Gunnar: Samkeppni er öllum holl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2015 06:00 Færeyingurinn Gunnar Nielsen er afar kátur með að vera kominn í Krikann þar sem hann ætlar sér að verða aðalmarkvörður liðsins. fréttablaðið/stefán „Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Ég sagði Stjörnunni frá minni ákvörðun að fara fyrir nokkrum dögum síðan. Þegar FH hafði samband gengu hlutirnir fljótt fyrir sig og ég er mjög spenntur að vera kominn hingað,“ segir Færeyingurinn Gunnar Nielsen sem skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara FH. FH tilkynnti einnig í gær að varnarmaðurinn Kassim Doumbia hefði framlengt við félagið til tveggja ára og að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hefði skrifað undir nýjan þriggja ára samning. Nielsen kemur til félagsins frá Stjörnunni þar sem hann lék vel síðasta sumar. Færeyingurinn er þrautreyndur markvörður. Orðinn 29 ára gamall og var meðal annars á mála hjá Man. City í þrjú ár. „Ég var með nokkra möguleika í stöðunni. Bæði frá íslenskum liðum sem og erlendum. Ég hef prófað ýmislegt erlendis og ætlaði ekki að segja já við hverju sem er. FH er gott félag og ég er mjög ánægður með að hafa samið við FH.“ Er Gunnar tilkynnti að hann væri á förum frá Stjörnunni talaði hann afar fallega um félagið. Af hverju var hann þá að fara í FH? Fær hann betri samning þar? „Í fótbolta þarf að skoða tilboðin sem eru á borðinu. Bæði hvað varðar fótboltann og fjármálin. Ég held að allir geti verið sammála um að FH er líklega stærsta félagið á Íslandi í dag. Það var mjög freistandi að koma hingað, berjast um titilinn og vonandi gera það líka gott í Evrópukeppninni. Allur pakkinn var heillandi og ég hef ekkert á móti Stjörnunni og þetta var bara ákvörðun sem knattspyrnumaður þurfti að taka. Ég naut tímans þar og aðskilnaður þarf ekki alltaf að vera á slæmum nótum.“ Það verður væntanlega samkeppni um markvarðarstöðuna þar sem FH segist vera nálægt því að semja við Róbert Örn Óskarsson sem hefur staðið á milli stanganna hjá félaginu síðustu árin. „Ég hef verið hjá stórum félögum og veit allt um samkeppni. Hún er hluti af íþróttinni. Ef hann verður áfram þá vonandi náum við að vinna vel saman. Ég er klár í samkeppni. Mitt hlutverk er bara að hugsa vel um sjálfan mig og leggja mig fram.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum í góðu skapi. Kominn með nýjan markvörð og tveir lykilmenn búnir að framlengja við félagið. „Við töldum vera þörf á því að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Það er samkeppni um aðrar stöður hjá FH og við viljum hafa það líka í þessari stöðu. Gunnar var á lausu og mér fannst hann standa sig vel hjá Stjörnunni,“ segir Heimir en hann vill halda Róberti Erni hjá félaginu. Hann þvertekur fyrir að þessi nýjasta viðbót sé vantraustsyfirlýsing í garð Róberts. „Ef það er ekki samkeppni þá eiga leikmenn það til að slappa aðeins af. Sama í hvaða stöðu það er. Samkeppni er öllum holl.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira