Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 23-17 | Íris Björk fór á kostum í sannfærandi sigri Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. október 2015 16:45 Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu. vísir/stefán Grótta vann sannfærandi 23-17 sigur á Val í 7. umferð Olís-deild kvenna í dag en eftir jafnræði í fyrri hálfleik hertu Gróttukonur einfaldlega skrúfuna í varnarleiknum í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Gróttukonur voru með fullt hús stiga fyrir leik dagsins en Valsliðið hafði aðeins tapað einum leik af sex. Liðin mættust í Meistarakeppni HSÍ í upphafi september og unnu Gróttukonur þá sannfærandi átta marka sigur. Það sást strax á fyrstu mínútu leiksins að Valskonur ætluðu ekki að fá annan skell og mættu þær ákveðnar til leiks. Skiptust liðin á mörkum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en þá tók við góður kafli Valsliðsins eftir leikhlé sem þjálfari liðsins tók. Komu þá fimm Valsmörk í röð gegn aðeins einu marki frá Gróttu og Valsliðið leiddi skyndilega með tveimur mörkum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Gróttu til lífsins en þær skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í hálfleik, 10-9. Leikmenn Gróttu hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og juku muninn upp í fimm mörk á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Gekk ekkert í sóknarleik Valsliðsins og náðu Gróttukonur að nýta sér það vel. Gróttukonur settu einfaldlega í lás í varnarleiknum og fyrir aftan þær var Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu í miklu stuði. Þrátt fyrir að Grótta hefði í þrígang misst leikmann af velli í seinni hálfleik tókst þeim að auka muninn eftir því sem leið á hálfleikinn. Lauk leiknum með öruggum sex marka sigri Gróttu en þær geta þakkað góðum varnarleik og markverði sínum, Írisi Björk fyrir sigurinn. Tókst Valskonum aðeins að skora átta mörk í seinni hálfleik, flest þeirra undir lokinn þegar sigurinn var í höfn og gerði það að lokum útslagið. Í liði Gróttu voru Eva Björk Davíðsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæstar með fimm mörk en í Valsliðinu var það Kristín Guðmundsdóttir sem var atkvæðamest með fjögur mörk. Í markinu hjá Gróttu átti Íris Björk Símonardóttir stórleik með 20 varða bolta, alls 53% markvörslu en í marki Valsliðsins átti Berglind góðan dag með 11 varða bolta (32%). Íris: Ótrúlegt að við höfum leitt í hálfleik„Þetta var sannfærandi að lokum eftir erfiðan fyrri hálfleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, sátt að leikslokum eftir sex marka sigur á Val í Olís-deild kvenna í dag. „Fyrri hálfleikurinn var ansi jafn, allt í járnum en okkur tókst sem betur fer að sigla þessu heim í seinni hálfleik.“ Grótta var 10-9 yfir að loknum fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að hafa tapað 15 boltum í hálfleiknum. „Þetta var kaflaskipt, við vorum ekki á nótunum í upphafi og duttum aftur niður um tíma um miðbik hálfleiksins. Þetta hefur einkennt okkur í upphafi móts og okkur vantar að koma með meiri stöðugleika.“ Vörn liðsins var stórkostleg framan af í seinni hálfleik og skapaði sigurinn. „Við töluðum um að laga sóknarleikinn í hálfleiknum, hætta að tapa boltanum svona mikið og reyna að halda áfram að spila okkar vörn. Það er eiginlega ótrúlegt að við höfum leitt í hálfleik en ekki fimm mörkum undir.“ Íris átti sjálf stórleik í markinu. „Mér gekk vel enda var vörnin að standa sig vel. Þetta helst alltaf í hendur, það er gamla tuggan.“ Kristín: Fórum á hælana í fimm mínútur í seinni hálfleik„Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis, á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu þær út um leikinn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í dag. „Á móti svona liði máttu ekki missa þær svona fram úr þér, þá ertu endalaust í eltingarleik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis, hvort það var eitthvað eitt eða hvað það var. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik.“ Valskonur héldu í við Gróttu í 55 mínútur í leiknum en Grótta náði fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt því fram að lokaflautinu. „Þær ná fimm marka forskoti strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var þetta bara jafnt. Þær voru að gera fullt af varnarmistökum og fá tvær mínútur eins og við. Við áttum ágætis rispur í sókninni og gerðum ekki margt rangt í þessum leik að mínu mati,“ sagði Kristín sem sá jákvæða punkta. „Ég er svekkt að tapa þessum leik en við fórum inn í þetta til að gera okkar besta og sjá hvert það kæmi okkur. Við vorum nálægt því að taka þetta, við spiluðum frábæra vörn en fórum á hælana í fimm mínútur. Ég held að við komum ágætlega sáttar úr þessum leik, eins skrýtið og það hljómar eftir tapleik.“ Framundan eru leikir gegn Selfoss og ÍBV og sagðist Kristín vonast til þess að liðið hefði lært af leiknum í dag. „Við ætluðum að nota þennan leik í að æfa fullt af hlutum fyrir framhaldið. Það eru stórir leikir framundan gegn Selfoss og ÍBV og við viljum halda okkur við toppsætin. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessu verkefni.“ Anna Úrsúla: Erum ekki að nýta okkur hversu góð vörnin er„Við vorum ekki upp á okkar besta en sem betur fer náðum við að hafa þetta með góðum varnarleik,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, sátt að leikslokum. „Við erum ekki að nýta okkur hversu góð vörnin okkar er. Sóknin okkar var ekki nægilega góð og við erum ekki að fá nægilega mörg hraðaupphlaup, við töpuðum of mörgum boltum í hraðaupphlaupstilraunum í dag.“ Anna kunni ekki skýringu á því afhverju liðið hefði tapað fimmtán boltum í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki pirraðar á þessu. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við vissum að við þyrftum bara að einbeita okkur betur. Við náðum að jafna okkur á þessu í hálfleik og taka þetta.“ „Það var mjög gott að fá þetta í upphafi seinni hálfleiks því þá fundum við að við gátum þetta alveg. Þetta var bara spurning um hausað og hjartað því þú getur ekki mætt í leik gegn Val af hálfum huga,“ sagði Anna sem mætti sínum gömlu félögum í dag. „Það er alltaf mjög gaman og mjög erfitt en mjög gaman. Það er gaman að taka þessa leiki, sérstaklega með stuðning eins og við fáum á heimavelli.“ Íris Björk átti stórleik í markinu og var Anna ánægð með hennar framlag. „Hún er búin að vera að verja eins og berserkur undanfarnar vikur og hún er alltaf í hörku stuði.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Grótta vann sannfærandi 23-17 sigur á Val í 7. umferð Olís-deild kvenna í dag en eftir jafnræði í fyrri hálfleik hertu Gróttukonur einfaldlega skrúfuna í varnarleiknum í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Gróttukonur voru með fullt hús stiga fyrir leik dagsins en Valsliðið hafði aðeins tapað einum leik af sex. Liðin mættust í Meistarakeppni HSÍ í upphafi september og unnu Gróttukonur þá sannfærandi átta marka sigur. Það sást strax á fyrstu mínútu leiksins að Valskonur ætluðu ekki að fá annan skell og mættu þær ákveðnar til leiks. Skiptust liðin á mörkum fyrstu fimmtán mínútur leiksins en þá tók við góður kafli Valsliðsins eftir leikhlé sem þjálfari liðsins tók. Komu þá fimm Valsmörk í röð gegn aðeins einu marki frá Gróttu og Valsliðið leiddi skyndilega með tveimur mörkum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Gróttu til lífsins en þær skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í hálfleik, 10-9. Leikmenn Gróttu hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og juku muninn upp í fimm mörk á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Gekk ekkert í sóknarleik Valsliðsins og náðu Gróttukonur að nýta sér það vel. Gróttukonur settu einfaldlega í lás í varnarleiknum og fyrir aftan þær var Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu í miklu stuði. Þrátt fyrir að Grótta hefði í þrígang misst leikmann af velli í seinni hálfleik tókst þeim að auka muninn eftir því sem leið á hálfleikinn. Lauk leiknum með öruggum sex marka sigri Gróttu en þær geta þakkað góðum varnarleik og markverði sínum, Írisi Björk fyrir sigurinn. Tókst Valskonum aðeins að skora átta mörk í seinni hálfleik, flest þeirra undir lokinn þegar sigurinn var í höfn og gerði það að lokum útslagið. Í liði Gróttu voru Eva Björk Davíðsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæstar með fimm mörk en í Valsliðinu var það Kristín Guðmundsdóttir sem var atkvæðamest með fjögur mörk. Í markinu hjá Gróttu átti Íris Björk Símonardóttir stórleik með 20 varða bolta, alls 53% markvörslu en í marki Valsliðsins átti Berglind góðan dag með 11 varða bolta (32%). Íris: Ótrúlegt að við höfum leitt í hálfleik„Þetta var sannfærandi að lokum eftir erfiðan fyrri hálfleik,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, sátt að leikslokum eftir sex marka sigur á Val í Olís-deild kvenna í dag. „Fyrri hálfleikurinn var ansi jafn, allt í járnum en okkur tókst sem betur fer að sigla þessu heim í seinni hálfleik.“ Grótta var 10-9 yfir að loknum fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að hafa tapað 15 boltum í hálfleiknum. „Þetta var kaflaskipt, við vorum ekki á nótunum í upphafi og duttum aftur niður um tíma um miðbik hálfleiksins. Þetta hefur einkennt okkur í upphafi móts og okkur vantar að koma með meiri stöðugleika.“ Vörn liðsins var stórkostleg framan af í seinni hálfleik og skapaði sigurinn. „Við töluðum um að laga sóknarleikinn í hálfleiknum, hætta að tapa boltanum svona mikið og reyna að halda áfram að spila okkar vörn. Það er eiginlega ótrúlegt að við höfum leitt í hálfleik en ekki fimm mörkum undir.“ Íris átti sjálf stórleik í markinu. „Mér gekk vel enda var vörnin að standa sig vel. Þetta helst alltaf í hendur, það er gamla tuggan.“ Kristín: Fórum á hælana í fimm mínútur í seinni hálfleik„Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis, á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu þær út um leikinn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í dag. „Á móti svona liði máttu ekki missa þær svona fram úr þér, þá ertu endalaust í eltingarleik. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis, hvort það var eitthvað eitt eða hvað það var. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik.“ Valskonur héldu í við Gróttu í 55 mínútur í leiknum en Grótta náði fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og hélt því fram að lokaflautinu. „Þær ná fimm marka forskoti strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var þetta bara jafnt. Þær voru að gera fullt af varnarmistökum og fá tvær mínútur eins og við. Við áttum ágætis rispur í sókninni og gerðum ekki margt rangt í þessum leik að mínu mati,“ sagði Kristín sem sá jákvæða punkta. „Ég er svekkt að tapa þessum leik en við fórum inn í þetta til að gera okkar besta og sjá hvert það kæmi okkur. Við vorum nálægt því að taka þetta, við spiluðum frábæra vörn en fórum á hælana í fimm mínútur. Ég held að við komum ágætlega sáttar úr þessum leik, eins skrýtið og það hljómar eftir tapleik.“ Framundan eru leikir gegn Selfoss og ÍBV og sagðist Kristín vonast til þess að liðið hefði lært af leiknum í dag. „Við ætluðum að nota þennan leik í að æfa fullt af hlutum fyrir framhaldið. Það eru stórir leikir framundan gegn Selfoss og ÍBV og við viljum halda okkur við toppsætin. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessu verkefni.“ Anna Úrsúla: Erum ekki að nýta okkur hversu góð vörnin er„Við vorum ekki upp á okkar besta en sem betur fer náðum við að hafa þetta með góðum varnarleik,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu, sátt að leikslokum. „Við erum ekki að nýta okkur hversu góð vörnin okkar er. Sóknin okkar var ekki nægilega góð og við erum ekki að fá nægilega mörg hraðaupphlaup, við töpuðum of mörgum boltum í hraðaupphlaupstilraunum í dag.“ Anna kunni ekki skýringu á því afhverju liðið hefði tapað fimmtán boltum í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki pirraðar á þessu. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við vissum að við þyrftum bara að einbeita okkur betur. Við náðum að jafna okkur á þessu í hálfleik og taka þetta.“ „Það var mjög gott að fá þetta í upphafi seinni hálfleiks því þá fundum við að við gátum þetta alveg. Þetta var bara spurning um hausað og hjartað því þú getur ekki mætt í leik gegn Val af hálfum huga,“ sagði Anna sem mætti sínum gömlu félögum í dag. „Það er alltaf mjög gaman og mjög erfitt en mjög gaman. Það er gaman að taka þessa leiki, sérstaklega með stuðning eins og við fáum á heimavelli.“ Íris Björk átti stórleik í markinu og var Anna ánægð með hennar framlag. „Hún er búin að vera að verja eins og berserkur undanfarnar vikur og hún er alltaf í hörku stuði.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira