Mikil uppsveifla hjá flugfélaginu Erni Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 19:22 Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður. Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Ernis segir ástand sumra flugvalla á landsbyggðinni verra en í lökustu þriðjaheimslöndum. Ný 19 manna skrúfuþota bættist í flugflota félagsins í dag. Forstjóri flugfélagsins gagnrýnir skort á viðhaldi á flugvöllum á landsbyggðinni. Það var höfðinglega tekið á móti nýju flugvélinni þegar hún lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag og sprautað var yfir hana úr tveimur slökkviliðsbílum flugvallarins í heiðursskyni. Þetta er fjórða Jetstrem skúrfuþotan í flota flugfélagsins. Ernir flýgur á fimm áfangastaði á landinu en mest fjölgun flugferða og farþega hefur verið til Húsavíkur eða um 40 prósent, aðallega vegna aukins ferðamannastraums og síðan stóriðjuframkvæmdanna við Bakka. Þá hefur flugferðum verið fjölgað um 30 prósent til vestmannaeyja og farþegum hefur fjölgað á aðra áfangastaði félagsins. Húsavíkurflugvöllur var lokaður lengi áður en Ernir hófu þangað áætlunarflug með sex ferðum á viku.„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður Guðmundsson.Vísir/Friðrik Þór„Á síðasta ári voru átta ferðir á viku. Nú erum við búin að setja upp tólf ferðir og gerum ráð fyrir að þær verði sextán til tuttugu þegar allt er komið í gang,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis.Húsavíkurflugvöllur var lengi lokaður. Hvernig er ástand hans núna?„Því miður er ástand flugvalla almennt ekki í nógu góðu lagi,“ segir Hörður og vísar þá bæði til ástands flugbrauta og nauðsynlegs aðflugsbúnaðar. Viðhald flugvalla hefur setið á hakanum hjá stjórnvöldum árum saman og þrátt fyrir aukið framlag á þessu ári hefur lítið gerst. „Ég hef farið víða og flogið víða um heim. Sumstaðar er ástandið orðið verra heldur en í lökustu þriðjaheims löndum,“ segir Hörður sem á áratuga reynslu að baki í flugi á Íslandi og víða um heim. Hann segir mikinn uppgang hjá Erni eins og kaup félagsins á nýju flugvélinni sé til vitnis um. En ástand flugvallanna komi niður á þeirri þjónustu sem félagið gæti veitt til að mynda á Húsavík. „Já, það er allt of oft sem við þurfum að lenda á Akureyri með okkar farþega og aka þeim yfir. Það er mikill kostnaður því samfara. Áætlanaflugvellir eiga að vera með lágmarks búnaði. Varðandi aðflugsbúnað þá er hann í mjög slöku ástandi eins og t.d. á Húsavík. Það er alveg bráðnauðsynlegt að bæta þar úr,“ segir Hörður.
Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira