Thomas efstur í Malasíu eftir frábæran hring - McIlroy í toppbaráttunni í Tyrklandi 30. október 2015 17:30 McIlroy einbeittur á fyrsta hring í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas lék frábært golf á öðrum hring á CIMB Classic sem fram fer í Malasíu en hann kom inn á 61 höggi eða tíu undir pari. Hann leiðir mótið á samtals 15 höggum undir pari en Kuala Lumpur völlurinn hefur reynst mörgum af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar auðveldur hingað til og skor keppenda verið almennt mjög gott. Brendan Steele er í öðru sæti á 14 höggum undir pari en þrír deila þriðja sætinu á 13 undir, meðal annars Japaninn ungi Hideki Matsuyama. Þá er einnig stórt mót á Evrópumótaröðinni á dagskrá í Tyrklandi en Suður-Afríkumaðurinn Jaco Van Zil leiðir þar á 14 undir. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni þar, meðal annars Rory McIlroy sem er á 10 höggum undir pari en hann virðist vera að nálgast sitt besta form eftir meisli sem hann varð fyrir fyrr á árinu. Ryder-liðsmennirnir Lee Westwood, Victor Dubuisson og Graeme McDowell eru einnig ofarlega á skortöflunni en sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas lék frábært golf á öðrum hring á CIMB Classic sem fram fer í Malasíu en hann kom inn á 61 höggi eða tíu undir pari. Hann leiðir mótið á samtals 15 höggum undir pari en Kuala Lumpur völlurinn hefur reynst mörgum af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar auðveldur hingað til og skor keppenda verið almennt mjög gott. Brendan Steele er í öðru sæti á 14 höggum undir pari en þrír deila þriðja sætinu á 13 undir, meðal annars Japaninn ungi Hideki Matsuyama. Þá er einnig stórt mót á Evrópumótaröðinni á dagskrá í Tyrklandi en Suður-Afríkumaðurinn Jaco Van Zil leiðir þar á 14 undir. Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni þar, meðal annars Rory McIlroy sem er á 10 höggum undir pari en hann virðist vera að nálgast sitt besta form eftir meisli sem hann varð fyrir fyrr á árinu. Ryder-liðsmennirnir Lee Westwood, Victor Dubuisson og Graeme McDowell eru einnig ofarlega á skortöflunni en sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira