Þóra Tómasdóttir: Þurfum lýðræði en ekki karl á áttræðisaldri til að leiða okkur í gegnum þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2015 22:36 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Ritstjórarnir Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir eru sammála um að bjóði Ólafur Ragnar Grímsson sig fram til áframhaldandi setu á forsetastól verði það auðsóttur sigur. Eini maðurinn sem eigi möguleika gegn honum sé Jón Gnarr sem nú sinni dagskrárgerð á 365 miðlum. Líklega sé best að hafa hann þar. Kolbrún og Þóra ræddu stöðu forseta Íslands í Eyjunni á Stöð 2 en forsetinn hefur verið afar áberandi í umræðunni undanfarnar vikur þótt enn hafi hann ekki svarað spurningunni sem brennur á munni svo margra. Hvort hann muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í vor. Ólafur Ragnar hefur verið gestur í útvarpsþáttum bæði á 365 miðlum og RÚV undanfarnar vikur og í ítarlegu viðtali við DV í liðinni viku. Hann segir fulla ástæðu til þess að við Íslendingar vöknum til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sá mesti frá tímum nasista. Og sá vandi verði ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefnið er vitaskuld atburðirnir í París sem forsetinn segir marka þáttaskil.Viðtalið við Kolbrúnu og Þóru má sjá hér að neðan. „Ólafur Ragnar hefur ekkert verið sérstaklega gefinn fyrir að hjala við þjóðina,“ sagði Kolbrún í Eyjunni. Hann geri marga reiða og fólk telji að hann eigi ekki að tala á þann hátt sem hann hafi gert undanfarið, í kjölfar hryðjuverkanna í París. „Ég hef á tilfinningunni að meirihluti þjóðarinnar sé sammála honum,“ segir Kolbrún. „The usual suspects“ skjótist fram og mótmæli orðum hans en Kolbrún telur flest það sem hann segi einfaldlega heilbrigða skynsemi. Svo virðist hins vegar sem ekki sé hægt að ræða málin á yfirvegaðan hátt og telur hún framsetningu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum í fyrra um að kenna. Kolbrún Bergþórsdóttir. Kolbrún segir Ólaf Ragnar oft hafa gert sig reiða en þegar öllu sé á botninn hvolft hafi hann verið afskaplega góður forseti. „Þetta er bara refur úr stjórnmálaum, yfirburðarmaður og notar það sem hann hefur mikið vald á, tungumálið. Hann ætlar sér ekki að vera í einhverju miðjumoði,“ segir Þóra og vitnaði í forsetann þegar hún sagði hann kjósa að stíga fram á völlinn og taka til orða. „Forsetinn kýs að tala alltaf sem leiðtogi, hafa vit fyrir okkur. Nú er hann að vara okkur við ákveðnum hlutum,“ segir Þóra og er sammála honum að því leyti að óþægilegt sé að moskur á Íslandi séu fjármagnaðar með fé frá Saudi Arabíu. Hins vegar sé mikil einföldun að heimfæra ójafnvægi kynjanna á islam. Þjóðkirkja Íslands, kaþólska kirkjan og önnur trúfélög hafa ekki verið mikið betri að mati Þóru sem telur ummæli um múslima hér á landi og víðar geta verið afar móðgandi fyrir þá sem vilja aðeins iðka trú sína. „Mér finnst forsetinn vera að daðra við tortryggni í garð þeirra sem þurfa umburðarlyndi hvað mest. Þeir mega stunda sína trú í friði fyrir mér,“ segir Þóra. Þóra Tómasdóttir. „Hann ætlar enn og aftur að taka sér það hlutverk að vera hlífisskjöldur yfir viðkvæmri þjóð. Hann ætlar að leiða okkur í gegnum þetta því við erum svo taugaóstyrk. Við þurfum bara lýðræði,“ segir Þóra en ekki karl á áttræðisaldri til að leiða íslensku þjóðina í gegnum þessa tíma. „Þetta er afburðamaður og við höfum margt gott að þakka honum en hann þarf ekki að hjálpa okkur að komast í gegnum þetta.“ Þær Kolbrún voru sammála um yfirburðarstöðu hans í aðdraganda kosninganna þótt Kolbrún telji líklegra að hann láti staðar numið en haldi áfram. „Þetta er kjörstaða. Meira að segja hans helstu andstæðingar viðurkenna að enginn geti sigrað hann,“ segir Kolbrún. Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Ritstjórarnir Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir eru sammála um að bjóði Ólafur Ragnar Grímsson sig fram til áframhaldandi setu á forsetastól verði það auðsóttur sigur. Eini maðurinn sem eigi möguleika gegn honum sé Jón Gnarr sem nú sinni dagskrárgerð á 365 miðlum. Líklega sé best að hafa hann þar. Kolbrún og Þóra ræddu stöðu forseta Íslands í Eyjunni á Stöð 2 en forsetinn hefur verið afar áberandi í umræðunni undanfarnar vikur þótt enn hafi hann ekki svarað spurningunni sem brennur á munni svo margra. Hvort hann muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í vor. Ólafur Ragnar hefur verið gestur í útvarpsþáttum bæði á 365 miðlum og RÚV undanfarnar vikur og í ítarlegu viðtali við DV í liðinni viku. Hann segir fulla ástæðu til þess að við Íslendingar vöknum til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sá mesti frá tímum nasista. Og sá vandi verði ekki leystur með barnalegri einfeldni og einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefnið er vitaskuld atburðirnir í París sem forsetinn segir marka þáttaskil.Viðtalið við Kolbrúnu og Þóru má sjá hér að neðan. „Ólafur Ragnar hefur ekkert verið sérstaklega gefinn fyrir að hjala við þjóðina,“ sagði Kolbrún í Eyjunni. Hann geri marga reiða og fólk telji að hann eigi ekki að tala á þann hátt sem hann hafi gert undanfarið, í kjölfar hryðjuverkanna í París. „Ég hef á tilfinningunni að meirihluti þjóðarinnar sé sammála honum,“ segir Kolbrún. „The usual suspects“ skjótist fram og mótmæli orðum hans en Kolbrún telur flest það sem hann segi einfaldlega heilbrigða skynsemi. Svo virðist hins vegar sem ekki sé hægt að ræða málin á yfirvegaðan hátt og telur hún framsetningu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum í fyrra um að kenna. Kolbrún Bergþórsdóttir. Kolbrún segir Ólaf Ragnar oft hafa gert sig reiða en þegar öllu sé á botninn hvolft hafi hann verið afskaplega góður forseti. „Þetta er bara refur úr stjórnmálaum, yfirburðarmaður og notar það sem hann hefur mikið vald á, tungumálið. Hann ætlar sér ekki að vera í einhverju miðjumoði,“ segir Þóra og vitnaði í forsetann þegar hún sagði hann kjósa að stíga fram á völlinn og taka til orða. „Forsetinn kýs að tala alltaf sem leiðtogi, hafa vit fyrir okkur. Nú er hann að vara okkur við ákveðnum hlutum,“ segir Þóra og er sammála honum að því leyti að óþægilegt sé að moskur á Íslandi séu fjármagnaðar með fé frá Saudi Arabíu. Hins vegar sé mikil einföldun að heimfæra ójafnvægi kynjanna á islam. Þjóðkirkja Íslands, kaþólska kirkjan og önnur trúfélög hafa ekki verið mikið betri að mati Þóru sem telur ummæli um múslima hér á landi og víðar geta verið afar móðgandi fyrir þá sem vilja aðeins iðka trú sína. „Mér finnst forsetinn vera að daðra við tortryggni í garð þeirra sem þurfa umburðarlyndi hvað mest. Þeir mega stunda sína trú í friði fyrir mér,“ segir Þóra. Þóra Tómasdóttir. „Hann ætlar enn og aftur að taka sér það hlutverk að vera hlífisskjöldur yfir viðkvæmri þjóð. Hann ætlar að leiða okkur í gegnum þetta því við erum svo taugaóstyrk. Við þurfum bara lýðræði,“ segir Þóra en ekki karl á áttræðisaldri til að leiða íslensku þjóðina í gegnum þessa tíma. „Þetta er afburðamaður og við höfum margt gott að þakka honum en hann þarf ekki að hjálpa okkur að komast í gegnum þetta.“ Þær Kolbrún voru sammála um yfirburðarstöðu hans í aðdraganda kosninganna þótt Kolbrún telji líklegra að hann láti staðar numið en haldi áfram. „Þetta er kjörstaða. Meira að segja hans helstu andstæðingar viðurkenna að enginn geti sigrað hann,“ segir Kolbrún.
Forsetaembættið Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira