RÚV-raunir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. október 2015 10:30 Svört niðurstaða skýrslu nefndar um málefni RÚV sem kom út í gær hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stjórnendur félagsins. Reksturinn hefur frá því stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi árið 2007 ekki verið sjálfbær. Á mannamáli hefur reksturinn verið í molum. Niðurstaða nefndarinnar er meðal annars sú að endurskoða þurfi hlutverk RÚV og hvort ohf.-rekstrarformið sé heppilegt fyrir starfsemi stofnunarinnar þar sem reynslan sýni að hún er ekki rekin með takmarkaðri ábyrgð; ávallt er gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti af fjárhag félagsins. Í skýrslunni kemur fram að aðeins 15 prósent af dagskrár- og framleiðslukostnaði fara í innlent sjónvarpsefni og 10 prósent í útvarpsdagskrá. Hins vegar fer 21prósent í fréttir og íþróttir og níu prósent í erlent sjónvarpsefni. Í lögum um RÚV eru skyldur þess víðtækt skilgreindar, allt frá því að kynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu til þess að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu. Það er gamalt pólitískt bitbein hvort ríkið eigi yfirhöfuð að reka fjölmiðil. Menntamálaráðherra, sem fer með málefni RÚV, segir að í ljósi breyttrar tækni og möguleika almennings á að nálgast fræðsluefni, afþreyingarefni og menningarefni eftir öðrum leiðum hljóti að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvort hægt sé að fullnægja með öðrum hætti þeim skyldum og markmiðum sem sett eru með almannaútvarpi. Hann er auk þess talsmaður þess að stofnunin sé lítið sem ekkert á auglýsingamarkaði. Hvort sem fólk er hlynnt tilvist ríkisfjölmiðils eða ekki er ljóst að staða og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði er vafasöm. Samkeppniseftirlitið hefur bent á að samkeppnislegur jöfnuður kunni að vera í hættu með núverandi skipulagi. Sambærilegar systurstofnanir RÚV í nágrannalöndunum eru ekki á auglýsingamarkaði svo heitið geti. Eftirlitið telur að til að ná fullum samkeppnislegum jöfnuði þurfi RÚV að hverfa af þessum markaði alfarið. Það er erfitt að færa fyrir því rök að eðlilegt sé að stofnun á vegum ríkisins selji auglýsingar í samkeppni við einkaaðila og noti fé sem fengið er með skylduáskriftum til að kaupa erlent afþreyingarefni með yfirboðum á samkeppnismarkaði. Slíkt getur ekki talist heilbrigð samkeppni né heldur tilgangur ríkisfjölmiðils nema síður sé. Með breyttum tíðaranda hefur öryggishlutverk stofnunarinnar einnig breyst. Það er ekki augljóst með hvaða hætti því skal sinnt enda hægt að tryggja það á annan hátt en með því að reka sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Átakanlegast er þó að sjá hversu litlum fjármunum er hlutfallslega eytt í innlenda dagskrárgerð. Tilvist ríkisrekinna fjölmiðla er iðulega réttlætt með því að ekki sé hægt að treysta einkageiranum til að leggja nægjanlega rækt við vernd tungumálsins, sögu þjóðarinnar og menningararfleið. Þess vegna hvílir lagaskylda á RÚV að framleiða hvers konar efni á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig hægt sé að ná fram slíkum markmiðum ef aðeins broti af fjármunum stofnunarinnar er varið í slík verkefni. Ef stjórnendur RÚV vilja frekar leggja áherslu á aðkeypt útlent afþreyingarefni, íþróttir og keppa á auglýsingamarkaði þá er spurning hvort þeir ættu ekki betur heima í einkageiranum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Svört niðurstaða skýrslu nefndar um málefni RÚV sem kom út í gær hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir stjórnendur félagsins. Reksturinn hefur frá því stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi árið 2007 ekki verið sjálfbær. Á mannamáli hefur reksturinn verið í molum. Niðurstaða nefndarinnar er meðal annars sú að endurskoða þurfi hlutverk RÚV og hvort ohf.-rekstrarformið sé heppilegt fyrir starfsemi stofnunarinnar þar sem reynslan sýni að hún er ekki rekin með takmarkaðri ábyrgð; ávallt er gert ráð fyrir að ríkissjóður rétti af fjárhag félagsins. Í skýrslunni kemur fram að aðeins 15 prósent af dagskrár- og framleiðslukostnaði fara í innlent sjónvarpsefni og 10 prósent í útvarpsdagskrá. Hins vegar fer 21prósent í fréttir og íþróttir og níu prósent í erlent sjónvarpsefni. Í lögum um RÚV eru skyldur þess víðtækt skilgreindar, allt frá því að kynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu til þess að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu. Það er gamalt pólitískt bitbein hvort ríkið eigi yfirhöfuð að reka fjölmiðil. Menntamálaráðherra, sem fer með málefni RÚV, segir að í ljósi breyttrar tækni og möguleika almennings á að nálgast fræðsluefni, afþreyingarefni og menningarefni eftir öðrum leiðum hljóti að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvort hægt sé að fullnægja með öðrum hætti þeim skyldum og markmiðum sem sett eru með almannaútvarpi. Hann er auk þess talsmaður þess að stofnunin sé lítið sem ekkert á auglýsingamarkaði. Hvort sem fólk er hlynnt tilvist ríkisfjölmiðils eða ekki er ljóst að staða og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði er vafasöm. Samkeppniseftirlitið hefur bent á að samkeppnislegur jöfnuður kunni að vera í hættu með núverandi skipulagi. Sambærilegar systurstofnanir RÚV í nágrannalöndunum eru ekki á auglýsingamarkaði svo heitið geti. Eftirlitið telur að til að ná fullum samkeppnislegum jöfnuði þurfi RÚV að hverfa af þessum markaði alfarið. Það er erfitt að færa fyrir því rök að eðlilegt sé að stofnun á vegum ríkisins selji auglýsingar í samkeppni við einkaaðila og noti fé sem fengið er með skylduáskriftum til að kaupa erlent afþreyingarefni með yfirboðum á samkeppnismarkaði. Slíkt getur ekki talist heilbrigð samkeppni né heldur tilgangur ríkisfjölmiðils nema síður sé. Með breyttum tíðaranda hefur öryggishlutverk stofnunarinnar einnig breyst. Það er ekki augljóst með hvaða hætti því skal sinnt enda hægt að tryggja það á annan hátt en með því að reka sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Átakanlegast er þó að sjá hversu litlum fjármunum er hlutfallslega eytt í innlenda dagskrárgerð. Tilvist ríkisrekinna fjölmiðla er iðulega réttlætt með því að ekki sé hægt að treysta einkageiranum til að leggja nægjanlega rækt við vernd tungumálsins, sögu þjóðarinnar og menningararfleið. Þess vegna hvílir lagaskylda á RÚV að framleiða hvers konar efni á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig hægt sé að ná fram slíkum markmiðum ef aðeins broti af fjármunum stofnunarinnar er varið í slík verkefni. Ef stjórnendur RÚV vilja frekar leggja áherslu á aðkeypt útlent afþreyingarefni, íþróttir og keppa á auglýsingamarkaði þá er spurning hvort þeir ættu ekki betur heima í einkageiranum.