Smári snýr aftur Stjórnarmaðurinn skrifar 2. desember 2015 07:00 Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira