Evrópa var vöruð við Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2015 21:43 Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar