Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti sigga dögg skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Vísir/Stefán/Einkaeigu Ugla er kvenskörungur. Hún er fræðslustýra Samtakanna '78 og er ein af fremstu baráttukonum Íslands í hinsegin málefnum. Við hittumst á sunnudegi og spjölluðum svo mikið að við náðum ekki einu sinni að panta okkur kaffi. Ugla hefur frá miklu að segja enda er mikið að gerjast í umræðunni um kynvitund og kynhneigð. Hún er nösk á að benda á eitthvað sem þykir vera norm og varpa því á kollinn þannig að auðvitað getur maður ekki annað en sett spurningarmerki við veruleikann eins og hann er. Við búum til okkar eigin veruleika og því er mikilvægt að gera það með opnum huga og fagna fjölbreytileikanum. Þótt við séum komin langt hér á Íslandi í hinseginbaráttunni þá erum við aftarlega í öðrum málum. Þá er gott að minna á að hinsegin hópurinn er fjölbreyttur og innan hans geta einnig verið átök, og því er mikilvægt að sofna aldrei á verðinum í umræðunni um mannréttindi og fjölbreytileika einstaklinga.Er kynhneigð nokkuð flókin? Oftar en ekki sér Ugla um fræðsluna sjálf og leyfir þá unglingum að spyrja sig spjörunum úr og þeir eru alls ekki feimnir við það. Einkum þegar kemur að transumræðunni. Unglingar eru mjög forvitnir um transmálefni en yfirleitt einblína þeir á kynfærin og hvort og hvernig þau virka eftir leiðréttingu. Það sýnir hversu fastmótaðar hugmyndirnar eru um að kynhneigð, kynhegðun og kynfæri séu samtvinnuð. „Þó eru unglingar mjög opnir fyrir því að til séu einstaklingar sem hvorki eru konur né karlar, þeim finnst sú hugmynd forvitnileg og eru ekki jafn fastir í þessari skiptingu kynja eins og fullorðnir,“ segir Ugla. Það er oft áhugavert þegar fólk talar um kynhneigð, því fólk einblínir oft mjög mikið á kynfæri. „Þegar þú ert komin út fyrir gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð þá er fólk farið að eiga erfiðara með að skilja þig, sérstaklega þegar kemur að transmálefnum. Þá er gott að minna á að „kynvitund hefur ekkert með kynhneigð að gera og kynhneigð transfólks er alveg jafn margbreytileg og fólks almennt,“ bendir Ugla á, þegar fólk fer stundum í marga hringi við að reyna skilja kynhneigð einstaklinga. Í hinu stóra samhengi er fólk hrifið af fólki og því má velta því fyrir sér hvort þurfi að tala um hvort viðkomandi kjósi ákveðið kynfæri eða ákveðna hluti í fari persónuleika einstaklinga.Ugla á forsíðu blaðs Hinsegin Daga 2013EinkaeiguHvað merkir hinsegin? „Við förum með fræðslu í grunn- og framhaldsskóla og gefum þeim smjörþefinn af því hvað það er að vera hinsegin, förum í gegnum skammstöfunina LGBTQIA og tölum um staðalímyndir,“ segir Ugla um fræðsluna sem hún stýrir fyrir hönd Samtakanna '78. Sumir reka upp stór augu þegar þessir bókstafir eru taldir upp, en þeir standa fyrir Lesbian (lesbía), Gay (samkynhneigður), Bisexual (tvíkynhneigður), Transgender (transfólk), Queer (hinsegin), Intersex (intersex), Asexual (asexual). Intersex og asexual eru „nýjustu“ stafirnir undir hinsegin-regnhlífinni en sérstaklega var vakin athygli á þessum hópum á Hinsegin dögum í fyrra. Í kynfræðslunni er einnig fjallað um pan-kynhneigð en það er þegar einstaklingur er hrifinn af öðrum einstaklingum óháð kynhneigð eða kynvitund. Það hljómar fallega að fá að vera bara hrifinn af fólki og ekki þurfa setja það í kassa hvort viðkomandi sé kvenlegur karl eða karlmannleg stelpa eða bara einhver sem vill ekki festa á sig kyn. Fólk er bara fólk. Það er erfitt, eða bara óþarfi, að finna kassa utan um hvern og einn. „Það vantar mikið upp á kynfræðslu í skólum, sérstaklega í hinsegin málefnum. HIV er til dæmis ekki bara hommasjúkdómur,“ bendir Ugla á og ítrekar að opinská umræða og fræðsla sé mikilvæg. Ugla fræðir starfsfólk um mlaefni trans fólksEinkaeiguEr klósett ekki bara klósett? Umræðan um tvíhyggju kynskiptingar – karl eða kona – er hávær innan sumra hópa á meðan aðrir yppa öxlum og hafa aldrei heyrt hugtakið nefnt. Salerni eru hitamál í hinsegin samfélaginu, sérstaklega meðal transeinstaklinga, því ekki eru allir karlar með typpi í buxum og konur með píkur í pilsum. Þegar potað er í þessa hugmynd um salernisskiptingu, sem margir telja hversdagslegan hlut, þá kemur gjarnan mótstaða. Líkt og graftarbóla sem vill ekki láta sprengja sig. „Umræðan um salernin er oft góð, krökkunum finnst oft mjög kjánalegt að klósettum sé kynjaskipt, sérstaklega ef það er bara eitt klósett – af hverju erum við að standa í þessu? Við þurfum öll að fara á klósettið,“ segir Ugla kímin. Þegar salernismálin eru skoðuð í praktísku samhengi þá er klósett einmitt bara klósett. Sumir karlar með typpi pissa sitjandi en það gera einnig sumir karlar með píkur. Hugmyndin um að kynfæri stýri notkun á salerni er undarleg enda eru salerni stundum merkt og stundum ekki. Sumir draga fram ástæður eins og sóðaskap og að kynjaskipta þurfi salernum vegna þess. Við hlæjum að slíkum röksemdafærslum en Ugla bætir við: „Fullorðið fólk á oft erfiðara með að hugsa um salerni sem ekki eru kynjaskipt.“ Þá hefur Ugla sótt ráðstefnur í útlöndum og bendir á að við hér á Íslandi getum lært mikið af öðrum löndum í Evrópu. Ugla bendir á að Frakkar hafi farið flotta leið í þessu, þar eru salerni fyrir alla, einnig sundklefar þar sem fjölskyldur geta klætt sig saman í baðföt. Sturtuaðstaðan er svo hefðbundin en þar eru líka lokaðir klefar. Fyrst Frakkar geta þetta þá efast blaðamaður ekki um að þetta megi prófa á okkar ástkæra landi.Vísir/StefánHvað er að vera kona? Ugla er transkona. Hún segir trans-forskeytið vera mikilvægan hluta af hennar sögu og baráttu transfólks fyrir tilverurétti sínum. „Ég kynni mig ekki alltaf sem Uglu transkonu en þegar ég geri það þá geri ég það með stolti. Það er hluti af mér og það er mikilvægt að fólk heyri það, sérstaklega í mínu starfi,“ segir Ugla. Þegar Ugla gekk í gegnum sitt kynleiðréttingarferli þá fannst henni hún þurfa að vera ofurkvenleg, eins og til að sanna fyrir öðrum að hún ætti sko rétt á því að vera sú sem hún raunverulega var. Hún var því í skvísufatnaði, máluð og í hælaskóm. Hún lagði „strákaleg“ áhugamál líkt og tölvuleikjaspil til hliðar, því samkvæmt ósýnilegum stöðlum samfélagsins þykir það ekki nógu kvenlegt. „Fólk gerir kröfu um að þú sért alvöru kona og farir alla leið í leiðréttingarferlinu en það hentar ekki öllum,“ segir Ugla og furðar sig oft á því hversu nærgöngular spurningarnar verða þegar fólk missir sjónar á því að manneskjan er meira en bara kynfærin. Til þess að mega gangast undir kynleiðréttingu þarf einstaklingur að vinna með teymi á Landspítalanum sem í eru ýmsir sérfræðingar. Þessir sérfræðingar skoða hvort manneskjan raunverulega samsami sig því kyni sem leiðréttingin beinist að. Þar er því viðhaldið ákveðnum hugmyndum um hvað sé hið kvenlega og hvað hið karllæga. Þegar við förum að ræða þessar hugmyndir þá er það eins og að vera á froðudiskóteki í Bendidorm. Það „meikar ekkert sens“ eins og Ugla segir. Við þurfum að gefa fólki meira rými til að vera. Bara vera til, án allra hafta, skilgreininga, forskeyta og kynfæraopinberunar. Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ugla er kvenskörungur. Hún er fræðslustýra Samtakanna '78 og er ein af fremstu baráttukonum Íslands í hinsegin málefnum. Við hittumst á sunnudegi og spjölluðum svo mikið að við náðum ekki einu sinni að panta okkur kaffi. Ugla hefur frá miklu að segja enda er mikið að gerjast í umræðunni um kynvitund og kynhneigð. Hún er nösk á að benda á eitthvað sem þykir vera norm og varpa því á kollinn þannig að auðvitað getur maður ekki annað en sett spurningarmerki við veruleikann eins og hann er. Við búum til okkar eigin veruleika og því er mikilvægt að gera það með opnum huga og fagna fjölbreytileikanum. Þótt við séum komin langt hér á Íslandi í hinseginbaráttunni þá erum við aftarlega í öðrum málum. Þá er gott að minna á að hinsegin hópurinn er fjölbreyttur og innan hans geta einnig verið átök, og því er mikilvægt að sofna aldrei á verðinum í umræðunni um mannréttindi og fjölbreytileika einstaklinga.Er kynhneigð nokkuð flókin? Oftar en ekki sér Ugla um fræðsluna sjálf og leyfir þá unglingum að spyrja sig spjörunum úr og þeir eru alls ekki feimnir við það. Einkum þegar kemur að transumræðunni. Unglingar eru mjög forvitnir um transmálefni en yfirleitt einblína þeir á kynfærin og hvort og hvernig þau virka eftir leiðréttingu. Það sýnir hversu fastmótaðar hugmyndirnar eru um að kynhneigð, kynhegðun og kynfæri séu samtvinnuð. „Þó eru unglingar mjög opnir fyrir því að til séu einstaklingar sem hvorki eru konur né karlar, þeim finnst sú hugmynd forvitnileg og eru ekki jafn fastir í þessari skiptingu kynja eins og fullorðnir,“ segir Ugla. Það er oft áhugavert þegar fólk talar um kynhneigð, því fólk einblínir oft mjög mikið á kynfæri. „Þegar þú ert komin út fyrir gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð þá er fólk farið að eiga erfiðara með að skilja þig, sérstaklega þegar kemur að transmálefnum. Þá er gott að minna á að „kynvitund hefur ekkert með kynhneigð að gera og kynhneigð transfólks er alveg jafn margbreytileg og fólks almennt,“ bendir Ugla á, þegar fólk fer stundum í marga hringi við að reyna skilja kynhneigð einstaklinga. Í hinu stóra samhengi er fólk hrifið af fólki og því má velta því fyrir sér hvort þurfi að tala um hvort viðkomandi kjósi ákveðið kynfæri eða ákveðna hluti í fari persónuleika einstaklinga.Ugla á forsíðu blaðs Hinsegin Daga 2013EinkaeiguHvað merkir hinsegin? „Við förum með fræðslu í grunn- og framhaldsskóla og gefum þeim smjörþefinn af því hvað það er að vera hinsegin, förum í gegnum skammstöfunina LGBTQIA og tölum um staðalímyndir,“ segir Ugla um fræðsluna sem hún stýrir fyrir hönd Samtakanna '78. Sumir reka upp stór augu þegar þessir bókstafir eru taldir upp, en þeir standa fyrir Lesbian (lesbía), Gay (samkynhneigður), Bisexual (tvíkynhneigður), Transgender (transfólk), Queer (hinsegin), Intersex (intersex), Asexual (asexual). Intersex og asexual eru „nýjustu“ stafirnir undir hinsegin-regnhlífinni en sérstaklega var vakin athygli á þessum hópum á Hinsegin dögum í fyrra. Í kynfræðslunni er einnig fjallað um pan-kynhneigð en það er þegar einstaklingur er hrifinn af öðrum einstaklingum óháð kynhneigð eða kynvitund. Það hljómar fallega að fá að vera bara hrifinn af fólki og ekki þurfa setja það í kassa hvort viðkomandi sé kvenlegur karl eða karlmannleg stelpa eða bara einhver sem vill ekki festa á sig kyn. Fólk er bara fólk. Það er erfitt, eða bara óþarfi, að finna kassa utan um hvern og einn. „Það vantar mikið upp á kynfræðslu í skólum, sérstaklega í hinsegin málefnum. HIV er til dæmis ekki bara hommasjúkdómur,“ bendir Ugla á og ítrekar að opinská umræða og fræðsla sé mikilvæg. Ugla fræðir starfsfólk um mlaefni trans fólksEinkaeiguEr klósett ekki bara klósett? Umræðan um tvíhyggju kynskiptingar – karl eða kona – er hávær innan sumra hópa á meðan aðrir yppa öxlum og hafa aldrei heyrt hugtakið nefnt. Salerni eru hitamál í hinsegin samfélaginu, sérstaklega meðal transeinstaklinga, því ekki eru allir karlar með typpi í buxum og konur með píkur í pilsum. Þegar potað er í þessa hugmynd um salernisskiptingu, sem margir telja hversdagslegan hlut, þá kemur gjarnan mótstaða. Líkt og graftarbóla sem vill ekki láta sprengja sig. „Umræðan um salernin er oft góð, krökkunum finnst oft mjög kjánalegt að klósettum sé kynjaskipt, sérstaklega ef það er bara eitt klósett – af hverju erum við að standa í þessu? Við þurfum öll að fara á klósettið,“ segir Ugla kímin. Þegar salernismálin eru skoðuð í praktísku samhengi þá er klósett einmitt bara klósett. Sumir karlar með typpi pissa sitjandi en það gera einnig sumir karlar með píkur. Hugmyndin um að kynfæri stýri notkun á salerni er undarleg enda eru salerni stundum merkt og stundum ekki. Sumir draga fram ástæður eins og sóðaskap og að kynjaskipta þurfi salernum vegna þess. Við hlæjum að slíkum röksemdafærslum en Ugla bætir við: „Fullorðið fólk á oft erfiðara með að hugsa um salerni sem ekki eru kynjaskipt.“ Þá hefur Ugla sótt ráðstefnur í útlöndum og bendir á að við hér á Íslandi getum lært mikið af öðrum löndum í Evrópu. Ugla bendir á að Frakkar hafi farið flotta leið í þessu, þar eru salerni fyrir alla, einnig sundklefar þar sem fjölskyldur geta klætt sig saman í baðföt. Sturtuaðstaðan er svo hefðbundin en þar eru líka lokaðir klefar. Fyrst Frakkar geta þetta þá efast blaðamaður ekki um að þetta megi prófa á okkar ástkæra landi.Vísir/StefánHvað er að vera kona? Ugla er transkona. Hún segir trans-forskeytið vera mikilvægan hluta af hennar sögu og baráttu transfólks fyrir tilverurétti sínum. „Ég kynni mig ekki alltaf sem Uglu transkonu en þegar ég geri það þá geri ég það með stolti. Það er hluti af mér og það er mikilvægt að fólk heyri það, sérstaklega í mínu starfi,“ segir Ugla. Þegar Ugla gekk í gegnum sitt kynleiðréttingarferli þá fannst henni hún þurfa að vera ofurkvenleg, eins og til að sanna fyrir öðrum að hún ætti sko rétt á því að vera sú sem hún raunverulega var. Hún var því í skvísufatnaði, máluð og í hælaskóm. Hún lagði „strákaleg“ áhugamál líkt og tölvuleikjaspil til hliðar, því samkvæmt ósýnilegum stöðlum samfélagsins þykir það ekki nógu kvenlegt. „Fólk gerir kröfu um að þú sért alvöru kona og farir alla leið í leiðréttingarferlinu en það hentar ekki öllum,“ segir Ugla og furðar sig oft á því hversu nærgöngular spurningarnar verða þegar fólk missir sjónar á því að manneskjan er meira en bara kynfærin. Til þess að mega gangast undir kynleiðréttingu þarf einstaklingur að vinna með teymi á Landspítalanum sem í eru ýmsir sérfræðingar. Þessir sérfræðingar skoða hvort manneskjan raunverulega samsami sig því kyni sem leiðréttingin beinist að. Þar er því viðhaldið ákveðnum hugmyndum um hvað sé hið kvenlega og hvað hið karllæga. Þegar við förum að ræða þessar hugmyndir þá er það eins og að vera á froðudiskóteki í Bendidorm. Það „meikar ekkert sens“ eins og Ugla segir. Við þurfum að gefa fólki meira rými til að vera. Bara vera til, án allra hafta, skilgreininga, forskeyta og kynfæraopinberunar.
Lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira