Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim. vísir/epa Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira