Tyrkir kaupa réttinn á smíði Saab 9-3 Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:54 Saab 9-3 Autoblog Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent
Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent