Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:01 Jón Daði kom aftur inn í liðið eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21