Opið og lýðræðislegt samfélag fyrir alla Stjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 27. janúar 2015 07:00 Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á Helfarardeginum 27. janúar, heiðrum við minningu þeirra sem létu lífið í helför nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Við heiðrum minningu þeirra milljóna kvenna, karla og barna sem létu lífið þegar hið opna og lýðræðislega samfélag vék fyrir brjálæði haturs, fordóma og skorti á umburðarlyndi. Réttlátt og lýðræðislegt samfélag byggir á grunngildunum um virðingu, frjálsræði og jöfnum rétti allra. Allir fæðast með þann grundvallarrétt, þau mannréttindi, að þurfa ekki að líða fyrir mismunum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar eða trúar. Hugmyndagrundvöllur jafnaðarmennskunnar byggir í raun á því að allir einstaklingar eigi að hafa sömu möguleika og sama rétt og þar liggur eitt mikilvægasta verkefni okkar í fjölmenningarsamfélögum nútímans. Í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir einstaklingar eru metnir til jafns. Það er auðvelt að gefa sér sem sjálfsagðan hlut að allir hafi í raun sömu möguleika og rétt. Auðvelt að gefa sér að í dag, 27. janúar 2015, sé heiminum ekki lengur skipt í „okkur“ og „þau“ þar sem annar hópurinn er mikilvægari en hinn. Gefa sér að við séum komin lengra. En því miður, sú er ekki raunin. Á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu gnauða nú naprir vindar fortíðar. Hægriöfgahópar gera alvarlega atlögu að okkar opna og lýðræðislega samfélagi með fordómafullum boðskap um kynþáttahyggju, fjandskap við innflytjendur og mismunun þjóðfélagshópa. Við okkur blasir vaxandi hatur í garð gyðinga og múslima og afar ógnvekjandi og hættuleg samfélagsþróun. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vara eindregið við þeim hægriöfgum og þjóðerniskennd sem nú ógna okkar opnu og lýðræðislegu samfélögum og gegn þeim ætlum við að vinna. Við munum áfram berjast fyrir jöfnum möguleikum allra og þeim mannréttindum að þurfa ekki að upplifa mismunun.Stillum saman strengi Við verðum að stilla saman strengi okkar í baráttunni fyrir hinu opna og lýðræðislega samfélagi, bæði á Norðurlöndunum og í gervallri Evrópu. Við verðum að læra af sögunni og á sama tíma vinna markvisst gegn niðurrifi hatursumræðu og fordóma. Til þess þurfum við einnig lýðræðisleg, öflug verkfæri. Með hið lifandi sögusafn Svía sem fyrirmynd, Forum för Levande Historia, hvetjum við þess vegna í dag öll norrænu löndin og Evrópu alla, til að standa sameiginlega að nýrri stofnum, sem með útgangspunkt í hörmungum Helfararinnar myndi berjast fyrir lýðræði, umburðarlyndi og jöfnum rétti allra. Berjast fyrir opnu lýðræðissamfélagi, gegn hatri og skorti á umburðarlyndi.Marit Nybakk,NoregiPhia Andersson,SvíþjóðGuðbjartur Hannesson,ÍslandiKarin Gaardsted,DanmörkTuula Peltonen,Finnlandistjórn jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar