Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 23:51 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson
Fréttir af flugi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira