Mercedes Benz selur gamla safnbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 10:45 Mercedes Benz E 60 AMG Limited er einn dýrgripanna sem seldir verða. Bílasafnarar ættu að kætast yfir þeirri ákvörðun Mercedes Benz að fækka hjá sér gömlu safngripum og selja marga gamla Mercedes Benz bíla til almennings. Þetta eru bílar allt frá árinu 1929 til 1995 og hafa verið í eigu bílasafns Mercedes Benz í Fellbach í nágrenni Stuttgart. Þessa bíla kalla þeir Mercedes-menn „All Time Stars“ og flokkar þá bíla sem selja á í þrjá flokka; „Premium Edition, Collectors Edition og Drivers Edition“. Þar má finna bíla eins og 1994 árgerðina af Mercedes Benz E 60 AMG Limited með 6,0 lítra V8 og 381 hestafla bensínvél, en aðeins 12 slíkir bílar voru framleiddir. Hann er fær um að taka sprettinn í 100 á 5,4 sekúndum og hámarkshraði hans er takmarkaður við 250 km/klst. Að sjálfsögðu fellur þessi bíll í flokkinn „Collectors Edition“ og verð hans er í takt við það, eða 189.000 evrur. Það er um 26,7 milljónir króna. Þessum bíl hefur aðeins verið ekið 74.800 kílómetra. Elsti bíllinn er 1929 árgerðin af Type 630 Kompressor, en sá nýjasti E 320 blæjubíll frá árinu 1995. Allir bílarnir sem seldir verða fara í gegnum grandskoðun þar sem 160 atriði bílanna eru yfirfarin. Bílarnir eru ennfremur allir með nákvæmlega skráða sögu. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent
Bílasafnarar ættu að kætast yfir þeirri ákvörðun Mercedes Benz að fækka hjá sér gömlu safngripum og selja marga gamla Mercedes Benz bíla til almennings. Þetta eru bílar allt frá árinu 1929 til 1995 og hafa verið í eigu bílasafns Mercedes Benz í Fellbach í nágrenni Stuttgart. Þessa bíla kalla þeir Mercedes-menn „All Time Stars“ og flokkar þá bíla sem selja á í þrjá flokka; „Premium Edition, Collectors Edition og Drivers Edition“. Þar má finna bíla eins og 1994 árgerðina af Mercedes Benz E 60 AMG Limited með 6,0 lítra V8 og 381 hestafla bensínvél, en aðeins 12 slíkir bílar voru framleiddir. Hann er fær um að taka sprettinn í 100 á 5,4 sekúndum og hámarkshraði hans er takmarkaður við 250 km/klst. Að sjálfsögðu fellur þessi bíll í flokkinn „Collectors Edition“ og verð hans er í takt við það, eða 189.000 evrur. Það er um 26,7 milljónir króna. Þessum bíl hefur aðeins verið ekið 74.800 kílómetra. Elsti bíllinn er 1929 árgerðin af Type 630 Kompressor, en sá nýjasti E 320 blæjubíll frá árinu 1995. Allir bílarnir sem seldir verða fara í gegnum grandskoðun þar sem 160 atriði bílanna eru yfirfarin. Bílarnir eru ennfremur allir með nákvæmlega skráða sögu.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent