunna sagði að forskotið hefði getað verið meira en Íslandsmeistararnir gerðu sig seka um nokkur slæm mistök í sóknarleiknum. "Já, við fengum ekki alveg nógu mörg hraðaupphlaup og svo klúðruðum við einhverjum sóknum. Þetta var alveg fínt en hefði mátt vera betra," sagði Sunna sem hafði smá áhyggjur um miðbik seinni hálfleiks þegar Stjörnukonur voru að minnka muninn. "Já, kannski. Þær komu aðeins betur inn í seinni hálfleikinn heldur en við. En um leið og við gáfum aftur í varð maður aftur rólegur." Sunna segir Gróttukonur hafi sýnt miklar framfarir frá því í leiknum gegn ÍR í 1. umferðinni sem Seltirningar unnu með fimm marka mun, 16-21. "Já, það er óhætt að segja það. Við vorum ekki mættar andlega til leiks í fyrsta leik," sagði Sunna sem segir ekki hægt að kvarta yfir byrjuninni hjá Gróttu enda fjögur stig af fjórum mögulegum komin í sarpinn.Sólveig Lára: Vorum einum færri nánast allan fyrri hálfleikinn Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var ósátt með hversu margar brottvísanir Garðbæingar fengu í fyrri hálfleik gegn Gróttu í dag. "Við vorum ekki alveg tilbúnar í þessa línu sem dómararnir lögðu og vorum að láta reka okkur út af fyrir afar litlar sakir. "Svo áttum við í erfiðleikum sóknarlega enda oft manni færri," sagði Sólveig sem fannst dómarar leiksins, þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, leggja of stranga línu í leiknum. "Já, síðan hvenær má ekki ýta í línumann? Ég veit það ekki? Þeir settu þessa línu og við þurftum að aðlaga okkur að henni en gerðum það ekki. Við vorum einum færri nánast allan fyrri hálfleikinn." Stjarnan var sex mörkum undir, 10-4, eftir fyrri hálfleikinn en náði fínum kafla um miðjan seinni hálfleik þar sem Garðbæingar minnkuðu muninn í tvö mörk. "Við náðum smá rykk en svo hleyptum við þeim aftur inn í þetta og misstum þær aftur fram úr okkur. Við náðum ekki að halda þetta út. Við þurfum að lengja góðu kaflana," sagði Sólveig sem er þó nokkuð sátt með ástandið á Stjörnuliðinu. "Mér finnst við betur staddar en á sama tíma í fyrra og vonandi náum við sama stíganda og þá. En það er ljóst að við þurfum að halda áfram að bæta okkur ef við ætlum að gera eitthvað í vor," sagði Sólveig að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Gróttu hefja titilvörn sína vel en í dag unnu Seltirningar annan sigur sinn í fyrstu tveimur umferðunum þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Hertz-höllina. Lokatölur 24-20, Gróttu í vil. Þessi sömu lið mættust í lokaúrslitunum í fyrra þar sem Grótta hafði betur í fjórum leikjum. Stjarnan átti því harma að hefna. Það er ekki hægt að segja að úrslitaliðin frá því í fyrra hafi boðið upp á merkilegan handbolta í fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur beggja liða var slakur en Gróttukonur nýttu hraðaupphlaupin hins vegar vel en fimm af tíu mörkum liðsins í fyrri hálfleik komu eftir hraðar sóknir. Grótta var með undirtökin allt frá byrjun, ekki síst fyrir tilstuðlan Írisar Bjarkar Símonardóttur sem varði 16 af þeim 20 skotum sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Það gerir 80% hlutfallsmarkvörslu sem er náttúrulega út úr kortinu. Þá varði vörn Gróttu nokkur skot til viðbótar frá leikmönnum Stjörnunnar en sóknarleikur liðsins í fyrri hálfleik var ekki boðlegur. Gestunum gekk ekkert að opna Gróttuvörnina og flestar sóknirnar enduðu annað hvort á töpuðum bolta eða þvinguðu skoti sem Íris varði. Ráðleysið var algjört og lausnirnar engar. Grótta skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og var með 2-4 marka forystu framan af fyrri hálfleik. Munurinn hefði þó getað verið meiri en sóknarleikur Gróttu var sem áður sagði ekkert sérstakur og þá töpuðu Íslandsmeistararnir alltof mörgum boltum. Stjarnan náði að minnka muninn í 5-3 á 18. mínútu en þá kom flottur kafli hjá heimakonum sem unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks 5-1 og fóru með sex marka forystu inn í hálfleikinn, 10-4. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og Stjörnukonur fóru loks að finna leiðina framhjá vörn Gróttu og Írisi. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn á 5-2 kafla og minnkaði muninn í þrjú mörk, 12-9. Tveimur til fjórum mörkum munaði á liðunum næstu mínútur en eftir að Helena Rut Örvarsdóttir minnkaði muninn í þrjú mörk, 19-16, þegar 10 mínútur voru eftir skildu leiðir á ný. Allur vindur virtist úr Stjörnuliðinu og heimakonur gengu á lagið. Grótta skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni úr 19-16 í 24-16 og úrslitin þar með ráðin. Stjarnan skoraði fjögur síðustu mörk leiksins en það breytti engu um úrslitin. Fjögurra marka sigur Gróttu staðreynd, 24-20. Sunna María Einarsdóttir átti frábæran leik í liði Gróttu og skoraði 10 mörk, þar af fimm úr vítaköstum. Unnur Ómarsdóttir kom næst með fimm mörk og þá var Þórey Anna Ásgeirsdóttir öflug á lokakaflanum en hún skoraði þrjú af sex síðustu mörkum Gróttu í leiknum. Íris endaði með 22 skot varin, flest þeirra í fyrri hálfleik eins og áður var um getið. Stefanía Theodórsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk, öll í seinni hálfleik, en hún nýtti færin sín afbragðsvel. Helena Rut kom næst með sex mörk. Florentina Stanciu varði 13 skot í markinu en hún hefur oft spilað betur en í dag.Sunna María: Miklu betra en í fyrsta leiknum "Þetta er mjög góð byrjun á laugardeginum, eigum við ekki að segja það," sagði Sunna María Einarsdóttir sem var markahæst í liði Gróttu sem vann fjögurra marka sigur, 24-20, á Stjörnunni í dag. Sunna skoraði 10 mörk í dag, þar af fimm úr vítaköstum, og var auk þess öflug í vörninni. Varnarleikur Gróttu í fyrri hálfleik var magnaður en Stjörnunni tókst aðeins að skora fjögur mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Grótta leiddi með sex mörkum í hálfleik, 10-4, en Sunna sagði að forskotið hefði getað verið meira en Íslandsmeistararnir gerðu sig seka um nokkur slæm mistök í sóknarleiknum. "Já, við fengum ekki alveg nógu mörg hraðaupphlaup og svo klúðruðum við einhverjum sóknum. Þetta var alveg fínt en hefði mátt vera betra," sagði Sunna sem hafði smá áhyggjur um miðbik seinni hálfleiks þegar Stjörnukonur voru að minnka muninn. "Já, kannski. Þær komu aðeins betur inn í seinni hálfleikinn heldur en við. En um leið og við gáfum aftur í varð maður aftur rólegur." Sunna segir Gróttukonur hafi sýnt miklar framfarir frá því í leiknum gegn ÍR í 1. umferðinni sem Seltirningar unnu með fimm marka mun, 16-21. "Já, það er óhætt að segja það. Við vorum ekki mættar andlega til leiks í fyrsta leik," sagði Sunna sem segir ekki hægt að kvarta yfir byrjuninni hjá Gróttu enda fjögur stig af fjórum mögulegum komin í sarpinn.Sólveig Lára: Vorum einum færri nánast allan fyrri hálfleikinn Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var ósátt með hversu margar brottvísanir Garðbæingar fengu í fyrri hálfleik gegn Gróttu í dag. "Við vorum ekki alveg tilbúnar í þessa línu sem dómararnir lögðu og vorum að láta reka okkur út af fyrir afar litlar sakir. "Svo áttum við í erfiðleikum sóknarlega enda oft manni færri," sagði Sólveig sem fannst dómarar leiksins, þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, leggja of stranga línu í leiknum. "Já, síðan hvenær má ekki ýta í línumann? Ég veit það ekki? Þeir settu þessa línu og við þurftum að aðlaga okkur að henni en gerðum það ekki. Við vorum einum færri nánast allan fyrri hálfleikinn." Stjarnan var sex mörkum undir, 10-4, eftir fyrri hálfleikinn en náði fínum kafla um miðjan seinni hálfleik þar sem Garðbæingar minnkuðu muninn í tvö mörk. "Við náðum smá rykk en svo hleyptum við þeim aftur inn í þetta og misstum þær aftur fram úr okkur. Við náðum ekki að halda þetta út. Við þurfum að lengja góðu kaflana," sagði Sólveig sem er þó nokkuð sátt með ástandið á Stjörnuliðinu. "Mér finnst við betur staddar en á sama tíma í fyrra og vonandi náum við sama stíganda og þá. En það er ljóst að við þurfum að halda áfram að bæta okkur ef við ætlum að gera eitthvað í vor," sagði Sólveig að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira