Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir þá sem þáðu aðstoð í ár hafa getað valið úr glæsilegum fatnaði og gjöfum frá sjálfboðaliðum. Fréttablaðið/GVA „Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“ Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
„Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“
Jólafréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira