Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 16:15 Það verður ekki auðvelt að mæta samheldnu íslensku liði á EM næsta sumar. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina í París á laugardaginn. Guardian setur gestgjafa Frakka í efsta sætið. Spánn, Þýskaland og Belgía koma í næstu sætum og Ítalir eru á undan Englendingum sem eru í sjötta sætinu hjá Guardian. Íslenska landsliðið er í næsta sæti á eftir Tékkum og næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Wales, Rússland, Sviss, Slóvakía og Svíþjóð. „Ísland er fámennasta þjóðin sem kemst inn á stórmót en miðað við það að Ísland rétt missti af sæti á HM 2014 þá er ekki hægt að segja að þetta komi á óvart. Það er gott jafnvægi og skipulag hjá íslenska liðinu og leikmennirnir njóta þess greinilega að spila saman," segir í umfjöllun Guardian um íslenska liðið. Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki ásamt Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi. Samkvæmt mati Guardian er íslenska landsliðið besta liðið sem er í fjórða styrkleikaflokknum og því ættu hin liðin að óska þess að sleppa við Ísland þegar dregið verður á laugardaginn.Styrkleikalisti Guardian 1. Frakkland (7. sæti samkvæmt mati UEFA) 2. Spánn (2) 3. Þýskaland (1) 4. Belgía (5) 5. Ítalía (6) 6. England (3) 7. Króatía (11) 8. Portúgal (4) 9. Pólland (15) 10. Austurríki (10) 11. Úkraína (12) 12. Tékkland (13)13. Ísland (21) 14. Wales (22) 15. Rússland (8) 16. Sviss (9) 17. Slóvakía (17) 18. Svíþjóð (14) 19. Tyrkland (19) 20. Írland (20) 21. Norður Írland (24) 22. Ungverjaland (18) 23. Albanía (23) 24. Rúmenía (16) Guardian býður einnig upp á það að prófa að það að draga í riðla en hægt er að gera það hér. Þá kemur einnig fram erfiðleikastuðull á hvern riðil.Styrkleikalistarnir í drættinum á laugardaginn:1. styrkleikaflokkur: Frakkland Spánn Þýskaland England Portúgal Belgía2. styrkleikaflokkur: Ítalía Rússland Sviss Austurríki Króatía Úkraína3. styrkleikaflokkur: Tékkland Svíþjóð Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland4. styrkleikaflokkur: Tyrkland ÍrlandÍsland Wales Albanía Norður Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sport Fleiri fréttir Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian. Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina í París á laugardaginn. Guardian setur gestgjafa Frakka í efsta sætið. Spánn, Þýskaland og Belgía koma í næstu sætum og Ítalir eru á undan Englendingum sem eru í sjötta sætinu hjá Guardian. Íslenska landsliðið er í næsta sæti á eftir Tékkum og næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Wales, Rússland, Sviss, Slóvakía og Svíþjóð. „Ísland er fámennasta þjóðin sem kemst inn á stórmót en miðað við það að Ísland rétt missti af sæti á HM 2014 þá er ekki hægt að segja að þetta komi á óvart. Það er gott jafnvægi og skipulag hjá íslenska liðinu og leikmennirnir njóta þess greinilega að spila saman," segir í umfjöllun Guardian um íslenska liðið. Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki ásamt Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi. Samkvæmt mati Guardian er íslenska landsliðið besta liðið sem er í fjórða styrkleikaflokknum og því ættu hin liðin að óska þess að sleppa við Ísland þegar dregið verður á laugardaginn.Styrkleikalisti Guardian 1. Frakkland (7. sæti samkvæmt mati UEFA) 2. Spánn (2) 3. Þýskaland (1) 4. Belgía (5) 5. Ítalía (6) 6. England (3) 7. Króatía (11) 8. Portúgal (4) 9. Pólland (15) 10. Austurríki (10) 11. Úkraína (12) 12. Tékkland (13)13. Ísland (21) 14. Wales (22) 15. Rússland (8) 16. Sviss (9) 17. Slóvakía (17) 18. Svíþjóð (14) 19. Tyrkland (19) 20. Írland (20) 21. Norður Írland (24) 22. Ungverjaland (18) 23. Albanía (23) 24. Rúmenía (16) Guardian býður einnig upp á það að prófa að það að draga í riðla en hægt er að gera það hér. Þá kemur einnig fram erfiðleikastuðull á hvern riðil.Styrkleikalistarnir í drættinum á laugardaginn:1. styrkleikaflokkur: Frakkland Spánn Þýskaland England Portúgal Belgía2. styrkleikaflokkur: Ítalía Rússland Sviss Austurríki Króatía Úkraína3. styrkleikaflokkur: Tékkland Svíþjóð Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland4. styrkleikaflokkur: Tyrkland ÍrlandÍsland Wales Albanía Norður Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sport Fleiri fréttir Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sjá meira