Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun