Hamingja fyrir byrjendur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. október 2015 10:30 Bækur LAUSNIN Höfundur: Eva Magnúsdóttir Mál og menning Ísafoldarprentsmiðja 335 bls. Kápumynd: Eyþór Páll Eyþórsson Kápuhönnun: Ingibjörg Sigurðardóttir Lísa er óhamingjusöm. Hún er nýskilin og finnur enga gleði í fallega heimilinu sínu, eftirsóknarverða starfinu eða öllum fallegu fylgihlutunum. Vinir hennar eru allir meira eða minna á kafi í sjálfum sér og hún er einmana. Hún er löngu búin að lesa allar sjálfshjálparbækurnar, fara í hugrænu atferlismeðferðina og er meira að segja hætt að nenna að fara út að skemmta sér heldur situr ein heima með tölvuna í fanginu og horfir á sjónvarpsþætti sem skilja ekkert eftir sig. Og þá sér hún auglýsingu þar sem fyrirtækið Lausnin býður þeim sem eru búnir að prófa allt til að finna hamingjuna eitt tækifæri í viðbót? Við fylgjumst með leit Lísu að hamingjunni sem hún man aldrei eftir að hafa upplifað, hvernig hún smám saman missir tök á lífi sínu og fær annað sjónarhorn á það sem hún hefur fram að því ekki talið til lífsgæða. Höfuðborgarsvæðið birtist í sögunni í takt við líðan Lísu og einnig er sagan krydduð raunverulegum persónum og atburðum úr nánasta samtíma sem gera sögusviðið trúverðugt þótt hún gæti í raun gerst hvar sem er í heiminum. Þetta er fyrsta bók höfundar og skemmtilega skrifuð og söguþráðurinn heldur lesandanum við efnið. Glettnislegar sögur um lífsreynslu og lífssýn ungra kvenna í stórborgum sem leita hamingjunnar í frumskógi neysluhyggju og sjálfsefa eru stundum settar undir tegundaheitið „stelpubækur“ („chick lit“). Þessi bók passar ágætlega undir þann hatt og mörg stíleinkenni slíkra bóka ýkt á meðvitaðan hátt. Grínið er ekki langt undan og aðalpersónan er ósköp ágæt þótt hún geti verið pirrandi og sjálfhverf í leit sinni að óskilgreindri en stjórnarskrárvarinni hamingjunni. Höfundur hefur gott vald á stíl stelpubókanna og persónusköpun, enda minnir Lísa um nokkuð á Carrie Bradshaw í Beðmál í borginni og hina seinheppnu en krúttlegu Bridget Jones. Ýmsum er uppsigað við bókmenntategundarheitið stelpubækur og finnst það smætta tilraunir ungra kvenna til að tjá upplifun sína af lífinu og þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra. Gallinn við margar þeirra bóka sem eru skrifaðar inn í þessa bókmenntategund er hins vegar sá að þær eru oftar en ekki einmitt lýsingar á því hvernig svona stelpur/konur eiga að vilja vera, frekar en hvernig þær raunverulega eru. Lýsingarnar á lífi þeirra eru fjarri þeim sögum sem ungar konur segja af sér í raunveruleikanum, hvort sem er í fjölmiðlum eða netinu, heldur eiga meira sameiginlegt með ævintýrum úr tvívíðum tískublaðaheimi. Sá nöturlegi raunveruleiki sem Lísa horfist í augu við um skamma hríð í bókinni veltir upp ýmsum miður fallegum flötum á samfélaginu sem við búum í, en þeim spurningum sem vakna hjá lesandanum og ættu að vakna hjá aðalsöguhetjunni er snyrtilega ýtt burtu í lokin og lítið dvalið við þær frekar. Bókin virðist þar af leiðandi fyrst og fremst hugsuð sem skemmtiefni og þótt hún snerti á alvarlegum og knýjandi málum eru þau afgreidd á næstum of kæruleysislegan hátt. Þó má líka lesa hana sem gagnrýni á þessa bókmenntagrein og hinar einföldu ævintýralausnir sem þar er stundum boðið upp á og lesandinn verður eiginlega að ákveða sjálfur hvaða nesti hann fer með að lestri loknum.Niðurstaða: Skemmtileg bók um dekurrófu sem leitar hamingjunnar en átti alveg innistæðu fyrir því að fylgja eftir góðum sprettum og fara dýpra. Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur LAUSNIN Höfundur: Eva Magnúsdóttir Mál og menning Ísafoldarprentsmiðja 335 bls. Kápumynd: Eyþór Páll Eyþórsson Kápuhönnun: Ingibjörg Sigurðardóttir Lísa er óhamingjusöm. Hún er nýskilin og finnur enga gleði í fallega heimilinu sínu, eftirsóknarverða starfinu eða öllum fallegu fylgihlutunum. Vinir hennar eru allir meira eða minna á kafi í sjálfum sér og hún er einmana. Hún er löngu búin að lesa allar sjálfshjálparbækurnar, fara í hugrænu atferlismeðferðina og er meira að segja hætt að nenna að fara út að skemmta sér heldur situr ein heima með tölvuna í fanginu og horfir á sjónvarpsþætti sem skilja ekkert eftir sig. Og þá sér hún auglýsingu þar sem fyrirtækið Lausnin býður þeim sem eru búnir að prófa allt til að finna hamingjuna eitt tækifæri í viðbót? Við fylgjumst með leit Lísu að hamingjunni sem hún man aldrei eftir að hafa upplifað, hvernig hún smám saman missir tök á lífi sínu og fær annað sjónarhorn á það sem hún hefur fram að því ekki talið til lífsgæða. Höfuðborgarsvæðið birtist í sögunni í takt við líðan Lísu og einnig er sagan krydduð raunverulegum persónum og atburðum úr nánasta samtíma sem gera sögusviðið trúverðugt þótt hún gæti í raun gerst hvar sem er í heiminum. Þetta er fyrsta bók höfundar og skemmtilega skrifuð og söguþráðurinn heldur lesandanum við efnið. Glettnislegar sögur um lífsreynslu og lífssýn ungra kvenna í stórborgum sem leita hamingjunnar í frumskógi neysluhyggju og sjálfsefa eru stundum settar undir tegundaheitið „stelpubækur“ („chick lit“). Þessi bók passar ágætlega undir þann hatt og mörg stíleinkenni slíkra bóka ýkt á meðvitaðan hátt. Grínið er ekki langt undan og aðalpersónan er ósköp ágæt þótt hún geti verið pirrandi og sjálfhverf í leit sinni að óskilgreindri en stjórnarskrárvarinni hamingjunni. Höfundur hefur gott vald á stíl stelpubókanna og persónusköpun, enda minnir Lísa um nokkuð á Carrie Bradshaw í Beðmál í borginni og hina seinheppnu en krúttlegu Bridget Jones. Ýmsum er uppsigað við bókmenntategundarheitið stelpubækur og finnst það smætta tilraunir ungra kvenna til að tjá upplifun sína af lífinu og þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra. Gallinn við margar þeirra bóka sem eru skrifaðar inn í þessa bókmenntategund er hins vegar sá að þær eru oftar en ekki einmitt lýsingar á því hvernig svona stelpur/konur eiga að vilja vera, frekar en hvernig þær raunverulega eru. Lýsingarnar á lífi þeirra eru fjarri þeim sögum sem ungar konur segja af sér í raunveruleikanum, hvort sem er í fjölmiðlum eða netinu, heldur eiga meira sameiginlegt með ævintýrum úr tvívíðum tískublaðaheimi. Sá nöturlegi raunveruleiki sem Lísa horfist í augu við um skamma hríð í bókinni veltir upp ýmsum miður fallegum flötum á samfélaginu sem við búum í, en þeim spurningum sem vakna hjá lesandanum og ættu að vakna hjá aðalsöguhetjunni er snyrtilega ýtt burtu í lokin og lítið dvalið við þær frekar. Bókin virðist þar af leiðandi fyrst og fremst hugsuð sem skemmtiefni og þótt hún snerti á alvarlegum og knýjandi málum eru þau afgreidd á næstum of kæruleysislegan hátt. Þó má líka lesa hana sem gagnrýni á þessa bókmenntagrein og hinar einföldu ævintýralausnir sem þar er stundum boðið upp á og lesandinn verður eiginlega að ákveða sjálfur hvaða nesti hann fer með að lestri loknum.Niðurstaða: Skemmtileg bók um dekurrófu sem leitar hamingjunnar en átti alveg innistæðu fyrir því að fylgja eftir góðum sprettum og fara dýpra.
Bókmenntir Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira