Lygilegra líf en skáldskapur Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 14:15 Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius Bjartur 180 bls. Lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson var ekkert venjulegt. Eiginlega bara allt annað og bæði skrautlegra og dramatískara en venjulegri manneskju entust nokkrir mannsaldrar til að lifa. Hér var því á ferðinni einstaklega áhugaverð kona, enda hefur líf hennar þegar verið til umfjöllunar í bæði blöðum og bókum. Þekktust er líkast til Konan við 1000°eftir Hallgrím Helgason, sem byggir að einhverju leyti á lífi Brynhildar Georgíu en er þó að stórum hluta skáldskapur. Ragnhildur Thorlacius hefur nú ritað sögu Brynhildar Georgíu Björnsson og hér er staðreyndum haldið til haga. Ekki veitir af þar sem lífshlaup þessarar merku konu var engu líkt. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar forseta Íslands, fædd í leynum í Svíþjóð fyrir hjónaband foreldra sinna, alin upp vítt og breitt um Danmörku og Þýskaland hjá ættingjum, vandalausum eða á heimavistarskólum og var jafnvel ein með sjálfri sér eftir að hafa orðið innlyksa í Evrópu á stríðsárunum. Þessi upphafsár gefa tóninn inn í líf rótleysis og umbrota. Líf sem er ekki ástæða til þess að rekja hér heldur láta lesendum það eftir að rekja sig eftir þessari forvitnilegu sögu. Ragnhildur Thorlacius fer þá leið með sögu Brynhildar Georgíu að rekja sig eftir ævi hennar frá viðburði til viðburðar og leggja megináherslu á staðreyndir sögunnar. Til þess styðst hún við samtalsbókina Ellefu líf, blaðaviðtöl og greinar, ævisögu föður hennar, Björns Sveinssonar Björnssonar, og afa hennar, Sveins Björnssonar, auk bréfaskipta og viðtala við eftirlifandi ættingja. Úr verður mögnuð línuleg frásögn af lífi sem er í raun miklum mun lygilegra en nokkur skáldskapur svo að minnir á köflum frekar á handritsdrög að hömlulausri sápuóperu. Þessi ævi er vissulega skemmtileg aflestrar en vandinn er að framsetningin er öll svo staðreyndabundin og svo rösklega farið yfir sögu að lítið fer fyrir þeirri mannlegu dýpt sem maður vonast eftir að finna í slíku verki. Þannig fer til að mynda furðu stór hluti bókarinnar undir myndir af síðum blaðanna, þar sem gefur að líta fréttir sem tengjast söguhetjunni með ýmsum hætti, en lítið af þessu er þó læsilegt umfram fyrirsagnir þannig að þetta bætir litlu við þessa annars ágætu upplifun. Öðru máli gegnir um ljósmyndirnar, sem bæta heilmiklu við og birta í senn ákveðna persónuleika þeirra sem koma við sögu ásamt því að draga fram tíðarandann á skemmtilegan hátt. En skarpari lýsingar á samferðamönnum sem og aðstæðum hverju sinni hefðu aukið á hughrifin og hjálpað lesandanum að tengjast betur þeim raunum sem verða á vegi aðalpersónunnar. Sagan um Brynhildi Georgíu Björnsson er vissulega skemmtileg og áhugaverð aflestrar og lesandinn er margs fróðari að lestri loknum.Niðurstaða: Áhugaverð bók um magnaða ævi einstakrar konu á miklum umbrotatímum. Frásögnin þó helst til sagnfræðileg og þurr á köflum. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Brynhildur Georgía Björnsson Ragnhildur Thorlacius Bjartur 180 bls. Lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson var ekkert venjulegt. Eiginlega bara allt annað og bæði skrautlegra og dramatískara en venjulegri manneskju entust nokkrir mannsaldrar til að lifa. Hér var því á ferðinni einstaklega áhugaverð kona, enda hefur líf hennar þegar verið til umfjöllunar í bæði blöðum og bókum. Þekktust er líkast til Konan við 1000°eftir Hallgrím Helgason, sem byggir að einhverju leyti á lífi Brynhildar Georgíu en er þó að stórum hluta skáldskapur. Ragnhildur Thorlacius hefur nú ritað sögu Brynhildar Georgíu Björnsson og hér er staðreyndum haldið til haga. Ekki veitir af þar sem lífshlaup þessarar merku konu var engu líkt. Hún var barnabarn Sveins Björnssonar forseta Íslands, fædd í leynum í Svíþjóð fyrir hjónaband foreldra sinna, alin upp vítt og breitt um Danmörku og Þýskaland hjá ættingjum, vandalausum eða á heimavistarskólum og var jafnvel ein með sjálfri sér eftir að hafa orðið innlyksa í Evrópu á stríðsárunum. Þessi upphafsár gefa tóninn inn í líf rótleysis og umbrota. Líf sem er ekki ástæða til þess að rekja hér heldur láta lesendum það eftir að rekja sig eftir þessari forvitnilegu sögu. Ragnhildur Thorlacius fer þá leið með sögu Brynhildar Georgíu að rekja sig eftir ævi hennar frá viðburði til viðburðar og leggja megináherslu á staðreyndir sögunnar. Til þess styðst hún við samtalsbókina Ellefu líf, blaðaviðtöl og greinar, ævisögu föður hennar, Björns Sveinssonar Björnssonar, og afa hennar, Sveins Björnssonar, auk bréfaskipta og viðtala við eftirlifandi ættingja. Úr verður mögnuð línuleg frásögn af lífi sem er í raun miklum mun lygilegra en nokkur skáldskapur svo að minnir á köflum frekar á handritsdrög að hömlulausri sápuóperu. Þessi ævi er vissulega skemmtileg aflestrar en vandinn er að framsetningin er öll svo staðreyndabundin og svo rösklega farið yfir sögu að lítið fer fyrir þeirri mannlegu dýpt sem maður vonast eftir að finna í slíku verki. Þannig fer til að mynda furðu stór hluti bókarinnar undir myndir af síðum blaðanna, þar sem gefur að líta fréttir sem tengjast söguhetjunni með ýmsum hætti, en lítið af þessu er þó læsilegt umfram fyrirsagnir þannig að þetta bætir litlu við þessa annars ágætu upplifun. Öðru máli gegnir um ljósmyndirnar, sem bæta heilmiklu við og birta í senn ákveðna persónuleika þeirra sem koma við sögu ásamt því að draga fram tíðarandann á skemmtilegan hátt. En skarpari lýsingar á samferðamönnum sem og aðstæðum hverju sinni hefðu aukið á hughrifin og hjálpað lesandanum að tengjast betur þeim raunum sem verða á vegi aðalpersónunnar. Sagan um Brynhildi Georgíu Björnsson er vissulega skemmtileg og áhugaverð aflestrar og lesandinn er margs fróðari að lestri loknum.Niðurstaða: Áhugaverð bók um magnaða ævi einstakrar konu á miklum umbrotatímum. Frásögnin þó helst til sagnfræðileg og þurr á köflum.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira