Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2015 05:00 Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira