Grátleg örlög ofurbíls Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 15:28 Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent
Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent