Sala bíla til einstaklinga 60% meiri í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 13:42 Sala Subaru bíla hefur vaxið um 93% á árinu. Í nóvembermánuði seldu bílaumboð landsins 60% fleiri bíla til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) en í sama mánuði 2014 þegar 456 bílar seldust samanborið við 727 í nýliðnum mánuði. Í heild afhentu umboðin 14.316 bíla fyrstu ellefu mánuðina samanborið við 9.875 á sama tímabili 2014 og nemur vöxtur bílamarkaðsins í heild um 45 prósentum það sem af er árinu. Í nýliðnum nóvembermánuði afhenti BL 190 bíla til einstaklinga og atvinnufyrirtækja (án bílaleiga) og hafði BL mesta markaðshlutdeild á þeim markaði í mánuðinum, alls 26,1%. Sé litið til fyrstu ellefu mánaða ársins nemur markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild 22,5 prósentum með alls 3.219 selda bíla á tímabilinu. Það er 48% aukning frá fyrra ári þegar BL seldi alls 2.176 bíla. Hefur BL mesta markaðshludeild á bílamarkaði það sem ári og hefur hún aukist um 0,5% miðað við sama tímabil 2014. Sé litið til bílaleiga landsins fyrstu ellefu mánuði ársins, þá hefur sala umboðanna vaxið um 38% miðað við sama tímabil 2014 með alls 6.046 selda bíla samanborið við 4.385 á sama tímabili 2014. Miðað við þá þróun sem verið hefur allt þetta ár í afhendingu á nýjum bílum til bílaleiga landsins bendir allt til þess að leigunum verði afhentir mun fleiri bílar í yfirstandandi desembermánuði heldur en í sama mánuði 2014 þegar þær keyptu 101 bíl. Sjá má í töflu hér að neðan með sölu hvers umboðs fyrir sig það sem af er liðið ári og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Hér má sjá sölu bíla á Íslandi frá janúar til nóvember eftir umboðum og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Í nóvembermánuði seldu bílaumboð landsins 60% fleiri bíla til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) en í sama mánuði 2014 þegar 456 bílar seldust samanborið við 727 í nýliðnum mánuði. Í heild afhentu umboðin 14.316 bíla fyrstu ellefu mánuðina samanborið við 9.875 á sama tímabili 2014 og nemur vöxtur bílamarkaðsins í heild um 45 prósentum það sem af er árinu. Í nýliðnum nóvembermánuði afhenti BL 190 bíla til einstaklinga og atvinnufyrirtækja (án bílaleiga) og hafði BL mesta markaðshlutdeild á þeim markaði í mánuðinum, alls 26,1%. Sé litið til fyrstu ellefu mánaða ársins nemur markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild 22,5 prósentum með alls 3.219 selda bíla á tímabilinu. Það er 48% aukning frá fyrra ári þegar BL seldi alls 2.176 bíla. Hefur BL mesta markaðshludeild á bílamarkaði það sem ári og hefur hún aukist um 0,5% miðað við sama tímabil 2014. Sé litið til bílaleiga landsins fyrstu ellefu mánuði ársins, þá hefur sala umboðanna vaxið um 38% miðað við sama tímabil 2014 með alls 6.046 selda bíla samanborið við 4.385 á sama tímabili 2014. Miðað við þá þróun sem verið hefur allt þetta ár í afhendingu á nýjum bílum til bílaleiga landsins bendir allt til þess að leigunum verði afhentir mun fleiri bílar í yfirstandandi desembermánuði heldur en í sama mánuði 2014 þegar þær keyptu 101 bíl. Sjá má í töflu hér að neðan með sölu hvers umboðs fyrir sig það sem af er liðið ári og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Hér má sjá sölu bíla á Íslandi frá janúar til nóvember eftir umboðum og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent