Lagadeildin lokuð? Ólafur Stephensen skrifar 9. október 2015 09:52 Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að mikil röskun verði á kennslu í Háskóla Íslands, komi til verkfalls SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Mbl.is segir frá því að nemendum hafi borizt tölvupóstur frá rektor háskólans, þar sem fram komi að hefðbundin kennsla geti ekki farið fram, komi til verkfalls, þar sem þá verði kennslustofur læstar og hús háskólans sem ekki hafa sjálfvirka rafræna opnun verði ekki opnuð. Í frétt Vísis er haft eftir yfirmanni rekstrar bygginga HÍ að það sé verkfallsbrot aðganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verði aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sjái um að opna hana. Þessi fyrirvaralausa afstaða stjórnenda Háskólans, um að háskólabyggingarnar verði lokaðar komi til verkfalls, kemur á óvart. Það er almenn regla í vinnurétti að stjórnendum fyrirtækja og stofnana er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna þótt til verkfalls komi. Einn þeirra lykildóma, sem staðfest hafa þá reglu, er einmitt dómur í máli Háskóla Íslands gegn BSRB. Dómurinn sem um ræðir féll árið 1986 og fjallar um algjörlega sambærilegar aðstæður og nú stefnir í. SFR fór í verkfall ásamt öðrum félögum í BSRB hinn 4. október 1984. Umsjónarmenn bygginga HÍ voru á meðal þeirra sem voru í verkfalli. Að morgni þess dags gekk Guðmundur Magnússon, þáverandi rektor háskólans, í störf húsvarðanna og opnaði háskólabyggingarnar. Þegar nemendur og kennarar komu til starfa um morguninn voru húsin opin, en verkfallsverðir BSRB stóðu fyrir dyrum og meinuðu fólki inngöngu. Í framhaldinu stefndi Háskólinn BSRB og krafðist bóta vegna ólögmætrar verkfallsvörzlu. BSRB var sýknað í héraðsdómi, en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Í dómi Hæstaréttar 1986:1206 segir: „Rektor Háskóla Íslands er yfirmaður stjórnsýslu skólans, samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um Háskóla Íslands nr. 77/1979. Hvorki stóðu ákvæði laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja né ákvæði laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 eða aðrar réttarreglur í vegi fyrir því að honum væri heimilt að opna hús háskólans, svo að fullnægt yrði þar lögbundinni starfrækslu samkvæmt 1. grein laga nr. 77/1979, enda þótt hafið væri allsherjarverkfall stefnda [BSRB]. Ágreiningslaust er, að kennslu þá, sem hér um ræðir, skyldu kennarar, er stóðu utan samtaka stefnda, inna af hendi. Aðgerðir á vegum stefnda til að koma í veg fyrir aðgang nemenda og kennara að húsakynnum háskólans og hindra þannig lögboðna kennslu voru því ólögmætar. Ber stefndi af þeim sökum fébótaábyrgð á því tjóni er áfrýjandi varð fyrir.“ Eins og áður sagði er þessi dómur eitt af lykilfordæmum íslenzks vinnuréttar og stendur óhaggaður sem slíkur; meðal annars er vitnað til hans á vef Alþýðusambands Íslands þar sem fjallað er um lögmæti verkfallsvörzlu. Gott væri að rektor Háskóla Íslands svaraði því hvers vegna hann hyggst ekki láta reyna á rétt sinn sem vinnuveitanda til að ganga í störf undirmanna þegar hann hefur jafntraustan lagalegan grunn undir fótum og raun ber vitni. Hann hlýtur að skulda á annan tug þúsunda nemenda skýringar á því af hverju ekki á að fylgja þessu skýra fordæmi Hæstaréttar Íslands til að tryggja þeim þá kennslu sem þeir eiga rétt á.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun