Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. desember 2015 14:00 Guðrún Hjörleifsdóttir nýtir tilfallandi efnivið í jólaföndur. Mynd/Anton brink Guðrún Hjörleifsdóttir, vöruhönnuður og listgreinakennari, nýtir gjarnan garnafganga, pappír og fleira sem fellur til og býr til skemmtilegt skraut fyrir jólin. Guðrún föndraði fyrir okkur nokkrar gerðir af jólatrjám og gefur hér leiðbeiningar.Jólatré með stjörnu Efniviður: Gömul bók á 100 krónur úr nytjamarkaðnum Búkollu, gamall pappakassi og grillpinnar. „Ég klippti út fót úr pappakassanum og stakk grillpinnanum í gegn. Best er að hafa bylgjupappann tvöfaldan neðst svo tréð verði stöðugt. Svo klippti ég niður misstóra ferninga út úr bókinni og raðaði þeim á grillpinnann til skiptis, ein blaðsíða úr bók og eitt lag af bylgjupappa og svo koll af kolli þar til út kemur fallegt tré. Ég notaði piparkökumót til þess að teikna tvær stjörnur eftir sem ég klippti út og límdi utan um toppinn á grillpinnanum.“Bókajólatré.Bókajólatré Efniviður: Gömul bók á 100 kall úr nytjamarkaðnum Búkollu. „Mér finnst flott að nota bók með svolítið gulnuðum blöðum. Ég bjó til skapalón af hálfu tré úr venjulegu A4-blaði sem ég sneið til eftir bókinni. Teiknaði útlínur trésins á fyrstu síðuna í bókinni og klippti svo út nokkrar blaðsíður saman í einu og vann mig þannig í gegnum bókina.“Garntré. Sniðugt er að þræða perlur upp á bandið og vefja um tréð í lokin.Garn-tré Efniviður: Veggfóðurslím, blað, plastfilma og garnafgangar. „Ég bjó til keilu úr blaði sem ég límdi saman og pakkaði svo inn í matar-plastfilmu. Ég dýfði garninu í límið og vafði því utan um plastklæddu keiluna. Svo lét ég herlegheitin þorna og úr varð fínasta jólatré. Ég skreytti tréð með því að þræða perlur upp á band í lokin og vefja um tréð. Í þetta er hægt að nota alls konar fljótandi lím, til dæmis hveitilím sem auðvelt er að búa til í eldhúsinu heima.“Hveitilím 100 g hveiti, glútenlaust 700 ml vatn Hveiti sett smám saman út í vatnið og hrært. Hitað að suðu og soðið við vægan hita í ca. 20 mín. og hrært í allan tímann. Sett í vel lokað ílát þegar límið er orðið kalt. Geymist í kæliskáp í allt að 3 vikur.Origami blaða-tré.Origami blaða-tré Efniviður: Gamalt eintak af Húsum og híbýlum. „Blöðin brotin á ská inn að kili blaðsins þannig að úr verður tré. Á Youtube má finna fullt af skemmtilegum kennslumyndböndum fyrir svona snilld.“ Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól
Guðrún Hjörleifsdóttir, vöruhönnuður og listgreinakennari, nýtir gjarnan garnafganga, pappír og fleira sem fellur til og býr til skemmtilegt skraut fyrir jólin. Guðrún föndraði fyrir okkur nokkrar gerðir af jólatrjám og gefur hér leiðbeiningar.Jólatré með stjörnu Efniviður: Gömul bók á 100 krónur úr nytjamarkaðnum Búkollu, gamall pappakassi og grillpinnar. „Ég klippti út fót úr pappakassanum og stakk grillpinnanum í gegn. Best er að hafa bylgjupappann tvöfaldan neðst svo tréð verði stöðugt. Svo klippti ég niður misstóra ferninga út úr bókinni og raðaði þeim á grillpinnann til skiptis, ein blaðsíða úr bók og eitt lag af bylgjupappa og svo koll af kolli þar til út kemur fallegt tré. Ég notaði piparkökumót til þess að teikna tvær stjörnur eftir sem ég klippti út og límdi utan um toppinn á grillpinnanum.“Bókajólatré.Bókajólatré Efniviður: Gömul bók á 100 kall úr nytjamarkaðnum Búkollu. „Mér finnst flott að nota bók með svolítið gulnuðum blöðum. Ég bjó til skapalón af hálfu tré úr venjulegu A4-blaði sem ég sneið til eftir bókinni. Teiknaði útlínur trésins á fyrstu síðuna í bókinni og klippti svo út nokkrar blaðsíður saman í einu og vann mig þannig í gegnum bókina.“Garntré. Sniðugt er að þræða perlur upp á bandið og vefja um tréð í lokin.Garn-tré Efniviður: Veggfóðurslím, blað, plastfilma og garnafgangar. „Ég bjó til keilu úr blaði sem ég límdi saman og pakkaði svo inn í matar-plastfilmu. Ég dýfði garninu í límið og vafði því utan um plastklæddu keiluna. Svo lét ég herlegheitin þorna og úr varð fínasta jólatré. Ég skreytti tréð með því að þræða perlur upp á band í lokin og vefja um tréð. Í þetta er hægt að nota alls konar fljótandi lím, til dæmis hveitilím sem auðvelt er að búa til í eldhúsinu heima.“Hveitilím 100 g hveiti, glútenlaust 700 ml vatn Hveiti sett smám saman út í vatnið og hrært. Hitað að suðu og soðið við vægan hita í ca. 20 mín. og hrært í allan tímann. Sett í vel lokað ílát þegar límið er orðið kalt. Geymist í kæliskáp í allt að 3 vikur.Origami blaða-tré.Origami blaða-tré Efniviður: Gamalt eintak af Húsum og híbýlum. „Blöðin brotin á ská inn að kili blaðsins þannig að úr verður tré. Á Youtube má finna fullt af skemmtilegum kennslumyndböndum fyrir svona snilld.“
Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Svona gerirðu graflax Jól Endurgerð á ömmusalati Jól Mömmukökur bestar Jólin Hakkabuff með eggi á jólunum Jól Laufabrauð Jól Yfir fannhvíta jörð Jól Jólagjafir undir 1000 kr. Jól