Grátt í höllinni Birta Björnsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel. Við höfum allavega eitt víti til varnaðar varðandi aðbúnaðinn. Sama hvað bíður hinna verðandi landsmanna verðum við allavega að ganga úr skugga um að það verði ekki sama ömurðin og beið ungs fransks manns sem flutti til Danmerkur upp úr miðri síðustu öld. Sá giftist danskri konu og starfs hennar vegna halda þau heimili í Danmörku. Þá hófst misréttið. Það væsti svo sem ekki um manninn, hann átti til hnífs og skeiðar og vel það. Gat haldið áfram að rækta vínviðinn sinn og elda góðan mat. Og ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af útgjöldum, því danska þjóðin sá um að greiða þau. Maðurinn er hans konunglega tign Hinrik, prins af Danmörku, titill sem stingur í augun því hann hefur alla tíð átt þá ósk heitasta að fá að vera kóngur. Að vera þriðji í virðingarröðinni á eftir eiginkonu sinni, drottningunni, og elsta syni er meira en hann getur þolað og hefur undanfarna áratugi sniðgengið ýmsa viðburði tengda konungsfjölskyldunni til að vekja máls á þessu misrétti. Því Hinrik má eiga það að hann gefst ekki upp. Með mannlaust bakland rýkur okkar maður reglulega á vínekru sína í Frakklandi í fússi, með skeifu niður á herðar og íhugar stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar. Ekki skal gera lítið úr baráttuþreki nokkurs manns og öll eigum við okkar markmið og drauma. Á meðan ég óska Hinriki alls hins besta í lífinu vona ég þó að þó nokkrir íbúar heimsins fái sínar heitustu óskir uppfylltar á undan honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Málefni flóttamanna og innflytjenda eru í algleymingi og stór hluti umræðunnar snýst um hvernig búa megi í haginn til þess að þeim sem náðarsamlegast fá hingað að flytja líði vel. Við höfum allavega eitt víti til varnaðar varðandi aðbúnaðinn. Sama hvað bíður hinna verðandi landsmanna verðum við allavega að ganga úr skugga um að það verði ekki sama ömurðin og beið ungs fransks manns sem flutti til Danmerkur upp úr miðri síðustu öld. Sá giftist danskri konu og starfs hennar vegna halda þau heimili í Danmörku. Þá hófst misréttið. Það væsti svo sem ekki um manninn, hann átti til hnífs og skeiðar og vel það. Gat haldið áfram að rækta vínviðinn sinn og elda góðan mat. Og ekki þurfti hann að hafa áhyggjur af útgjöldum, því danska þjóðin sá um að greiða þau. Maðurinn er hans konunglega tign Hinrik, prins af Danmörku, titill sem stingur í augun því hann hefur alla tíð átt þá ósk heitasta að fá að vera kóngur. Að vera þriðji í virðingarröðinni á eftir eiginkonu sinni, drottningunni, og elsta syni er meira en hann getur þolað og hefur undanfarna áratugi sniðgengið ýmsa viðburði tengda konungsfjölskyldunni til að vekja máls á þessu misrétti. Því Hinrik má eiga það að hann gefst ekki upp. Með mannlaust bakland rýkur okkar maður reglulega á vínekru sína í Frakklandi í fússi, með skeifu niður á herðar og íhugar stöðu sína innan konungsfjölskyldunnar. Ekki skal gera lítið úr baráttuþreki nokkurs manns og öll eigum við okkar markmið og drauma. Á meðan ég óska Hinriki alls hins besta í lífinu vona ég þó að þó nokkrir íbúar heimsins fái sínar heitustu óskir uppfylltar á undan honum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun