Yamaha kynnir bíl í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 09:20 Yamaha Sports Ride. Autoblog Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent
Margt forvitnilegra bíla má nú líta augum á bílasýningunni í Tókýó. Fæstir áttu þó von á því að sjá bíl frá mótorhjólaframleiðandanum Yamaha, en sú er nú samt raunin og er þetta fyrsti bíllinn sem Yamaha hefur kynnt almenningi. Bíllinn hefur fengið nafnið Sports Ride, er afar lítill, eða á við Mazda MX-5 Miata og vegur aðeins 750 kíló. Að innan er bíllinn einkar einfaldur að sjá og minnir í því tilliti á Lotus bíla eða Alfa Romeo 4C. Ef til vill er það vegna þess að bíllinn er aðallega hugsaður sem gott ökutæki en ekki lúxusbíll. Ekki fylgdu neinar upplýsingar frá Yamaha um hvort þessi bíll færi í framleiðslu, né heldur hvernig drifrás er í bílnum. Hvort þar sé að finna vél úr einu mótorhjóla Yamaha eða hefbundin bílvél, er ekki ljóst. Hann var hannaður algerlega innanhúss hjá Yamaha og segja má um útlit bílsins að hann líti út sem smækkuð mynd af ofurbíl. Ekki slæm byrjun hjá Yamaha inná bílamarkaðinn. Yamaha Sports Ride er aðeins tveggja sæta.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent