Hræsni viðskiptabanns Yair Lapid skrifar 19. september 2015 07:00 Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er ákvað borgarstjórn Reykjavíkur núna í vikunni að sniðganga vörur frá Ísrael. Allar vörur. Alls staðar frá Ísrael. Ég hef nokkrar spurningar varðandi þetta. Nær viðskiptabannið til vara sem arabíski minnihlutinn í Ísrael framleiðir, en hann er 20% af heildaríbúafjölda? Nær viðskiptabannið til 14 þingmanna Araba sem sitja með mér á ísraelska þinginu? Nær viðskiptabannið til ísraelskra verksmiðja þar sem tugir þúsunda Palestínumanna starfa? Fyrir þá er þetta eina leiðin til að brauðfæða börnin sín. Nær viðskiptabannið til sjúkrahúsa í Ísrael sem sinna tugum þúsunda Palestínumanna á ári hverju? Nær viðskiptabannið til vara sem 71% Ísraelsmanna framleiðir en nýjustu kannanir sýna að sá fjöldi styður tveggja ríkja lausnina og stofnun ríkis Palestínumanna við hlið Ísraels? Bíddu, ekki fara strax, ég hef fleiri spurningar. Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? Nær viðskiptabannið til vínsins Tulip sem þroskaheftir og einhverfir framleiða? Og hvað með bækur ísraelska Nóbelsverðlaunahafans Shai Agnon? Nær viðskiptabannið til Microsoft Office, farsímamyndavéla, Google – sem innihalda hluti sem eru fundnir upp eða framleiddir í Ísrael? Ef svarið við öllum þessum spurningum er „já“, þá skal ég láta kyrrt liggja og óska ykkur ánægjulegs lífs þar til kemur að hinu óumflýjanlega hjartaáfalli (sem er leitt en gangráðurinn var líka fundinn upp í Ísrael). Hinn möguleikinn er að einhver í borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki hugsað þetta mál til enda. Ef svo hefði verið, af hverju að einskorða sig við Ísrael? Eitt best varðveitta leyndarmálið um deilur Ísraels og Palestínu er að þetta er ein minnsta deila Miðausturlanda. Í raun er engin samsvörun milli stærðar deilunnar og fjölmiðlaumfjöllunar um hana. Frá lokum sjálfstæðisstríðs Ísraels fyrir 67 árum hafa um 12 þúsund Palestínumenn látið lífið í þessum átökum. Stór hluti þeirra var hryðjuverkamenn, sjálfsvígssprengjumenn og gangagerðarmenn í ýmsum Jihad-samtökum. Við getum heldur ekki hunsað þá staðreynd að á þessum árum létu nokkur þúsund saklausra lífið. Mér finnst það hræðilegt. Það heldur fyrir mér vöku og svo er um flesta Ísraelsmenn. Að auki má benda á þá staðreynd – sem auðvelt er að sannreyna – að á 67 árum voru færri saklausir Palestínumenn drepnir en á einum mánuði (!) í Sýrlandi. Á þessu sama tímabili létu um 12 milljónir manna lífið í Arabaheiminum. Einfaldur útreikningur sýnir að deila Ísraels og Palestínu olli dauða 0,01% af þeim sem féllu í átökum í heimi múslíma. Hver er þá afstaða borgarstjórnar Reykjavíkur gagnvart heimi múslíma? Hyggst borgarstjórnin sniðganga hann líka? Í heild? En að sjálfsögðu snýst þetta ekki um tölur, heldur siðferði. Ísrael er líflegt lýðræðisríki sem berst fyrir tilveru sinni við erfiðar aðstæður. Aðalsynd okkar að mati heimsbyggðarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur er sú að við höfum betur í þessu stríði. Já, í þessari deilu falla fleiri Palestínumenn en Ísraelsmenn. Af hverju? Af því að við höfum betri her og Iron Dome kerfið sem ver borgir okkar fyrir skotflaugum. Ef her okkar myndi leggja niður vopn og við myndum aftengja Iron Dome, yrðum við myrtir innan sólarhrings. Ísraelsmenn munu halda áfram að verja sig og kappkosta að óbreyttir borgarar falli ekki. Samhliða því höldum við áfram leit okkar að friði við Palestínumenn. Tvisvar, árið 2000 og árið 2008, buðu Ísraelsmenn þeim rúmlega 90% landsins svo þeir gætu reist ríki sitt. Í bæði skiptin höfnuðu þeir boðinu. Viðskiptabannsiðnaðurinn er ekki nýr af nálinni. Þetta er víðtæk starfsemi fjölmiðla og almannatengla sem íslamskir hópar skipuleggja með fjárstuðningi frá Katar og Íran. Tilgangurinn er ekki stofnun Palestínuríkis við hlið Ísraels, heldur Palestínuríkis á brunarústum Ísraels. Þeir vita að frjálslynd Evrópuríki samþykkja aldrei þann boðskap. Þess vegna ákváðu þeir – eins og margoft hefur verið sýnt fram á – að selja hrekklausum Evrópubúum mannréttindagildi á borð við frelsi og samstöðu, sem þeir trúa sjálfir ekki á og hafa aldrei gert. Hamas hefur ekki í hyggju að stofna lýðræði Palestínumanna, heldur fjandsamlegt klerkaveldi þar sem samkynhneigðir eru hengdir á símastaurum, konum meinað að fara út fyrir heimilið og kristnir menn og gyðingar eru myrtir fyrir það eitt að vera kristnir og gyðingar. Telur borgarstjórn Reykjavíkur þetta ásættanleg gildi? Ef svo er, sætir það furðu, því borgarstjórnin greiddi atkvæði með þeim.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun