Gott fólk Magnús Guðmundsson skrifar 14. desember 2015 07:00 Af öllu því sem við reynum að kenna börnunum okkar er ekkert eins mikilvægt og það að vera góð manneskja. Að breyta rétt gagnvart öðrum og láta sig varða um líf og líðan náungans. Að gæta bróður síns eins og einhver kynni að orða það. Með sama hætti viljum að okkar sé minnst með því að sagt verði um okkur „hann var góður maður“ eða „hún var góð kona“. Það eru eftirsóknarverð eftirmæli. Eftirsóknarverð en svo sannarlega ekki gefins því við getum þurft að hafa fyrir þeim á hverjum degi. Leggja okkur fram um að breyta rétt með líf og hagsæld annarra að leiðarljósi. Því gott fólk getur líka átt það til að gera ekkert og öll vitum við eins vel og Edmund Burke hvað það getur haft í för með sér þegar góðir menn gera ekkert. Og eftir því sem okkur er falið meira vald þá vex ábyrgðin. En sá sem sækist eftir valdinu hlýtur að vilja axla ábyrgð. Axla þá ábyrgð að gæta bróður síns. Í liðinni viku var tuttugu og sjö einstaklingum vísað úr landi. Þar á meðal voru tvær albanskar fjölskyldur með tvö langveik börn. Gríðarlegrar óánægju gætir í samfélaginu með þessa ákvörðun Útlendingastofnunnar enda erfitt að sjá að þarna sé mannúð höfð að leiðarljósi. Viðbrögð Hróðmars Helgasonar barnalæknis, efasemdir um gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu og möguleikar barnanna til einhvers eða betra lífs eru þungur áfellisdómur yfir þessari ákvörðun. Ákvörðun þar sem þröngt túlkað regluverk og hamlandi lagarammar eru ofar lífi og velferð ungra barna. Í því er fólgin mikil smán fyrir íslenskt samfélag. Þessi smán er okkar allra því þessi ákvörðun er tekin í nafni okkar allra. Í nafni þjóðarinnar. Þjóðar þar sem þó þrátt fyrir allt þúsundir andæfa, gagnrýna og mótmæla þessari ákvörðun og eru fyrir vikið uppnefnd „góða fólkið“ eins og þar sé á ferðinni einhver hópur fólks sem telur sig betra en aðra. En þetta er bara venjulegt fólk sem vill breyta rétt. Hvernig getur það verið slæmt að vilja vera góður? Samfélag þar sem góðmennska er höfð á orði fólki til hnjóðs hlýtur að vera á skelfilegum villigötum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður Útlendingastofnunnar en hún telur engu að síður að hún hafi ekki getað haft nokkur áhrif á framvindu málsins. Að ábyrgðin fylgi ekki valdinu og að hún sé aðeins, eins og hún orðar það sjálf, „birtingarmynd málsins“ en ábyrgðin sé alls ekki hennar. Það er skiljanlegt að hún vilji ekki bera ábyrgð á því að senda þessi börn út í óvissuna. Slík ábyrgð hlýtur að vera þungur kross að bera. En hvort sem Ólöfu líkar það betur eða verr þá er hún fulltrúi okkar þjóðarinnar og því ber henni að axla þessa ábyrgð. Taka málið upp og sjá til þess að þessi börn sem við sendum úti í óvissuna verði færð hingað heim í skjól og öryggi og fái hér bestu læknisaðstoð sem völ er á endurgjaldslaust. Og við sem þjóð þurfum að gera meira af því að breyta rétt og láta okkur varða um bræður okkar og systur í umheiminum. Við sem þjóð viljum nefnilega geta horft framan í heiminn og sagt kinnroðalaust að það búi gott fólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Af öllu því sem við reynum að kenna börnunum okkar er ekkert eins mikilvægt og það að vera góð manneskja. Að breyta rétt gagnvart öðrum og láta sig varða um líf og líðan náungans. Að gæta bróður síns eins og einhver kynni að orða það. Með sama hætti viljum að okkar sé minnst með því að sagt verði um okkur „hann var góður maður“ eða „hún var góð kona“. Það eru eftirsóknarverð eftirmæli. Eftirsóknarverð en svo sannarlega ekki gefins því við getum þurft að hafa fyrir þeim á hverjum degi. Leggja okkur fram um að breyta rétt með líf og hagsæld annarra að leiðarljósi. Því gott fólk getur líka átt það til að gera ekkert og öll vitum við eins vel og Edmund Burke hvað það getur haft í för með sér þegar góðir menn gera ekkert. Og eftir því sem okkur er falið meira vald þá vex ábyrgðin. En sá sem sækist eftir valdinu hlýtur að vilja axla ábyrgð. Axla þá ábyrgð að gæta bróður síns. Í liðinni viku var tuttugu og sjö einstaklingum vísað úr landi. Þar á meðal voru tvær albanskar fjölskyldur með tvö langveik börn. Gríðarlegrar óánægju gætir í samfélaginu með þessa ákvörðun Útlendingastofnunnar enda erfitt að sjá að þarna sé mannúð höfð að leiðarljósi. Viðbrögð Hróðmars Helgasonar barnalæknis, efasemdir um gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu og möguleikar barnanna til einhvers eða betra lífs eru þungur áfellisdómur yfir þessari ákvörðun. Ákvörðun þar sem þröngt túlkað regluverk og hamlandi lagarammar eru ofar lífi og velferð ungra barna. Í því er fólgin mikil smán fyrir íslenskt samfélag. Þessi smán er okkar allra því þessi ákvörðun er tekin í nafni okkar allra. Í nafni þjóðarinnar. Þjóðar þar sem þó þrátt fyrir allt þúsundir andæfa, gagnrýna og mótmæla þessari ákvörðun og eru fyrir vikið uppnefnd „góða fólkið“ eins og þar sé á ferðinni einhver hópur fólks sem telur sig betra en aðra. En þetta er bara venjulegt fólk sem vill breyta rétt. Hvernig getur það verið slæmt að vilja vera góður? Samfélag þar sem góðmennska er höfð á orði fólki til hnjóðs hlýtur að vera á skelfilegum villigötum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður Útlendingastofnunnar en hún telur engu að síður að hún hafi ekki getað haft nokkur áhrif á framvindu málsins. Að ábyrgðin fylgi ekki valdinu og að hún sé aðeins, eins og hún orðar það sjálf, „birtingarmynd málsins“ en ábyrgðin sé alls ekki hennar. Það er skiljanlegt að hún vilji ekki bera ábyrgð á því að senda þessi börn út í óvissuna. Slík ábyrgð hlýtur að vera þungur kross að bera. En hvort sem Ólöfu líkar það betur eða verr þá er hún fulltrúi okkar þjóðarinnar og því ber henni að axla þessa ábyrgð. Taka málið upp og sjá til þess að þessi börn sem við sendum úti í óvissuna verði færð hingað heim í skjól og öryggi og fái hér bestu læknisaðstoð sem völ er á endurgjaldslaust. Og við sem þjóð þurfum að gera meira af því að breyta rétt og láta okkur varða um bræður okkar og systur í umheiminum. Við sem þjóð viljum nefnilega geta horft framan í heiminn og sagt kinnroðalaust að það búi gott fólk á Íslandi.