Ólafur Darri með gott hlutverk í Emerald City Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 11. nóvember 2015 18:00 Vísir/Anton Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson, mun verja næstu mánuðum í að flengjast á milli Íslands, Spánar, Ungverjalands og Króatíu. Hann fer með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu sem NBC framleiðir. Tökustaðirnir eru ofangreindir utan Íslands. „Þetta er útgáfa af Galdrakarlinum í Oz,“ segir Ólafur Darri í samtali við Vísi en hann segist ekki geta greint frá því hvern hann er að fara að leika. „Þetta er ekkert risahlutverk, en mjög gott hlutverk og ég hlakka til að gera það. ÉG verð „on and off“ við tökur nú næstu mánuði á Spáni, Ungverjalandi og Króatíu. Sem betur fer þarf ég ekki að vera við tökur allan tímann.“Ben Stiller frábær náungi Vísir hafði fyrir því heimildir fyrir um mánuði að Ólafur Darri myndi fara með hlutverk í Zoolander 2 en þá sagðist leikarinn því miður ekkert geta tjáð sig um málið. Nú hins vegar getur hann staðfest að svo sé í pottinn búið. En, þetta er allt hið skondnasta mál, að mati Darra: „Zoolander er búin í tökum og verður frumsýnd í febrúar. Ég leik pínku-pínku-lítið hlutverk. Menn verða að halda augunum opnum allan tímann til að sjá mig, það er ef ég verð ekki klipptur út,“ segir Ólafur Darri og kímir. En, ykkur Ben Stillers, sem er potturinn og pannan í Zoolander, ykkur er vel til vina. „Jájá, eftir Walter Mitty þá höfum við haldið sambandi. Enda er hann sérdeilis góður drengur, ekki annað hægt að segja.“ Ólafur Darri segist ekkert geta sagt um hvort af frekari samstarfi þeirra vinanna verði, en hann vonar svo sannarlega að svo verði.Leikur á móti Vincent D'Onofrio Ekkert vantar uppá að hógværðina hjá stórleikaranum. Og blaðamaður nær honum ekki upp í neinar hæðir varðandi glæstan ferilinn, en Ólafur Darri hefur undanfarin ár verið að leika í þáttum og kvikmyndum í mekka kvikmyndagerðarinnar, Bandaríkjunum. „Ég hef verið ótrúlega heppinn og gaman að fá að vinna við þetta. Já, lukkan hefur leikið við mig. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Ólafur Darri. Og þó ótrúlegt megi heita þá hefur Ólafur Darri ekki svo mikið sem kynnt sér hverjir þetta eru sem leika á móti honum í Emerald City. „Jú, hann er þarna hann Vincent D'Onofrio. Sem var í Kubrik-myndinni Full Metal Jackett. En, nei, ég veit ekki hverjir eru í þessu.“ Þannig að þú ferð bara í þetta eins og að drepa naut? „Já, verður maður ekki að gera það?“Býr í blokk og verslar í Bónus En, nú þegar hlutverkin taka við, eitt af öðru, þar sem kvikmyndagerðin stendur sem hæst; þú hlýtur að vera orðinn moldríkur? „Nei, þegar menn spyrja segi ég alltaf: Ég þarf að vinna upp öll árin sem ég var að vinna sem listamaður á Íslandi. Borga reikninga sem söfnuðust þá upp. En, það kemur. Ég er nýbyrjaður á nýjum markaði þar sem enginn veit hver ég er og skítsama þó ég hafi unnið eins og eina Eddu. Þá þarf maður bara að sýna hvað í manni býr, vinna vel og smátt og smátt er manni treyst fyrir stærri hlutverkum. Og þá kannski kemur það. Ég kvarta ekki en ég er ekki orðinn einhver ríkisbubbi, langt því frá, en ég versla enn í Bónus og bý í blokkaríbúð.“ Tengdar fréttir Ólafur Darri um Steven Spielberg: „Æðislegur gaur“ Ólafur Darri með hlutverk í kvikmynd Spielbergs The Big Friendly Giant. 23. október 2015 19:57 Ný þekjumynd: Vin Diesel þreytist ekki á myndinni af sér og Ólafi Darra Ólafur Darri Ólafsson er mættur á Fésbókarsíðu Vin Diesel, aftur. 9. ágúst 2015 22:34 Ólafur Darri með smátt hlutverk í Zoolander 2 Það hefur verið nóg að gera hjá leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni undanfarin misseri. 11. nóvember 2015 13:29 Myndaveisla: Ólafur Darri á rauða dreglinum í New York Kvikmyndin The Last Witch Hunter með Ólafi Darra og Vin Diesel var frumsýnd vestan hafs í gær. 14. október 2015 19:38 Ólafur Darri og Vin Diesel deila stiklu úr nýjustu mynd þeirra Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Vin Diesel deila báðir nýrri stiklu úr myndinni The Last Witch Hunter á Facebook-síðum sínum en þeir fara báðir með hlutverk í myndinni. 18. september 2015 14:17 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson, mun verja næstu mánuðum í að flengjast á milli Íslands, Spánar, Ungverjalands og Króatíu. Hann fer með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu sem NBC framleiðir. Tökustaðirnir eru ofangreindir utan Íslands. „Þetta er útgáfa af Galdrakarlinum í Oz,“ segir Ólafur Darri í samtali við Vísi en hann segist ekki geta greint frá því hvern hann er að fara að leika. „Þetta er ekkert risahlutverk, en mjög gott hlutverk og ég hlakka til að gera það. ÉG verð „on and off“ við tökur nú næstu mánuði á Spáni, Ungverjalandi og Króatíu. Sem betur fer þarf ég ekki að vera við tökur allan tímann.“Ben Stiller frábær náungi Vísir hafði fyrir því heimildir fyrir um mánuði að Ólafur Darri myndi fara með hlutverk í Zoolander 2 en þá sagðist leikarinn því miður ekkert geta tjáð sig um málið. Nú hins vegar getur hann staðfest að svo sé í pottinn búið. En, þetta er allt hið skondnasta mál, að mati Darra: „Zoolander er búin í tökum og verður frumsýnd í febrúar. Ég leik pínku-pínku-lítið hlutverk. Menn verða að halda augunum opnum allan tímann til að sjá mig, það er ef ég verð ekki klipptur út,“ segir Ólafur Darri og kímir. En, ykkur Ben Stillers, sem er potturinn og pannan í Zoolander, ykkur er vel til vina. „Jájá, eftir Walter Mitty þá höfum við haldið sambandi. Enda er hann sérdeilis góður drengur, ekki annað hægt að segja.“ Ólafur Darri segist ekkert geta sagt um hvort af frekari samstarfi þeirra vinanna verði, en hann vonar svo sannarlega að svo verði.Leikur á móti Vincent D'Onofrio Ekkert vantar uppá að hógværðina hjá stórleikaranum. Og blaðamaður nær honum ekki upp í neinar hæðir varðandi glæstan ferilinn, en Ólafur Darri hefur undanfarin ár verið að leika í þáttum og kvikmyndum í mekka kvikmyndagerðarinnar, Bandaríkjunum. „Ég hef verið ótrúlega heppinn og gaman að fá að vinna við þetta. Já, lukkan hefur leikið við mig. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Ólafur Darri. Og þó ótrúlegt megi heita þá hefur Ólafur Darri ekki svo mikið sem kynnt sér hverjir þetta eru sem leika á móti honum í Emerald City. „Jú, hann er þarna hann Vincent D'Onofrio. Sem var í Kubrik-myndinni Full Metal Jackett. En, nei, ég veit ekki hverjir eru í þessu.“ Þannig að þú ferð bara í þetta eins og að drepa naut? „Já, verður maður ekki að gera það?“Býr í blokk og verslar í Bónus En, nú þegar hlutverkin taka við, eitt af öðru, þar sem kvikmyndagerðin stendur sem hæst; þú hlýtur að vera orðinn moldríkur? „Nei, þegar menn spyrja segi ég alltaf: Ég þarf að vinna upp öll árin sem ég var að vinna sem listamaður á Íslandi. Borga reikninga sem söfnuðust þá upp. En, það kemur. Ég er nýbyrjaður á nýjum markaði þar sem enginn veit hver ég er og skítsama þó ég hafi unnið eins og eina Eddu. Þá þarf maður bara að sýna hvað í manni býr, vinna vel og smátt og smátt er manni treyst fyrir stærri hlutverkum. Og þá kannski kemur það. Ég kvarta ekki en ég er ekki orðinn einhver ríkisbubbi, langt því frá, en ég versla enn í Bónus og bý í blokkaríbúð.“
Tengdar fréttir Ólafur Darri um Steven Spielberg: „Æðislegur gaur“ Ólafur Darri með hlutverk í kvikmynd Spielbergs The Big Friendly Giant. 23. október 2015 19:57 Ný þekjumynd: Vin Diesel þreytist ekki á myndinni af sér og Ólafi Darra Ólafur Darri Ólafsson er mættur á Fésbókarsíðu Vin Diesel, aftur. 9. ágúst 2015 22:34 Ólafur Darri með smátt hlutverk í Zoolander 2 Það hefur verið nóg að gera hjá leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni undanfarin misseri. 11. nóvember 2015 13:29 Myndaveisla: Ólafur Darri á rauða dreglinum í New York Kvikmyndin The Last Witch Hunter með Ólafi Darra og Vin Diesel var frumsýnd vestan hafs í gær. 14. október 2015 19:38 Ólafur Darri og Vin Diesel deila stiklu úr nýjustu mynd þeirra Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Vin Diesel deila báðir nýrri stiklu úr myndinni The Last Witch Hunter á Facebook-síðum sínum en þeir fara báðir með hlutverk í myndinni. 18. september 2015 14:17 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ólafur Darri um Steven Spielberg: „Æðislegur gaur“ Ólafur Darri með hlutverk í kvikmynd Spielbergs The Big Friendly Giant. 23. október 2015 19:57
Ný þekjumynd: Vin Diesel þreytist ekki á myndinni af sér og Ólafi Darra Ólafur Darri Ólafsson er mættur á Fésbókarsíðu Vin Diesel, aftur. 9. ágúst 2015 22:34
Ólafur Darri með smátt hlutverk í Zoolander 2 Það hefur verið nóg að gera hjá leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni undanfarin misseri. 11. nóvember 2015 13:29
Myndaveisla: Ólafur Darri á rauða dreglinum í New York Kvikmyndin The Last Witch Hunter með Ólafi Darra og Vin Diesel var frumsýnd vestan hafs í gær. 14. október 2015 19:38
Ólafur Darri og Vin Diesel deila stiklu úr nýjustu mynd þeirra Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Vin Diesel deila báðir nýrri stiklu úr myndinni The Last Witch Hunter á Facebook-síðum sínum en þeir fara báðir með hlutverk í myndinni. 18. september 2015 14:17
Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30