Opel Insignia verður Buick Regal í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 15:52 Opel Insignia Country Tourer. Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent