Minnsti Porsche nær 300 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 15:18 Líklega var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem náði 300 km hraða á klukkustund Ferrari 288 GTO árið 1984 og kostaði hann ógrynni fjár. Núna þarf aðeins minnstu gerð Porsche bíls til að ná þessum hraða, eða Porsche Boxster Spyder. Það sem meira er, þessi Porsche er aðeins 1.315 kg bíll, beinskiptur og með “tjald” fyrir þak, þ.e. blæjubíll. Hann er með 375 hestafla og 3,8 lítra vél. Porsche segir reyndar að þessi bíll sé með 290 km hámarkshraða, en í myndskeiðinu hér að ofan sést að hann kemst uppí 300 km hraða. Alvanalegt er að Porsche gefi upp lægri frammistöðutölur en síðan reynast. Þess má geta að fyrsti Porsche Boxster bíllinn sem framleiddur var árið 1996 var aðeins með 240 km hámarkshraða. Í myndskeiðinu sést að bíllinn nær 300 km hraða á 7.150 snúningum en hún á að geta snúist á 7.800 snúningum áður en hugbúnaður leyfir ekki meiri snúning. Samkvæmt því ætti þessi knái bíll að geta komist enn hraðar. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent
Líklega var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem náði 300 km hraða á klukkustund Ferrari 288 GTO árið 1984 og kostaði hann ógrynni fjár. Núna þarf aðeins minnstu gerð Porsche bíls til að ná þessum hraða, eða Porsche Boxster Spyder. Það sem meira er, þessi Porsche er aðeins 1.315 kg bíll, beinskiptur og með “tjald” fyrir þak, þ.e. blæjubíll. Hann er með 375 hestafla og 3,8 lítra vél. Porsche segir reyndar að þessi bíll sé með 290 km hámarkshraða, en í myndskeiðinu hér að ofan sést að hann kemst uppí 300 km hraða. Alvanalegt er að Porsche gefi upp lægri frammistöðutölur en síðan reynast. Þess má geta að fyrsti Porsche Boxster bíllinn sem framleiddur var árið 1996 var aðeins með 240 km hámarkshraða. Í myndskeiðinu sést að bíllinn nær 300 km hraða á 7.150 snúningum en hún á að geta snúist á 7.800 snúningum áður en hugbúnaður leyfir ekki meiri snúning. Samkvæmt því ætti þessi knái bíll að geta komist enn hraðar.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent