Hjörtur: Kassim Doumbia er svindlari | Sjáðu umræðuna um atvik gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 14:45 „Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
„Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01
Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13