Audi h-tron quattro Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 13:14 Audi e-tron quattro concept gæti bæði orðið rafmagnsbíll og vatnisbíll. Audi kynnti hugmyndabílinn Audi e-tron quattro á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og nú heyrast raddir þess efnis að fyrirtækið ætli að kynna Audi h-tron quattro þar sem h stendur fyrir hydrogen, eða vetni. Því er Audi að hugleiða að framleiða þennan bíl bæði með rafmagnsdrifrás og knúinn vetni. Líklegt er talið að Audi muni kynna þennan bíl á North American International Auto Show í Bandaríkjunum sem hefst þann 11. janúar. Audi e-tron quattro og Audi h-tron quattro verða alveg eins í útliti, en með sitthvora drifrásina. Audi hefur verið að vinna að vetnisdrifnum bílum í nokkur ár og ætlar, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að veðja á vetni sem orkugjafa fyrir bíla, auk rafmagns. Audi e-tron quattro verður enginn aukvisi því þrír rafmótorar bílsins eru samtals 429 hestöfl og í boost-mode má fá úr þeim 496 hestöfl. Hann er aðeins 4,6 sekúndur í 100 km hraða, hámarkshraðinn er takmarkaður við 210 km/klst og hann á að vera með 500 km drægni. Það verður síðan að koma í ljós í Bandaríkjunum eftir rúmar 3 vikur hvernig vetnisútgáfan verður, ef heimildir þær sem byggt er hér á eru réttar. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent
Audi kynnti hugmyndabílinn Audi e-tron quattro á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og nú heyrast raddir þess efnis að fyrirtækið ætli að kynna Audi h-tron quattro þar sem h stendur fyrir hydrogen, eða vetni. Því er Audi að hugleiða að framleiða þennan bíl bæði með rafmagnsdrifrás og knúinn vetni. Líklegt er talið að Audi muni kynna þennan bíl á North American International Auto Show í Bandaríkjunum sem hefst þann 11. janúar. Audi e-tron quattro og Audi h-tron quattro verða alveg eins í útliti, en með sitthvora drifrásina. Audi hefur verið að vinna að vetnisdrifnum bílum í nokkur ár og ætlar, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að veðja á vetni sem orkugjafa fyrir bíla, auk rafmagns. Audi e-tron quattro verður enginn aukvisi því þrír rafmótorar bílsins eru samtals 429 hestöfl og í boost-mode má fá úr þeim 496 hestöfl. Hann er aðeins 4,6 sekúndur í 100 km hraða, hámarkshraðinn er takmarkaður við 210 km/klst og hann á að vera með 500 km drægni. Það verður síðan að koma í ljós í Bandaríkjunum eftir rúmar 3 vikur hvernig vetnisútgáfan verður, ef heimildir þær sem byggt er hér á eru réttar.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent