Allt að gerast á Íslandi Skjóðan skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast. Skjóðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast.
Skjóðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira