„Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Þór Rögnvaldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar