Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 12:00 Þorsteinn Pálsson. Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira