Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 11:23 Skaftárhlaupið nú er það stærsta sem sögur fara af síðan mælingar hófust árið 1955. vísir/villi Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09