„Nú kemur stríðið gangandi til okkar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2015 22:15 Gríðarlegur fjöldi flóttamanna streymir til Evrópu. Vísir/AFP „Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
„Ég skora á stjórnvöld að taka ákvörðun um komu flóttamanna án tafar. Verum manneskjur.“ Svo hljóðuðu auglýsingar, auk nafns þess sem keypti hana, sem hljómuðu á útvarpsrásum Ríkisútvarpsins í allan dag og hafa vakið athygli enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar kaupa svona margar auglýsingar í útvarpi. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur er í forsvari fyrir hópinn sem stóð á bakvið auglýsingarnar. „Þetta voru eitthvað í kringum 30 auglýsingar og eitthvað um 35 manns sem stóðu að þessu. Það eru svo 100 manns á bakvið okkur sem styðja framtakið,“ segir Elísabet í samtali við Vísi en hlusta má á auglýsingarnar neðst í fréttinni.Markmiðið að þrýsta á stjórnvöld til að taka á móti fleiri flóttamönnumAuglýsingarnar birtust í allan dag og Elísabet segir að markmiðið sé að ýta við stjórnvöldum til þess að taka á móti fleiri flóttamönnum en reiknað hefur verið með að undanförnu.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundurVísir/GVA„Markmiðið er að þrýsta á stjórnvöld. Við viljum hjálpa til og það er bara mannleysa sem gerir það ekki. Við ætlum að halda þessu áfram fram á föstudag en núna segir ríkisstjórnin að ákvörðun verði tekin fyrir helgi þannig að vonandi hefur ríkisstjórnin verið að hlusta á útvarpið í dag.“ Elísabet segir að útvarpið hafi orðið fyrir valinu enda sé það öflugur en vanmetinn miðill. Það að einstaklingar kaupi auglýsingar sem venjulega sé eingöngu gert af fyrirtækjum eða félagasamtökum séu sterk skilaboð. „Útvarpið er svo máttugur miðill sem gleymist oft. Það má kannski segja að þetta sé elsti samfélagsmiðillinn og þetta er svö öflugt. Það er rödd sem les þín eigin skilaboð. Það er ákveðinn máttur í því umfram hið ritaða orð.“Enginn geti verið hlutlaus í stríði Að sögn Elísabetar er mikilvægt að Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum en stjórnvöld hafa boðað og að Íslendingar, sem og mannkynið, hafi alltaf staðið sig best þegar hugsað sé stórt. Jafnframt segir hún að Íslendingar geti ekki falið sig bakvið hlutleysi þegar kemur að flóttamönnum, það sé hreinlega ekki í boði. „Það hefur alltaf skilað árangri á Íslandi að hugsa stórt. Þegar við færðum út landhelgina, þegar við söfnuðum fyrir geirfuglinum, þegar við komumst á EM. Þegar við setjum markið hátt ganga hlutirnir upp. Þá tengist maðurinn hinu besta í sjálfum sér. Það besta er alltaf með mestu orkuna. Þetta er stríð en venjulega eru þau svo langt í burtu. Nú kemur stríðið bara gangandi til okkar og það er enginn hlutlaus í stríði þegar börn og konur eru annarsvegar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir 30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21 Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
30 flóttabörn flutt í SOS Barnaþorp Til stendur að gefa 70 foreldralausum flóttabörnum til viðbótar ný heimili í barnaþorpum þar á næstu þremur mánuðum. 15. september 2015 12:21
Neyðarsöfnun UNICEF: Rúmar átta milljónir hafa safnast fyrir börn frá Sýrlandi Upphæðin bætist við þær 35 milljónir króna sem safnast hafa frá því að UNICEF á Íslandi hóf fyrstu neyðarsöfnun sína vegna átakanna í Sýrlandi. 15. september 2015 14:23