Kári, Stormur og Diddú Hildur Sverrisdóttir skrifar 9. desember 2015 06:00 Í óveðrinu sem fékk heitið Diddú hjá netverjum ákvað ég að næst myndi ég kaupa mjög marga flugelda þar sem ég var í inni í hlýjunni á meðan þetta einstaka björgunarfólk okkar var að glíma við svo marga metra á sekúndu að ég veit ekki hvað það myndi kallast í vindstigum. Einhverjir sem voru líka bara inni í hlýjunni tautuðu þó yfir að fárviðrisspáin hefði ekki ræst alveg. Eins og þeir hefðu verið sviknir. Ekki er ég veðurfræðingur en mér fannst nú alveg nógu margir lenda í hremmingum, auk þess sem ég gat ekki varist þeirri hugsun hversu margir í gegnum íslenska veðurslysasögu hefðu frekar viljað fá aðvörun með góðum fyrirvara svo að hægt væri að stemma stigu við tjóni. Hversu alltof mörg og skelfileg slysin af völdum náttúrunnar hafa verið þar sem fólk hefði fórnað öllu fyrir að hafa verið varað við verra veðri en kom á endanum, í staðinn fyrir að hafa fengið verra veður en búist var við. Ég held við ættum því bara að vera þakklát. Enda sýnist mér að fæstir hafi nú tapað á þessum óveðursaðvörunum. Þvert á móti höfðu flestir það bara ljómandi huggulegt með sínum nánustu í útgöngubanni við kertaljós. Það er enda þekkt í Bandaríkjunum að þegar stórir stormar fara hjá verður stökk í fæðingartíðninni níu mánuðum seinna, af augljósum ástæðum. Oftar en ekki rýkur þá heitið á viðkomandi stormi samhliða upp vinsældalista barnanafna. Ég kíkti í mannanafnaskrá og Diddú er þar ekki á lista. Því þarf að leyfa það hið snarasta eða leggja niður mannanafnanefnd svo hægt verði að nefna og skíra allar fyrirsjáanlegu Diddúarnar í byrjun september næsta árs - og halda bara þannig upp á að ekki fór eins illa og það hefði eflaust getað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í óveðrinu sem fékk heitið Diddú hjá netverjum ákvað ég að næst myndi ég kaupa mjög marga flugelda þar sem ég var í inni í hlýjunni á meðan þetta einstaka björgunarfólk okkar var að glíma við svo marga metra á sekúndu að ég veit ekki hvað það myndi kallast í vindstigum. Einhverjir sem voru líka bara inni í hlýjunni tautuðu þó yfir að fárviðrisspáin hefði ekki ræst alveg. Eins og þeir hefðu verið sviknir. Ekki er ég veðurfræðingur en mér fannst nú alveg nógu margir lenda í hremmingum, auk þess sem ég gat ekki varist þeirri hugsun hversu margir í gegnum íslenska veðurslysasögu hefðu frekar viljað fá aðvörun með góðum fyrirvara svo að hægt væri að stemma stigu við tjóni. Hversu alltof mörg og skelfileg slysin af völdum náttúrunnar hafa verið þar sem fólk hefði fórnað öllu fyrir að hafa verið varað við verra veðri en kom á endanum, í staðinn fyrir að hafa fengið verra veður en búist var við. Ég held við ættum því bara að vera þakklát. Enda sýnist mér að fæstir hafi nú tapað á þessum óveðursaðvörunum. Þvert á móti höfðu flestir það bara ljómandi huggulegt með sínum nánustu í útgöngubanni við kertaljós. Það er enda þekkt í Bandaríkjunum að þegar stórir stormar fara hjá verður stökk í fæðingartíðninni níu mánuðum seinna, af augljósum ástæðum. Oftar en ekki rýkur þá heitið á viðkomandi stormi samhliða upp vinsældalista barnanafna. Ég kíkti í mannanafnaskrá og Diddú er þar ekki á lista. Því þarf að leyfa það hið snarasta eða leggja niður mannanafnanefnd svo hægt verði að nefna og skíra allar fyrirsjáanlegu Diddúarnar í byrjun september næsta árs - og halda bara þannig upp á að ekki fór eins illa og það hefði eflaust getað farið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun