Konfekt og kristin trú Ívar Halldórsson skrifar 14. desember 2015 15:21 „Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
„Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól!
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar