Stjörnum prýtt mót Tiger Woods hefst í kvöld 3. desember 2015 13:30 Spieth hefur verið í ótrúlegu formi á árinu. Getty Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira