Umfjöllun, viðtöl og einkunnir og myndir: Stjarnan - Fylkir 1-0 | Aukaspyrnumark Punyed nóg gegn slökum Fylkismönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum skrifar 14. september 2015 21:45 Vísir/anton Stjarnan skaust upp í sjötta sæti Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á Fylki í leik liðanna í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Pablo Punyed skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu er hann skoraði með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu. Fram að því hafði Stjarnan skapað sér hættuleg færi en ekki náð að nýta sér þau. Garðbæingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda og þrátt fyrir að hafa ekki bætt við virtust Fylkismenn aldrei líklegir til að skora jöfnunarmarkið, þrátt fyrir að hafa sett allt sitt púður í sóknarleikinn síðustu mínútur leiksins. Fylkir náði ekki skoti að marki í kvöld fyrr en í uppbótartíma sem segir sitt um framgöngu Árbæinga á Samsung-vellinum í kvöld. Fylkir situr eftir í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Árbæingar eru þó sjö stigum frá fallsæti. Það var því ekki að miklu að keppa fyrir liðin í kvöld, að minnsta kosti upp á stöðu liðanna í töflunni að gera. Samtals unnu þessi lið aðeins einn leik allan ágústmánuð og Stjörnumenn, sem eru enn ríkjandi Íslandsmeistarar, höfðu fyrir leikinn í kvöld unnið aðeins einn heimaleik í allt sumar. Bæði lið höfðu því talsvert að sanna fyrir sínum stuðningsmönnum enda upp á lítið annað að spila en stoltið. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að Stjörnumenn ætluðu að minna á sig en stjórnuðu leiknum af miklu öryggi.vísir/antonVeigar Páll Gunnarsson, Halldór Orri Björnsson og Guðjón Baldvinsson fengu allir góð færi áður en Ragnar Bragi Sveinsson gerði sig sekan um slæm mistök er hann braut á Guðjóni rétt utan teigs. Punyed kom svo Stjörnunni yfir með marki beint úr aukaspyrnunni með hnitmiðuðu skoti yfir varnarvegg Fylkismanna. Fylkismenn sýndu aðeins meiri baráttuvilja eftir að hafa lent undir en það gekk þó ekki betur en svo að Árbæingar gengu til búningsklefa án þess að hafa átt eina einustu marktilraun allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn stjórnuðu áfram ferðinni í síðari hálfleik og Þorri Geir Rúnarsson og Guðjón fengu báðir færi til að auka forystu Stjörnumanna. Fylkismenn náðu þó að halda sér inni í leiknum með naumindum en gerðu sig þó aldrei líklega til að jafna metin. Kraftleysið í sóknarleik Fylkismanna var algert í þessum leik, eins og sést á tölfræðinni. Árbæingar reyndu þó að setja smá baráttu í sinn leik á síðustu mínútunum og settu til að mynda Kristján Hauksson inn á í stöðu sóknarmanns auk þess sem að Tonci Radovinkovic spilaði í sókn í uppbótartímanum. Fylkismenn áttu tvö skot í lok leiksins en það var allt of sumt. Stjörnumenn, sem hefðu átt að gera út um leikinn mun fyrr, gerðu þó nóg og unnu kærkominn sigur á heimavelli sínum í annað skipti í sumar.vísir/antonHermann: Þetta var skammarlegt Þjálfari Fylkismanna fór ekki felur með að frammistaða sinna manna hafi valdið honum vonbrigðum í kvöld. „Það er í raun gaman að hafa náð að hanga inni í þessum leik. En þetta var heilt yfir fúlt og við erum betri en þetta - töluvert betri.“ „Stjarnan er með gott lið en við urðum undir í baráttunni í upphafi leiks og náðum aldrei að sýna okkar rétta andlit.“ Fylkismenn áttu ekki skot að marki fyrr en í uppbótartíma og Hermann segir að hans menn hafi einfaldlega verið hræddir. „Við vorum hræddir við að halda boltanum. Við náðum varla að spila okkur úr pressu og ef það gekk og fyrstu tvær sendingarnar gengu upp þá varð þriðja sendingin hörmung. Það þurfa að vera meiri gæði í okkar leik en við sýndum í kvöld.“ „Það var ekki fyrr en að við sendum turna fram í sóknina og þetta varð að háloftabolta að eitthvað fór að ganga hjá okkur.“ „En þetta var alls ekki nógu gott. Við komumst varla fram yfir miðju framan af leik og ég veit í raun ekki hvað maður getur sagt. Þetta var bara skammarlegt.“ Hann segir að hann vilji sjá kúvendingu á leik sinna manna í næsta leik. „Það verður ekkert líkt þessum leik, það er alveg á hreinu.“vísir/antonRúnar Páll: Léttir að hafa unnið Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fagnaði því vitanlega að hans menn komust á sigurbraut í kvöld. „Þetta var kærkominn sigur og léttir að hafa unnið leikinn. Frammistaðan var flott hjá drengjunum,“ sagði Rúnar Páll sem hefði vitanlega viljað skora fleiri mörk. „Það vantaði herslumuninn til þess. Það er erfitt að vera bara 1-0 yfir þegar þeir fóru að dæla boltanum fram hér í lokin. Við höfum áður brennt okkur á því og gott að hafa klárað leikinn með sigri.“ Hann segir að heilt yfir hafi spilamennska Stjörnunnar verið mjög góð. „Það var ró á boltanum og við náðum að spila vel úr vörninni, inn á miðjuna og út á kantana. Ég var mjög ánægður með það. Hugarfarið hjá leikmönnum var líka gott og strákarnir voru tilbúnir í þetta. Þeir vilja klára þetta mót með stæl.“ Hann segir að æfingar hafi gengið vel í landsleikjahlénu og að skilaboðin séu skýr fyrir síðustu þrjár umferðirnar. „Við ætlum að fá níu stig úr þeim leikjum. Það er ekkert öðruvísi.“vísir/antonVeigar Páll: Viljum enda mótið með stæl Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að sigurinn á Fylki í dag hafi minnt á spilamennsku liðsins í fyrra er Stjarnan tapaði ekki leik allt tímabilið og varð Íslandsmeistari. „Heilt yfir vorum við fastir fyrir í vörninni í dag og ég held að þeir hafi náð einu skoti á markið í dag. Þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Veigar Páll sem var í byrjunarliðinu í dag og lék fyrstu 70 mínúturnar. „Ég hef nú ekki fengið að spila mikið að undanförnu og maður var því hálf ryðgaður. En við vorum vel stemmdir fyrir leikinn eins og sást á okkur. Við spiluðum vel og spiluðum fótbolta eins og við gerðum í fyrra. Varnarleikurinn var góður og við unnum 1-0.“ Hann segir allir geri sér grein fyrir því að tímabilið hafi verið vonbrigði fyrir Stjörnuna. „Við höfum verið að spila langt undir getu, sérstaklega sem Íslandsmeistarar. En eins og staðan er núna erum við að eingöngu að hugsa um að enda mótið með stæl og var þetta fyrsti leikurinn í þeim pakka.“vísir/antonvísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Stjarnan skaust upp í sjötta sæti Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á Fylki í leik liðanna í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Pablo Punyed skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu er hann skoraði með laglegu skoti beint úr aukaspyrnu. Fram að því hafði Stjarnan skapað sér hættuleg færi en ekki náð að nýta sér þau. Garðbæingar stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda og þrátt fyrir að hafa ekki bætt við virtust Fylkismenn aldrei líklegir til að skora jöfnunarmarkið, þrátt fyrir að hafa sett allt sitt púður í sóknarleikinn síðustu mínútur leiksins. Fylkir náði ekki skoti að marki í kvöld fyrr en í uppbótartíma sem segir sitt um framgöngu Árbæinga á Samsung-vellinum í kvöld. Fylkir situr eftir í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Árbæingar eru þó sjö stigum frá fallsæti. Það var því ekki að miklu að keppa fyrir liðin í kvöld, að minnsta kosti upp á stöðu liðanna í töflunni að gera. Samtals unnu þessi lið aðeins einn leik allan ágústmánuð og Stjörnumenn, sem eru enn ríkjandi Íslandsmeistarar, höfðu fyrir leikinn í kvöld unnið aðeins einn heimaleik í allt sumar. Bæði lið höfðu því talsvert að sanna fyrir sínum stuðningsmönnum enda upp á lítið annað að spila en stoltið. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að Stjörnumenn ætluðu að minna á sig en stjórnuðu leiknum af miklu öryggi.vísir/antonVeigar Páll Gunnarsson, Halldór Orri Björnsson og Guðjón Baldvinsson fengu allir góð færi áður en Ragnar Bragi Sveinsson gerði sig sekan um slæm mistök er hann braut á Guðjóni rétt utan teigs. Punyed kom svo Stjörnunni yfir með marki beint úr aukaspyrnunni með hnitmiðuðu skoti yfir varnarvegg Fylkismanna. Fylkismenn sýndu aðeins meiri baráttuvilja eftir að hafa lent undir en það gekk þó ekki betur en svo að Árbæingar gengu til búningsklefa án þess að hafa átt eina einustu marktilraun allan fyrri hálfleikinn. Stjörnumenn stjórnuðu áfram ferðinni í síðari hálfleik og Þorri Geir Rúnarsson og Guðjón fengu báðir færi til að auka forystu Stjörnumanna. Fylkismenn náðu þó að halda sér inni í leiknum með naumindum en gerðu sig þó aldrei líklega til að jafna metin. Kraftleysið í sóknarleik Fylkismanna var algert í þessum leik, eins og sést á tölfræðinni. Árbæingar reyndu þó að setja smá baráttu í sinn leik á síðustu mínútunum og settu til að mynda Kristján Hauksson inn á í stöðu sóknarmanns auk þess sem að Tonci Radovinkovic spilaði í sókn í uppbótartímanum. Fylkismenn áttu tvö skot í lok leiksins en það var allt of sumt. Stjörnumenn, sem hefðu átt að gera út um leikinn mun fyrr, gerðu þó nóg og unnu kærkominn sigur á heimavelli sínum í annað skipti í sumar.vísir/antonHermann: Þetta var skammarlegt Þjálfari Fylkismanna fór ekki felur með að frammistaða sinna manna hafi valdið honum vonbrigðum í kvöld. „Það er í raun gaman að hafa náð að hanga inni í þessum leik. En þetta var heilt yfir fúlt og við erum betri en þetta - töluvert betri.“ „Stjarnan er með gott lið en við urðum undir í baráttunni í upphafi leiks og náðum aldrei að sýna okkar rétta andlit.“ Fylkismenn áttu ekki skot að marki fyrr en í uppbótartíma og Hermann segir að hans menn hafi einfaldlega verið hræddir. „Við vorum hræddir við að halda boltanum. Við náðum varla að spila okkur úr pressu og ef það gekk og fyrstu tvær sendingarnar gengu upp þá varð þriðja sendingin hörmung. Það þurfa að vera meiri gæði í okkar leik en við sýndum í kvöld.“ „Það var ekki fyrr en að við sendum turna fram í sóknina og þetta varð að háloftabolta að eitthvað fór að ganga hjá okkur.“ „En þetta var alls ekki nógu gott. Við komumst varla fram yfir miðju framan af leik og ég veit í raun ekki hvað maður getur sagt. Þetta var bara skammarlegt.“ Hann segir að hann vilji sjá kúvendingu á leik sinna manna í næsta leik. „Það verður ekkert líkt þessum leik, það er alveg á hreinu.“vísir/antonRúnar Páll: Léttir að hafa unnið Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fagnaði því vitanlega að hans menn komust á sigurbraut í kvöld. „Þetta var kærkominn sigur og léttir að hafa unnið leikinn. Frammistaðan var flott hjá drengjunum,“ sagði Rúnar Páll sem hefði vitanlega viljað skora fleiri mörk. „Það vantaði herslumuninn til þess. Það er erfitt að vera bara 1-0 yfir þegar þeir fóru að dæla boltanum fram hér í lokin. Við höfum áður brennt okkur á því og gott að hafa klárað leikinn með sigri.“ Hann segir að heilt yfir hafi spilamennska Stjörnunnar verið mjög góð. „Það var ró á boltanum og við náðum að spila vel úr vörninni, inn á miðjuna og út á kantana. Ég var mjög ánægður með það. Hugarfarið hjá leikmönnum var líka gott og strákarnir voru tilbúnir í þetta. Þeir vilja klára þetta mót með stæl.“ Hann segir að æfingar hafi gengið vel í landsleikjahlénu og að skilaboðin séu skýr fyrir síðustu þrjár umferðirnar. „Við ætlum að fá níu stig úr þeim leikjum. Það er ekkert öðruvísi.“vísir/antonVeigar Páll: Viljum enda mótið með stæl Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að sigurinn á Fylki í dag hafi minnt á spilamennsku liðsins í fyrra er Stjarnan tapaði ekki leik allt tímabilið og varð Íslandsmeistari. „Heilt yfir vorum við fastir fyrir í vörninni í dag og ég held að þeir hafi náð einu skoti á markið í dag. Þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Veigar Páll sem var í byrjunarliðinu í dag og lék fyrstu 70 mínúturnar. „Ég hef nú ekki fengið að spila mikið að undanförnu og maður var því hálf ryðgaður. En við vorum vel stemmdir fyrir leikinn eins og sást á okkur. Við spiluðum vel og spiluðum fótbolta eins og við gerðum í fyrra. Varnarleikurinn var góður og við unnum 1-0.“ Hann segir allir geri sér grein fyrir því að tímabilið hafi verið vonbrigði fyrir Stjörnuna. „Við höfum verið að spila langt undir getu, sérstaklega sem Íslandsmeistarar. En eins og staðan er núna erum við að eingöngu að hugsa um að enda mótið með stæl og var þetta fyrsti leikurinn í þeim pakka.“vísir/antonvísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira