Fólkið á Airwaves: Hætti með kærastanum og féll fyrir flatkökum og Reykjavíkurdætrum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2015 16:15 Júlía Győri bað sérstaklega um að mynd af Polaroid-myndinni fylgdi fréttinni. vísir/sój „Vinkona mín sagðist vera á leiðinni en nú er hún búin að láta mig bíða í klukkutíma þannig að ég get ekki ímyndað mér betri leið til að drepa tímann en að spjalla við þig," segir hin ungverska Júlia Győri (borið fram „Tsjurí") þegar blaðamaðurinn króaði hana af á jarðhæðinni í Hörpu á föstudagskvöld. Þar hafði hún komið sér fyrir með kaffibrúsa og tónleikadagskránna og var í óðaönn við að merkja inn þá sem henni þóttu áhugaverðustu viðburðirnir. Við hlið hennar var stafli af flatkökum með hangikjöti sem vakti athygli blaðamannsins enda er vandfundið íslenskara nesti. Győri segist hafa kynnst flatkökum í síðustu ferð sinni til Íslands og kolfallið fyrir þeim. „Nei, þú skilur ekki. Ég elska þær [flatkökur] og ég þakka eiginlega fyrir að þær séu ekki til heima því þá væri ég líklega um tvö hundruð kíló að þyngd," segir Győri sem býr nú í Stuttgart þar sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur.Elti drauma sína, fyrir tilviljun, til ÞýskalandsHvað er Ungverji á þrítugsaldri að gera í Þýskalandi? Győri útskýrir að eftir framhaldsskóla hafi hún gjörsamlega verið komin með nóg af sínu hefðbundna umhverfi heima í Ungverjalandi. „Fólkið í kringum mig var auðvitað ágætt en ég bara gat ekki umborið hina daglegu rútínu mikið lengur. Ég sá ekki framtíðina fyrir mér í Ungverjalandi þannig að ég ákvað að stíga út fyrir þægindarammann," segir Győri. Þessa mynd tók Győri í Listasafni Reykjavíkur sem hún segir frábæran tónleikastað.mynd/júlía GyőriÞví hafi hún sett sig í samband við samtök sem aðstoða fólk við að finna sjálfboðaliðastörf í Evrópu. Upphaflega var stefnan sett á Eistland en þegar hún missti plássið sitt í Tallinn á síðustu stundu, hún var á leiðinni út á flugvöll þegar hún fékk skilaboðin, hafi hún ákveðið að stökkva á næsta lausa starf. Það reyndist vera í Stuttgart. Þar fékk hún starf á skóla fyrir börn innflytjenda og náði fljótlega tökum á þýskunni. Ári eftir komuna til Þýskalands þreytti hún stöðupróf í málinu og stóðst það með hæstu einkunn - að eigin sögn. Með prófskírteinið undir hendinni og sjálfstraustið í botni sótti hún um að komast í hjúkrunarfræðinám í Stuttgart sem var alfarið kennt á þýsku. Það reyndist henni ekki strembnara en svo að hún útskrifaðist með láði fjórum árum síðar - aftur að eigin sögn.Ekki farið varhluta af flóttamannastraumnumNú starfar hún á bráðamóttöku í borginni sem hún segir gríðarlega krefjandi en jafnframt gefandi - ekki síst núna á síðustu mánuðum með auknum straumi flóttamanna frá botni Miðjarðarhafs til Þýskalands. Győri segir þá reglulega gesti á sjúkrahúsinu þar sem hún starfar enda séu þeir flestir virkilega illa haldnir af vannæringu og ofþreytu þegar þeir loksins komast á leiðarenda í fyrirheitna landinu. „Mörg sjúkrahús í Þýskalandi eru í raun að springa undan straumnum. Við höfum tekið við þúsundum og aftur þúsundum flóttamanna sem eru margir hverjir nær dauða en lífi. Það getur oft reynt á að taka við svona mörgum á jafn skömmum tíma en það hvarflar ekki að okkur að vísa einhverjum frá. Það er ekki mannúðlegt. Okkur ber að hjálpa þeim, sama hvaðan þeir koma eða hverrar trúar þeir eru," segir Győri og þylur upp Hippókratesareiðinn, á þýsku, fyrir blaðamanninn. „Ég elska starfið mitt og mér líður í raun eins og ég sé að upplifa drauminn sem ég sóttist eftir þegar ég yfirgaf Ungverjaland.“Vík í Mýrdal, einn af fjölmörgum stöðum sem Justin Bieber sannfærði hana um að heimsækja.mynd/julia GyőriÁstarsorg og kreditkort hættuleg blanda Eins og áður hefur komið fram er þetta ekki fyrsta heimsókn Győri til Íslands en hingað kom hún síðasta sumar, ein síns liðs. Győri útskýrir að þá hafi það verið algjör skyndiákvörðun að sækja landið heim sem rekja mátti til langrar, sorgmæddrar nætur fyrir framan tölvuna. „Eftir að ég hætti með kærastanum mínum fannst mér ég innantóm, á sama tíma og ég var algjörlega frjáls. Eitt sumarkvöldið, eftir að ég hafði keypt mér Ben & Jerry's og sat við tölvuna með kreditkortið fyrir framan mig, sem er aldrei góð hugmynd, hugsaði ég með mér: „Ég get gert og farið hvert sem ég vil. Hvert hefur mig alltaf langað til að fara?“ og niðurstaðan var Ísland,“ segir Győri sem segir áhugann á landinu hafa kviknað við lestur á bloggsíðu bróður hennar sem væri algjör „Íslandophile.“ Í þeirri heimsókn frétti Győri af Airwaves sem hún segir alla sem hún ræddi við hafa dásamað. „Þá áttaði ég mig á því að ég yrði að koma aftur. Ég keypti miða með rúmlega árs fyrirvara þannig að ég fékk hann á góðu verði. Ekki skemmdi heldur fyrir að ég hafði heilt ár til að safna fyrir bjór," segir Győri og hlær. Ekki einungis hefur hún keypt nokkra lítra af áfengi á þeirri viku sem hún hefur verið á landinu heldur nýtti hún einnig tímann til að ferðast um Suðurlandið. Győri skammast sín ekkert þegar hún viðurkennir fyrir blaðamanninum að það ferðalag megi rekja beint til nýjasta myndbands poppstjörnunnar Justins Bieber, I'll Show You, sem tekið var upp á þeim slóðum.Sjá einnig: Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi „Og hvað? Myndbandið er fáránlega fallegt! Mér fannst ég verða að sjá þetta landsvæði með eigin augum. Við fórum því til Víkur, sáum svörtu ströndina og einhvern haug af fossum sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að bera fram nafnið á," segir Győri.Reykjavíkurdætur: Kraftur og klæðaburðurAirwaves í ár hefur hún nýtt til að kynna sér íslenskar hljómsveitir en mest hlakkar Győri til að sjá Sóleyju. Győri segir að hún reyni þó að láta forvitnina ráða för og óttast ekki að ramba inn á tónleika hljómsveita sem hún þekki ekki til. Sú hafi einmitt verið raunin þegar hún álpaðist inn á Nasa á miðvikudagskvöld þar sem Reykjavíkurdætur messuðu yfir lýðnum. Þegar tónleikarnir bárust í tal reis Győri úr sæti sínu og lýstist öll upp. „Þessir tónleikar voru trylltir! Vá! Ég skyldi kannski ekki neitt en þarna voru þær, á nærfötunum, að senda frá sér þvílíka orku með sjálfstraustið í botni. Ég var gjörsamlega dolfallin, þær voru svo góðar," segir Győri hæstánægð.Sjá einnig: Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves Næsta mál á dagskrá hjá Győri var að sjá rapparana í sveitinni Úlfur Úlfur. Þó svo að hún þekkti ekkert til þeirra og viðurkenndi að hún myndi eflaust ekki skilja bofs á tónleiknum sagði Győri að hún gæti ekki sleppt þeim. Ástæðan væri veggmynd á húsgafli í Reykjavík. Myndin, sem sjá má hér að neðan, er vísun í eitt laga sveitarinnar og þótti Győri svo mikið til hennar koma að henni fannst hún verða að berja innblásturinn augum. Þá segist hún einnig ætla að ná í skottið á FM Belfast. „Því mig langar að svitna aðeins, mér finnst ég verða að brenna þessum flatkökum“ segir Győri. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum hennar er bent á Instagram-síðu hennar þar sem hún hefur birt fjölda mynda og myndskeiða úr Íslandsferð sinni. Veggmyndin sem kveikti áhuga Győri á íslensku rappi.mynd/iheartreykjavik Airwaves Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Hætti við að flytja heim til að sjá GusGus Hilda Salazar gæti verið mesti aðdáandi íslensku rafsveitarinnar og ætlar hún sér að mæta á sem flesta tónleika hennar ásamt Juliu Sørensen. 7. nóvember 2015 14:00 Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Vinkona mín sagðist vera á leiðinni en nú er hún búin að láta mig bíða í klukkutíma þannig að ég get ekki ímyndað mér betri leið til að drepa tímann en að spjalla við þig," segir hin ungverska Júlia Győri (borið fram „Tsjurí") þegar blaðamaðurinn króaði hana af á jarðhæðinni í Hörpu á föstudagskvöld. Þar hafði hún komið sér fyrir með kaffibrúsa og tónleikadagskránna og var í óðaönn við að merkja inn þá sem henni þóttu áhugaverðustu viðburðirnir. Við hlið hennar var stafli af flatkökum með hangikjöti sem vakti athygli blaðamannsins enda er vandfundið íslenskara nesti. Győri segist hafa kynnst flatkökum í síðustu ferð sinni til Íslands og kolfallið fyrir þeim. „Nei, þú skilur ekki. Ég elska þær [flatkökur] og ég þakka eiginlega fyrir að þær séu ekki til heima því þá væri ég líklega um tvö hundruð kíló að þyngd," segir Győri sem býr nú í Stuttgart þar sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur.Elti drauma sína, fyrir tilviljun, til ÞýskalandsHvað er Ungverji á þrítugsaldri að gera í Þýskalandi? Győri útskýrir að eftir framhaldsskóla hafi hún gjörsamlega verið komin með nóg af sínu hefðbundna umhverfi heima í Ungverjalandi. „Fólkið í kringum mig var auðvitað ágætt en ég bara gat ekki umborið hina daglegu rútínu mikið lengur. Ég sá ekki framtíðina fyrir mér í Ungverjalandi þannig að ég ákvað að stíga út fyrir þægindarammann," segir Győri. Þessa mynd tók Győri í Listasafni Reykjavíkur sem hún segir frábæran tónleikastað.mynd/júlía GyőriÞví hafi hún sett sig í samband við samtök sem aðstoða fólk við að finna sjálfboðaliðastörf í Evrópu. Upphaflega var stefnan sett á Eistland en þegar hún missti plássið sitt í Tallinn á síðustu stundu, hún var á leiðinni út á flugvöll þegar hún fékk skilaboðin, hafi hún ákveðið að stökkva á næsta lausa starf. Það reyndist vera í Stuttgart. Þar fékk hún starf á skóla fyrir börn innflytjenda og náði fljótlega tökum á þýskunni. Ári eftir komuna til Þýskalands þreytti hún stöðupróf í málinu og stóðst það með hæstu einkunn - að eigin sögn. Með prófskírteinið undir hendinni og sjálfstraustið í botni sótti hún um að komast í hjúkrunarfræðinám í Stuttgart sem var alfarið kennt á þýsku. Það reyndist henni ekki strembnara en svo að hún útskrifaðist með láði fjórum árum síðar - aftur að eigin sögn.Ekki farið varhluta af flóttamannastraumnumNú starfar hún á bráðamóttöku í borginni sem hún segir gríðarlega krefjandi en jafnframt gefandi - ekki síst núna á síðustu mánuðum með auknum straumi flóttamanna frá botni Miðjarðarhafs til Þýskalands. Győri segir þá reglulega gesti á sjúkrahúsinu þar sem hún starfar enda séu þeir flestir virkilega illa haldnir af vannæringu og ofþreytu þegar þeir loksins komast á leiðarenda í fyrirheitna landinu. „Mörg sjúkrahús í Þýskalandi eru í raun að springa undan straumnum. Við höfum tekið við þúsundum og aftur þúsundum flóttamanna sem eru margir hverjir nær dauða en lífi. Það getur oft reynt á að taka við svona mörgum á jafn skömmum tíma en það hvarflar ekki að okkur að vísa einhverjum frá. Það er ekki mannúðlegt. Okkur ber að hjálpa þeim, sama hvaðan þeir koma eða hverrar trúar þeir eru," segir Győri og þylur upp Hippókratesareiðinn, á þýsku, fyrir blaðamanninn. „Ég elska starfið mitt og mér líður í raun eins og ég sé að upplifa drauminn sem ég sóttist eftir þegar ég yfirgaf Ungverjaland.“Vík í Mýrdal, einn af fjölmörgum stöðum sem Justin Bieber sannfærði hana um að heimsækja.mynd/julia GyőriÁstarsorg og kreditkort hættuleg blanda Eins og áður hefur komið fram er þetta ekki fyrsta heimsókn Győri til Íslands en hingað kom hún síðasta sumar, ein síns liðs. Győri útskýrir að þá hafi það verið algjör skyndiákvörðun að sækja landið heim sem rekja mátti til langrar, sorgmæddrar nætur fyrir framan tölvuna. „Eftir að ég hætti með kærastanum mínum fannst mér ég innantóm, á sama tíma og ég var algjörlega frjáls. Eitt sumarkvöldið, eftir að ég hafði keypt mér Ben & Jerry's og sat við tölvuna með kreditkortið fyrir framan mig, sem er aldrei góð hugmynd, hugsaði ég með mér: „Ég get gert og farið hvert sem ég vil. Hvert hefur mig alltaf langað til að fara?“ og niðurstaðan var Ísland,“ segir Győri sem segir áhugann á landinu hafa kviknað við lestur á bloggsíðu bróður hennar sem væri algjör „Íslandophile.“ Í þeirri heimsókn frétti Győri af Airwaves sem hún segir alla sem hún ræddi við hafa dásamað. „Þá áttaði ég mig á því að ég yrði að koma aftur. Ég keypti miða með rúmlega árs fyrirvara þannig að ég fékk hann á góðu verði. Ekki skemmdi heldur fyrir að ég hafði heilt ár til að safna fyrir bjór," segir Győri og hlær. Ekki einungis hefur hún keypt nokkra lítra af áfengi á þeirri viku sem hún hefur verið á landinu heldur nýtti hún einnig tímann til að ferðast um Suðurlandið. Győri skammast sín ekkert þegar hún viðurkennir fyrir blaðamanninum að það ferðalag megi rekja beint til nýjasta myndbands poppstjörnunnar Justins Bieber, I'll Show You, sem tekið var upp á þeim slóðum.Sjá einnig: Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi „Og hvað? Myndbandið er fáránlega fallegt! Mér fannst ég verða að sjá þetta landsvæði með eigin augum. Við fórum því til Víkur, sáum svörtu ströndina og einhvern haug af fossum sem ég ætla ekki einu sinni að reyna að bera fram nafnið á," segir Győri.Reykjavíkurdætur: Kraftur og klæðaburðurAirwaves í ár hefur hún nýtt til að kynna sér íslenskar hljómsveitir en mest hlakkar Győri til að sjá Sóleyju. Győri segir að hún reyni þó að láta forvitnina ráða för og óttast ekki að ramba inn á tónleika hljómsveita sem hún þekki ekki til. Sú hafi einmitt verið raunin þegar hún álpaðist inn á Nasa á miðvikudagskvöld þar sem Reykjavíkurdætur messuðu yfir lýðnum. Þegar tónleikarnir bárust í tal reis Győri úr sæti sínu og lýstist öll upp. „Þessir tónleikar voru trylltir! Vá! Ég skyldi kannski ekki neitt en þarna voru þær, á nærfötunum, að senda frá sér þvílíka orku með sjálfstraustið í botni. Ég var gjörsamlega dolfallin, þær voru svo góðar," segir Győri hæstánægð.Sjá einnig: Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves Næsta mál á dagskrá hjá Győri var að sjá rapparana í sveitinni Úlfur Úlfur. Þó svo að hún þekkti ekkert til þeirra og viðurkenndi að hún myndi eflaust ekki skilja bofs á tónleiknum sagði Győri að hún gæti ekki sleppt þeim. Ástæðan væri veggmynd á húsgafli í Reykjavík. Myndin, sem sjá má hér að neðan, er vísun í eitt laga sveitarinnar og þótti Győri svo mikið til hennar koma að henni fannst hún verða að berja innblásturinn augum. Þá segist hún einnig ætla að ná í skottið á FM Belfast. „Því mig langar að svitna aðeins, mér finnst ég verða að brenna þessum flatkökum“ segir Győri. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum hennar er bent á Instagram-síðu hennar þar sem hún hefur birt fjölda mynda og myndskeiða úr Íslandsferð sinni. Veggmyndin sem kveikti áhuga Győri á íslensku rappi.mynd/iheartreykjavik
Airwaves Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Hætti við að flytja heim til að sjá GusGus Hilda Salazar gæti verið mesti aðdáandi íslensku rafsveitarinnar og ætlar hún sér að mæta á sem flesta tónleika hennar ásamt Juliu Sørensen. 7. nóvember 2015 14:00 Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Hætti við að flytja heim til að sjá GusGus Hilda Salazar gæti verið mesti aðdáandi íslensku rafsveitarinnar og ætlar hún sér að mæta á sem flesta tónleika hennar ásamt Juliu Sørensen. 7. nóvember 2015 14:00
Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það "Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki. 6. nóvember 2015 16:00
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum "Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina. 6. nóvember 2015 11:30
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42
Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Linda Nguyen grét þegar hún frétti að Björk myndi ekki spila á Airwaves en var fljót að jafna sig. 6. nóvember 2015 10:00