Nýir tímar í pólitík Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Æskilegt er að hópur vina og kunningja bjóði fram til þings og sveitarstjórna. Óháð framboð, sem tjalda til einnar nætur, gera stjórnmálin blæbrigðaríkari, hvort sem fulltrúar þeirra ná kjöri eða ekki. Besti flokkurinn er besta dæmið. Hann var trúverðugur af því hann var óháður. Við gengum að því vísu, að hann skuldaði engum neitt. Eins og Bandaríkjaforseti á öðru kjörtímabili, var hann frjáls á valdatíma sínum því hann vildi ekki endurkjör. Stíllinn fólst í góðum mannasiðum, tillitssemi og græskulausu háði. Grín slær vopnin úr höndum einstrengingslegra pólitíkusa. Þeir horfa á myndina af sjálfum sér í spéspeglinum, verða niðurlútir og hopa. Framboð af þessu tagi leysa stjórnmálaflokka ekki af hólmi. Margir liðsmenn flokkanna eru hreint ágætir pólitíkusar. Sum standa fyrir skilgreinda hagsmuni, sem sagðir eru sérhagsmunir í niðrandi tóni. En sérhagsmunir og almannahagsmunir fara iðulega saman. Sterk fyrirtæki geta borgað góð laun, góð laun skila miklu skattfé sem stendur undir rekstri góðs samfélags. Þetta er jafnvægislist. Lengi vel höfðu flokkarnir tangarhald á menningu og listum, réðu fjölmiðlum, bönkum, samtökum fyrirtækja og verkalýðshreyfingunni. Ítökin hafa minnkað. En nokkur fyrirtæki hafa illu heilli hert tökin á sínum flokkum. Metorðastigar flokkanna lúta reglum sem eru sniðnar að þeim sem mótast í valdakerfi þeirra. Byrja í ungliðahreyfingu eða háskólapólitík, fá starf í ráðuneyti eða flokksapparati og verða aðstoðarmenn ráðherra. Sumum er fleytt alla leið í ráðherrastól hratt og örugglega með næringarsnautt veganesti. Ekki má þó gera lítið úr reynslu af flokksstarfi. Þekking á refilstigum stjórnmálanna getur gagnast vel. En hjörðin verður einsleit ef öll fara í gegnum nálarauga flokksstarfs. Píratar eru boðberar válegra tíðinda af hugverkarétti. Það er grafalvarlegt og snúið mál sem ekki verður leyst með því að skjóta sendiboðann. Þótt brokkgeng séu leggja Píratar oft gott til málanna. Nú vilja þau bregðast við fleiri tíðindum úr tækniheimum. Vélmenni, vitvélar, flygildi og sjálfkeyrandi samgöngutæki munu fljótlega leysa af hólmi um helming starfa. Spurningarnar eru: Hvernig skiptum við auðnum þegar æ færri hendur skapa hann? Hvernig látum við daginn líða þegar störfin hverfa? Hver kaupir afurðina þegar launþegum fækkar? Hvernig drögum við fram lífið án atvinnu? Við þurfum að finna svörin og helst snúa þessu öllu okkur í vil. Hugverkaflækjan er bara toppurinn á ísjakanum. Pírötum stafar hætta af lukkuriddurum, sem vilja stökkva á vinsældavagninn. Þau hafa engar skyldur við þá. Framboð vina og kunningja er lýðræðislegt ef kjósandinn veit hvernig í pottinn er búið. Krafan er að við fáum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Æskilegt er að hópur vina og kunningja bjóði fram til þings og sveitarstjórna. Óháð framboð, sem tjalda til einnar nætur, gera stjórnmálin blæbrigðaríkari, hvort sem fulltrúar þeirra ná kjöri eða ekki. Besti flokkurinn er besta dæmið. Hann var trúverðugur af því hann var óháður. Við gengum að því vísu, að hann skuldaði engum neitt. Eins og Bandaríkjaforseti á öðru kjörtímabili, var hann frjáls á valdatíma sínum því hann vildi ekki endurkjör. Stíllinn fólst í góðum mannasiðum, tillitssemi og græskulausu háði. Grín slær vopnin úr höndum einstrengingslegra pólitíkusa. Þeir horfa á myndina af sjálfum sér í spéspeglinum, verða niðurlútir og hopa. Framboð af þessu tagi leysa stjórnmálaflokka ekki af hólmi. Margir liðsmenn flokkanna eru hreint ágætir pólitíkusar. Sum standa fyrir skilgreinda hagsmuni, sem sagðir eru sérhagsmunir í niðrandi tóni. En sérhagsmunir og almannahagsmunir fara iðulega saman. Sterk fyrirtæki geta borgað góð laun, góð laun skila miklu skattfé sem stendur undir rekstri góðs samfélags. Þetta er jafnvægislist. Lengi vel höfðu flokkarnir tangarhald á menningu og listum, réðu fjölmiðlum, bönkum, samtökum fyrirtækja og verkalýðshreyfingunni. Ítökin hafa minnkað. En nokkur fyrirtæki hafa illu heilli hert tökin á sínum flokkum. Metorðastigar flokkanna lúta reglum sem eru sniðnar að þeim sem mótast í valdakerfi þeirra. Byrja í ungliðahreyfingu eða háskólapólitík, fá starf í ráðuneyti eða flokksapparati og verða aðstoðarmenn ráðherra. Sumum er fleytt alla leið í ráðherrastól hratt og örugglega með næringarsnautt veganesti. Ekki má þó gera lítið úr reynslu af flokksstarfi. Þekking á refilstigum stjórnmálanna getur gagnast vel. En hjörðin verður einsleit ef öll fara í gegnum nálarauga flokksstarfs. Píratar eru boðberar válegra tíðinda af hugverkarétti. Það er grafalvarlegt og snúið mál sem ekki verður leyst með því að skjóta sendiboðann. Þótt brokkgeng séu leggja Píratar oft gott til málanna. Nú vilja þau bregðast við fleiri tíðindum úr tækniheimum. Vélmenni, vitvélar, flygildi og sjálfkeyrandi samgöngutæki munu fljótlega leysa af hólmi um helming starfa. Spurningarnar eru: Hvernig skiptum við auðnum þegar æ færri hendur skapa hann? Hvernig látum við daginn líða þegar störfin hverfa? Hver kaupir afurðina þegar launþegum fækkar? Hvernig drögum við fram lífið án atvinnu? Við þurfum að finna svörin og helst snúa þessu öllu okkur í vil. Hugverkaflækjan er bara toppurinn á ísjakanum. Pírötum stafar hætta af lukkuriddurum, sem vilja stökkva á vinsældavagninn. Þau hafa engar skyldur við þá. Framboð vina og kunningja er lýðræðislegt ef kjósandinn veit hvernig í pottinn er búið. Krafan er að við fáum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum.